Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 3
FK5IMASÆTURNAR á Hjöllum i bjuggu sig til kirkjuferðar, klæddust sínu fínasta pússi, sem hæfði ferð þeirra í guðshúsið undir auglit sjálfs himnaföður. Eldri systirin, Katla, var stór og feitlagin, rauðleit í andliti, á þritugs- aldri. Hún gekk um með brakandi silki- svuntu og slifsi. Sú yngri, Kolbrún, var enn á unglingsaldri, létt og kát í lund og hinn mesti æringi. Hún fór fyrr til kirkjunnar og hljóp hæverskulaust til að hitta stall- systur sínar, áður en til kirkju væri gengið. Katla vafði um herðar sér bleik- rauðu sjali og hélt á stað til guðs- hússins, sem stóð í þorpi á eyri nokk- urn spöl frá bænum þar sem þær bjuggu. Svo óheppilega vildi til, að Glói, hundkvikindið á Hjöllum, fór á eftir fröken Kötlu, og var það ekki kær- komin fylgd. Vildi hún fyrir engan mun koma til kirkjunnar í samfylgd hundsins. Hún sveiflaði hundræflin- um, ygldi sig, kastaði steinum í hann, en allt kom fyrir ekki. Glói aðeins dinglaði rófunni og horfði tryggum hundsaugum á Kötlu og skildi hvorki upp né niður í þessum látum. Katla var orðin rauð og þrútin af þessu bardúsi við hundkvikindið og sá enga leið til að losna við hann. Hvell hringing heyrðist frá kirkjunni. Hún greikkaði sporið, of seint vildi hún ekki koma í guðs- húsið. Kolbrún og stallsystur hennar stóðu við kirkjudyr og urðu kímileitar, þeg- ar þær sáu Kötlu koma strunsandi með Glóa í eftirdragi. Kolbrúnu var gefið illt auga. Katla sneri sér að systur sinni og skipaði henni að koma hundinum burt. Var reynt að reka Glóa með öllum ráðum, en það stoðaði ekki, því hann ætlaði sér í kirkjuna. Var nú hringt inn seinustu hringingu, kirkjufólk gekk inn. Þær systur heils- uðu vinum og vandamönnum og á með- an skauzt Glói inn í kirkjuna milli pilsa prestmadömunnar og kaupmanns- frúarinnar og milli fóta á meðhjálpara- frúnni, sem hélt að sjálfur satan í sínu loðna líki væri kominn. Kirkjugestir settust, og Glói tók sér stöðu á milli bekkja skammt frá sæti Kötlu. Magnús gamli meðhjálpari á hjörunum eins og hann var kallaður, vegna þess hve mikið hann tinaði og hristist, stóð þarna skammt frá í full- um embættisskrúða, grænleitum dipló- matjakka fornlegum. Hann var sköll- óttur með stórt rautt spámannlegt nef. Magnús kom auga á loðinn belginn á Glóa milli silkipilsa frúnna, greip staf sinn, hljóp til og reyndi að stjaka við hundinum, sveiaði og tautaði: „Hér er ekki staður fyrir hunda.“ Criói var ekki aldeilis á þeim buxunum að láta reka sig út og tróð sér lengra undir bekkina. Meðhjálpar- inn var orðinn kófsveittur og eldrauð- ur að eltast við hundinn þarna í virðu- legum embættisbúningnum. Kolbrún og leiksystur hennar áttu bágt með að verjast hlátri og sumir yngri kirkju- gestir einnig. Gamlar virðulegar madömur voru stórmóðgaðar á svip að vita af hunds- ræksni undir einhverjum bekknum, og sumar litu með fyrirlitningu til Kötlu sem var blóðrjóð, því með henni hafði hundkvikindið komið. Messan hófst með orgelspili og sálma söng, sem vera bar; meðhjálparinn þurrkaði stöðugt svitann af skalla sín- um og andliti og hafði auga með hvort hann sæi nokkurs staðar á Glóa á með- al kirkjugesta, en hann sat nú í mestu makindum við pilsfald fröken Kötlu og hlustaði á guðsorðið. Hjáróma sálmasöngurinn barst um