Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Side 9
.hrifningu og fjandskap og allt þar á milli. Einn hinna ihrifnustu er J. McY. IHunt, pnófessor í sálarfræði við háskól- ann í Illinois og einn af fremstu fræði- mönnum þjóðarinnar um vitlþroska og lærdómshæfileika. Hann bendir á, að framsæknustu uppalendur árið 1915 ihafi fordæmt Montessori, af því að sál- fræðikenningar hennar virtust vera fimmtíu árum á eftir tímanum, en Hunt heldur því fram, að eins Mklega hafi hún verið þeim árafjölda á undan sam- tíma sínum. S amikvæmt Hunt staðfesta nútíma- rannsóknir tilveru „næmiskeiða“ Montessori fyrir tilteknum tegundum lærdóms, og ef þroskanum er þá enginn sómi sýndur, lenda börnin í miklum erfiðleikum síðar meir. Greindin er — eins og Mon-tessori hólt fram — ekki neitt fastákveðið og hún þroskast ekki heldur eftir fyrirframgefnum forskrift- um. Vakning snemma ævinnar er fyrir öllu, og skilningarvitin eiga mikilvæg- ara hlutverki að gegna í vitþroskanum en talið hef'ur verið. Sannanir úr mörgum áttum síðasta ératuginn — hvernig börn læri og náin eftirtekt á daglegri hegðan þeirra — hafa leitt í ljós ófullkomleika hinna gömlu hugnuynda um hvatningu, byggða á umbun eða refsingu. Nýlegar upplýs- ingar sýna, að mannlegar verur eru Ifæddar með þekkingarþrá, hvöt til að rannsaka og þörf á að hafa vald á uim- hverfi sínu. Fljótt sagt: til þess að framkvæma. Skyidur þessum frelsandi hugmyndum um mannlega hvöt er fróðleikur um greind mannsins almennt tekið. Nú eru vísindamenn og uppalendur ekki á einu imáli — eins og þeir voru svo lengi ___ um hina heimskandi hugmynd um af- mankaða greind og fyrirfram ákveðinn (þroska. Þvert á móti, segir Hunt, getur (það að skapa barninu áhugavekjandi, hvetjandi umhverfi, einkum á fyrstu ár- unum, leitt til „verulega aukins hraða í vitþroska og au'kins greindarsviðs á full- orðinsárunum.“ Auk þess, bætir hann við, úr því að eeskilegasti þrosikahraði þýddi sama sem „ósvikna ánægju af hugsanastarfsemi, sem eykur þroskann á réttan hátt og þartf ekki að þýða neitt svipað hinni harðneskjulegu grimmd, sem hefur ver- sínum í skóla Páls postula á Manhattan. ið beitt við að „troða í“ börn.“ Með öðrum orðum æittu börn að fá að læra með sínum eðlilega hraða, en námshraði hvers einstaklings fer mikið eftir þv'í hve margfbreytt og flókið umhverfið er. F jöldinn allur ag kennslunýjung- um sýnir þessa aðtferð: deildalausir skólar, skipulögð kennsla og kennslu- vélar, matarpinnar til að kenna stærð fræði og námskeið byggð á „uppgötv- ana“-námsaðferðinni. Allt þetta er náskylt undirstöðukenningum Montes- sori. En flestir amerískir uppalendur og barnasálfræðingar halda því fram, að beztu þættirnir úr Montessori-kerfinu séu þegar almennt notaðir í smáharna- Skólum Bandaríkjanna. En samtímis segja þeir að amerískar uppeldisaðferð- ir hatfi þotið langt fram úr kenningum kvenlæknisins hvað snertir upphvetj- andi sveigjanleik, frelsi og einstaklings- ræikt. Og sannast að segja sjá þessir uppalendur margt í kenningum Montes- sori, sem vel gæti orðið börnunum skað- legt. Það sem þeir eru aðallega andvígir er einbeiting Montessori að hugrænni vinnu í skóiastofunni, þannig að ímyndunar- afl barnsins lýtur alfarið í lægra haldi. Börn þarfnast dramatísks óraunverulegs leiks, segja andmælendurnir. Það neyð- ir þau til að útskýra, hvað þau eru að „látast“ — til að láta uppi hugsanir sínar. Hvað snertir reiði, afbrýðisemi og ótta, sem barn kann að l'áta í ljós í slík- um leikaraskap, þá halda flestir kenn- arar því fram, að slíkar tilfinningar