Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 13
 wffl.wycftwty ^WSWIS^.; STEFÁN ÍSLANDI Frh. af bls. 1. F ERÐAPÚLT og stórt kristals- staup vekja athygli mína og ég spyr Stefán um þessa gripi. Á staupið er letrað: De julelöses Æresgæst Stefan Islandi 1950. Stefán segir frá sam- komu, sem haldin er ár hvert í Odd- fellowhöllinni við Bredgade á jóla- nótt. Þangað er boðið húsnæðislausum auðnuleysingjum í Kaupmannahöfn, og þar fá þeir mat og gjafir. Ég hef oft sungið á þessum samkomum og þessa gripi hef ég fengið til minja. Ferða- púltið átti Weise, hið þekkta tónskáld, (eftir hann er t. d. lagið við: Hvað er övo glatt, sem góðra vina fundur), og á það samdi hann mörg af sínum fegurstu sönglögum. Einu sinni fékk ég íslenzka fánann, þegar ég hafði sungið á jólanótt. Þá grét ég. I BORÐSTOFUNNI verður fyrir okkur málverk af gömlum sveitabæ eftir Blöndal og vatnslitamynd úr Skagafirðinum, sem Magnús heitinn dócent málaði og gaf Stefáni. Annars staðar rakst ég á vatnsiitamynd eftir Magnús, sem hann málaði 1935. Hún er af Krossanesi í Skagafirði, þar sem Stefán er fæddur. Þau voru fornfálegri húsin í Krossanesi, þegar ég var að alast upp, segir Stefán, er ég spyr hann um myndina. Yfir skáp hangir einkennilegt mál- verk af húsum og landslagi, að mig minnir, og ég bið Stefán um skýring- ar. Já, þessi, segir Stefán, og það léttir yfir honum, þegar gömlum endurminn- ingum skýtur upp í hugann. Þetta er ein af síðuslu fígúratívu myndunum hans Svavars, ef ekki hin síðasta, Svavars Guðnasonar. Myndin er óklár- uð, eins og þú sérð. Ég sá þetta einu sinni hjá honum og spurði, hvers vegna hann lyki ekki við málverkið. — Ég vil ekkert um það tala, segir Stefán, næstum snúðugt, og er horfinn út úr dyrunum með það sama. Það var eins og komið hefði verið við við- kvæman streng eða ljóstað upp leynd- armáli. Söngvarinn, sem yrkir og málar E N ósvifni blaðamanna eru lítil takmörk sett. Með nokkurri aðstoð kunnugra stelst ég inn í svefnher- bergi Richards litla og þar eru vegg- irnir þaktir litlum myndum eftir Stefán, mjög haglega gerðum. Mest eru þetta myndir af leiktjöldum og mér var sagt, að Stefán hafi málað flestar „senur“, sem hann hefur sungið í, dundað við það á æfingum. Og á bak við Stefán frétti ég, að hann fáist einnig töluvert við ljóða- gerð. Þegar ég færi þetta í tal við hann, þá vill hann ekkert um það ræða. Frú Kristjana spyi, hvort hann vilji ekki sýna mér örlítið sýnishorn, en Stefán er óhagganlegur. Ég má þó sýna honum kvæðið, sem þú ortir til mín, segir hún, þú gafst mér það. Það á ég. Já, þú ein, segir Stefán, og þar með er málið útrætt af hans hálfú. Heimsborgaralegur sveitapiltur Þ EGAR ég var að kveðja þau hjónin, spurði ég um skilaboð heim til fslands. — Ég er nú búinn að búa lengi að heiman, sagði Stefán, næsta ár verð ég 55 ára og á þá 25 ára söngafmæli á Konunglega leikhúsinu. Það er lang- ur tími í ævi eins manns og einmitt þessi ár. Ég hef það eins gott og ég hef alltaf haft það. Ég þakka kærlega fyrir góðan beina og afsalta slímusetu mína hjá þeim hjónum. Það var nú lítið, segir Stefán, þeg- ar hann fylgir mér til dyra, þakka fyrir innlitið og blessaður hafðu þetta nú ekki svo hástemmt, að fólk haldi, að ég sé eitthvað merkilegur með mig. J. R. Stefan og Krlstjana vlð flygilinn. I baksýn málverk eftir Kjarval og mynd af Stefáni eftir Ásgeir Bjarn þórsson. ÍSLENZK HEIMILI Frh. af bls. 4. að stunda íþróttir. Bræður