eigi ekki að byrgja inni, heldur láta þær í ljós við skilningsgott umhverfi. Ameriskir kennarar eru auðvitað virk- ari við ikennslu en hið afs'kiptalausa hlut- leysi Montessori mælir fyrir. Þeir láta einnig meir í ljós samúð sína og skapa þannig náin tengsl, sem lifga upp allt umhverfið í skólanum. Og andstæðingar Montessori játa ekki, að aimerískir smábarnaskólar vanræki vitþroska nemendanna. Góður smá- barnastkóli er vel birgur af áhöldum, er þroska vitsmunabeitinguna sem Mont- essori lagði svo mikla áherzlu á, og hann veitir tilsögn í efnum, sem ná al)a leið frá vísindum og trésmiíði til reiknings og lestrar. Heimsóikn á bygg- ingarsvæði eða á ruslahaug er ekki tíma eyðsla, halda amerískir uppalendur fram. Svona ferðir „út x náttúruna", segja þeir, dýpka skilning barnsins á samfélagi sínu og sjálfu sér. E ins og margar kenningar, sem stafa frá einni og sömu uppsprettunni, hefur Montessori-ihreyfingin orðið fyrir klofningi' öðru bverju. Það, sem kalla maetti „endiurbó'taifloikkinn" í Bandaríkj- unum, er undir forystu Nancy McCor- mick Ramibusoh, sem stofnaði Whitby- skólann í Connecticut 1958 og Montes- sori-félagið. Frú Rambuscih, sem heita má, að s'tandi miðja vegu milli eindreg- inna andstæðinga Montessori og dýrk- enda hennar, er blynnt því að Banda- ríkjamenn taki upp „ameríska útgáfu“ af Montessori. Hún viðui-kennir, að sumar nútíma- skýringar á að'ferðinni sóu of strangar, úreltar og *eigi ekki við amerísk börn. Hún heldur því fram, að þessi sérstöku áhöld, ef notuð eru ein saman, séu „blóðlaus“, að nútímamati, og að ame- rísk börn séu alin upp við svo mikið frelsi á heimilunum, að þau geti ekki vanizt stjórn hins strangreglusama Montessori-skóla. Við höfum mikið lært á síðus'tu fimmtíu árunum, sem verður að koma til viðbótar við Montessori- aðferðirnar. „En sú innsýn Montessori sem mestu ákiptir gildir eins í Ameríku í dag og hún gerði í Rómaborg fyrir hálfri öld“, ■vill frú Ramibusch 'halda fram. „Fyrst og fremst áttaði Montessori sig á því, að árin frá tveggja til sex ára aldurs eru afgerandi mikilvæg fyrir framtíð- armenntun barnsins. Sumir sálfræðing- ar halda því fram að helmingurinn af öllum vitþroska fari fram fyrir fjögurra ára aldur og næstu 30% á aldrinum frá 4 til 8 ára. Börn þarfnast vitrænnar hvatningar á þessum árum, ef þau eiga að ná hámarksþroska." „í öðru lagi“, 'heldur frú Rambusch áfram, „segir Montessori okkur, að hið eina, sem er verulega áríðandi í uppeld- inu, sé að vekja löngun barnsins til að læra og kenna því að læra, — og að hvatningin til lærdómsins verði að koma innan frá — frá barninu sjálfu. Þá vitneskju hafa flestir amerískir kennarar enn ekki tileink- að sér, og útkoman hefur brðið sú, að skó'larnir okkar styðjast enn fast við bekki, próf, þrýsting utan frá og utan- bókarlærdóm. Jafnvel í neðstu bekkjun- um eyða flestir kennarar mestum tíma sínum í að halda uppi aga og lægja háv- aða og ókyrrð. En Mowtessori sýndi fram á það, svart á hvítu, að virkasta og áhrifa- mesta kennslan fer fram, þegar kenn- arinn hættir að reyna að láta böi-nin taka eftir kennslunni og snýr sér að því í staðinn að hjálpa þeim til að læra, fyrir sjálf sig, með slyngilega upp- fundnum reynsluatriðum, æfingum og áhöldum. Kennsluvélarnar okkar, til dærnis að taka, eru síðborin viðurkenn- ing á mikilvægi kennsiuáhalda“. 0 g ef til vill er ennþá síðhornari hinn vaxandi skilningur á þvá, að uppeld isvandamálin, sem Maria Montessori átti við að stríða í fátækraih'verfum Róma- borgar, eru vandamál, sem í geysiaukn- um mæli standa andspænis okkur nú, er við reynum að kenna vangefnum börn- um. Nancy Rambusoh hefur beitt kröftum sínum að því að vinna með negraböi-n- um og börnum frá Puerto Rico í mun- aðarleysingjaspítalanum í New York, og svo til þess að kenna öðrum kennurum að gera það sama í samræmdu skólakerfi Mount Vernon. Margir aðrir uppalend- ur trúa því, að Montessori-kerfið til 'þess að byggja upp sjálfstraust og þi'oska skilningai'vitin með örvandi áhölduim sé fyrsta skrefið í bá átt að ala upp börn, sem koma úr menningar- snauðu umhverfi. Sú sannfæring ein, að þetta sé unnt og verðugt beztu viðleitni okkar beztu kennara, kann síðar að verða stærsta tillag Maríu Montessori til fræðslumála. „Baxnahúsið“ hennar í Rómaborg var góðgei-ðastofnun, til þess ætluð að bjarga Míi barna, sem virtust vera dauðadæmd. Að sú tilraun tókst, verður hrósunarefni Montessori — og hvatning okkar. SVIPMYND Framhald af bls. 2. til þess að biðjast fyrir. Heimili hans er í Santos, þar sem hann býr með móð- ur sinni í þægilegri íbúð. P ele er þjóðhetja í Brazilíu og á góðri leið með að verða þjóðsagnahetja. Landsmenn eru ákafir áhugamenn um knattspyrnu, og nafn Peles eða nærvera verkar eins og örvandi elixír á þá. Stjórnmálamenn keppast við að láta taka Ijósmyndir af sér við hlið Peles, og tvívegis hefur kjördagur verið ákveð- inn rétt á eftir heimsmeistarakeppni, þegar allir eru ánægðir. í hvert skipti, sem braziiíska landslið- ið fær nýja boli, eru tuttugu aukabolir nr. 10 (skyrtustærð Peles) gerðir. Hann skrifar nafn sitt á þá, og síðan eru þeir notaðir til gjafa eða settir í happdrætti, á hlutaveltu eða uppboð. Pele er fæddur árið 1940. Hann hóf að leika knattspyrnu í bænum Baura, inni í landi, þar sem hann lék með ann- arrar deildar liði. Fimmtán ára gamall fór hann til Santos gegn 250 þús. kr. gjaldi. Hann reykir hvorki tóbak né drekkur áfengi. Hann neitar með öllu að láta auglýsa tóbak og áfengi með nafni sínu eða mynd, þótt honum hafi verið boðið mikið fé fyrir. Nú fyrir skömmu var tilkynnt, að hann væri heitbundinn ungri svertingja stúlku, sem hann hefur þekkt vel frá æsku, og er alin upp í sarns konar um- hverfi og hann, þ.e. hálfgerðu fátækra- hverfi. Stjórnmálafundurinn Framlhald af bls. 4. félagsstjóri, Seyðisfirði; Sigurjón Jóns- son, verzlunarmaður, Seyðisfirði o. fl. Það er mjög athyglisvert, að fundar- gerðin minnist ekkert á þá Jón Ólafsson, Jón frá Múla og Þorstein Erlingsson. En það eru einmitt þeir sem setja sérstak- an svip á fundinn, og enginn af þeim sem á fundinum voru mundi hafa viljað missa af því að heyra til þeirra. En hvað kemur til að Austri getur þeirra ekki? Ég treysti mér ekki til að svara þeirri spurningu. Að vísu er til fundarins boð- að af Norðmýlingum, og fyrir þá sýslu er fundurinn haldinn. En nú minnist biaðið á Svein í Firði sem einn ræðu- mann, og því þá að gera honum hærra undir höfði en hinum? Samstaða varð ekki milli frambjóð- enda um að halda sameiginlega fundi í hreppunum. Þeir Jón á Hvanná og Einar á Eiríksstöðum boða sína fundi sérstak- lega (en vera má að hinir frambjóðend- urnir hafi líka mætt þar). Kosningin í Norður-Múlasýslu fór þannig, að kosnir voru þeir Jón Jónsson á Hvanná með 181 atkv. og Jóhannes Jóhannesson sýslumaður með 179 atkv. Einar á Eiríksstöðum fékk 168 og Gutt- ormur í Geitagerði 166 atkv. í Suður- Múlasýslu voru þeir Jónarnir kosnir, Jón frá Múla með 269 atkv. og Jón Ólafsson með 257 atkv., Jón Bergsson fékk 220 atkv. og Sveinn Ólafsson 173 atkv. 30. janúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.