Harðar gerðu þetta líka, og nú förum við með stelpurnar okkar með okkur. Ég nýt þess kannski ennþá meira núna að vera með en ég gerði áður fyrr. Þarna hittir maður góða félaga, og þó ég geti ekki verið í þeirri þjálfun að ég hafi sigurmöguleika í keppnum, þá hefi ég gaman af að vera þátttakandi. au hjónin fluttu í nýja húsið fyr- ir 7 árum, þ.e.a.s. í eitt herbergi og skonsu, sem þau elduðu í. Hörður hef- ur byggt þetta hús nærri einn á 6 ár- um, með hjálp góðra vina, en lítiili að- keyptri vinnu. — Auður, elzta dóttir okkar, þekkti hann varla á þeim ár- um, segir Inga. Hann fór venjulega beint úr vinnunni í húsið og kom heim seint á kvöldin, svo hún sá hann að- eins á sunnudagsmorgnum. Eftir að þau hjónin höfðu búið í húsinu í eitt ár, komust þau í stofuna og fyrir 3 árum var húsið komið upp. Þau búa núna sjálf á neðri 'hæðinni, eru búin að fá sér gólfteppi á öll gólf og ísskáp í eld- húsið. Stofuna prýða snotur birkihús- gögn og blóm i grind, og á einum veggnum stór ljósmynd af Herði 4 Vatnajökli, en þau hjónin eru í Jökla- rannsóknarfélaginu og hafa ferðazt þangað. Aðeins einn verðlaunabikar stendur á bókahillunni. Það er sveitar- keppnisbikar, sem bíður þess að vera afhentur KR, er vann hann nú nýlega. Aðrir bikarar Ingu og verðlaunapen- ingar þeirra hjóna eru geymdir í kassa niðri í kjallara. — En þegar við inn- réttum baðstofuna uppi á lofti, þá verð- ur þetta kannski tekið upp, segja þau. — Sumir húsbyggjendur segja að maður viti ekki nákvæmlega hvernig maður vill hafa húsið sitt fyrr en í annarri atrennu. Hyggið þið nokkuð á frekari byggingarframkvæmdir eða breytingu? spyrjum við. — Æi, nei, segir Inga. Þetta eru all- ir að segja við okkur. En þegar maður er búinn að hafa svona mikið fyrir hlutunum, þá þykir manni svo vænt um þetta eins og það er. Og Hörður tekur í sama streng. — Þá yrði aftur i langan tíma búið með allar jöklaferðir, skíðaferðir og allt, segir hann, E. Pá. ÚR ÞVf það er orðið nokkurs kon- ar tízka að segja um Churchill gamla, að hann hafi haft þessa eða hina stóru bresti, þá er ekki laust við að það ylji manni að heyra hvað Eisenhower fyrrverandi Bandaríkja- forseti sagði um hann fyrir nokkr- um vikum í sjónvarpsviðtali: — Hann er mikill maður. Hann er maður, sem er mikill hugsuður, og hann er sannur föðurlandsvinur, en hugsanagangur hans er ekki bundinn við hinar litlu eyjar Bret- lands, ekki einu sinni við brezka heimsveldið. Þegar hann talar, talar hann um vestræna menningu í heild. Hann var mikill leiðtogi í styrjöld- inni. Richard og höggmynd Sigurjóns ólafssonar af Stefáni — Ég er nú orðinn meiri kúnstner en svo, að ég geti verið áð dútla við svona dót, sagði þá Svavar. Mér þótti mynd- in falleg, þótt ókláruð sé, og spurði því hvers vegna hann léti hana liggja þarna í reiðileysi. Ég skyldi geyma hana fyrir hann, og hann gæti sótt hana til mín, þegar hann hefði skipt um skoðun á myndinni. Nú, eins og þú sérð, þá er myndin hérna ennþá hjá mér og Svavari er velkomið að sækja hana, ef hann þorir, segir Stefán hlæjandi, um leið og hann sinnir kalli framan úr eldhúsi. — Það á að ferma Guðrúnu á sunnu- daginn, það liggur. við að maður sé húsnæðislaus í öllu þessu umstangi. — Segðu mér eitt, Stefán, segi ég, þegar hann sýnir á sér fararsnið, þú sem ert svona mikill aðdáandi málara- listarinnar, málar þú ekkert sjálfur. 13. tölublað 1962 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.