hvíta hvelf- inguna; af og til heyrðist niðurbældur hlátur Kolbrúnar og vinstúlkna henn- ar og snýturnar í meðhjálparanum. Eldra fólkið var stórhneykslað að heyra hláturinn í stelputrippunum, og rauði liturinn hvarf ekki af vöngum Kötlu. Prédikun séra Guðmundar var and- lítil eins og venjulega; hann var eitt- hvað að tala um að Golíat hefði voða stórar bífur, en slíkir brandarar voru algengir í ræðum hans. Flestir hálf- sváfu undir tali hans, nema þeir guð- ræknustu, sem gleyptu hvert orð, sér- staklega um syndarana; þá ræsktu þeir sig og gáfu sessunaut sínum hornauga eins og þeir vildu segja: „Þetta átt þú, greyið.“ Glói lét sig prédikunina litlu skipta og rak ekki einu sinni upp bofs til að mótmæla, sperrti aðeins eyrun við hvert orð prestsins, eins og hann skildi allt sem hann sagði ofurvel. Nú hófst sálmasöngur og tón séra Guðmundar, sem var lítill raddmaður, hásmæltur og gamall og heldur skræk- róma. Þá reis Glói upp, tróð sér und- an bekknum, sperrti eyrun og vildi auðsjáanlega bæta hinn auma kirlcju- söng. Þegar prestur hóf upp hása raust sína, byrjaði hann á háu spangóli, kirkjugestir þeir, sem ekki vissu af hundinum, urðu forviða á þessum ný- stárlega söng og skimuðu kringum sig. Þeir einföldustu héldu að sjálfur myrkrahöfðinginn væri að góla. Gömul kona, sjónlitil, fór að gráta yfir synd- um sínum. Að æringjunum setti óstöðv- andi hlátur; varð lítið um söng á milli þess sem presturinn og Glói tónuðu favor í kapp við annan, óvist favor hefði betur. Presturinn heyrði þennan einkennilega söng frammi í kirkjunni; ýmsu átti hann að venjast, en þvílík- an söng hafði hann aldrei heyrt hjá söfnuði sínum. Magnús meðhjálparl þaut upp úr sæti sínu sem ungur væri, með staf í hendi og réðist að hundin- um með höggum og slögum, sveiingum og skömmum. Glói glefsaði, ýlfraði og vildi komast í bekkinn til Kötlu. Ein- vígi þetta færðist eftir kirkjugólfinu fram að hurð með snarplegum högg- um; mátti ætla að þarna væri sjálfur Don Quixote að berjast við vindmyll- urnar eða heilagur Georg við drekann og það hefði Magnúsi gamla á hjörun- um þótt betri samlíking. Að lokum kom hann Glóa út um dyrnar og skellti í lás. Glói spangólaði og ýlfraði fyrir utan, sármóðgaður yf- ir kristilegum dyggðum. Messulok fóru í handaskolum, orgel- ið þrumaði útgöngulagið. Hinir eldri töluðu í hálfum hljóðum um hneyksl- anlega framkomu hundsins og hver hefði komið með hann. Kolbrún varð að troða klútnum upp í sig til að springa ekki af hlátri. Katla var eitt blóðstykki í framan. Séra Guð- mundur horfði gáfnatregum augum um kirkjuna og hélt helzt, að þetta væri prakkarastrik einhvers spurningabarns síns. Magnús meðhjálpari dæsti og þurrkaði sér í sífellu um höfuðið með rauðum tóbaksklút. Hann hljóp nú upp turnstigann til að hringja út, togaði rösklega í klukkustrenginn. Síðan flýtti hann sér niður og lokaði lúgunni að klukkuherberginu í snarkasti, gáði ekki að virðulegu stélinu á embættis- jakkanum, sem varð á milli, Svo Magnús meðhjálpari á hjörunum hékk þarna í lausu lofti milli himins og hinnar syndsömu jarðar, hrópandi og kallandi á hjálp og biðjandi guð al- máttugan fyrir sig. Kirkjufólkið sá þegar það gekk út, einhverja mann- veru hanga hátt í lofti; sumir héldu að hér væri um að ræða einhver trúða brögð og skemmtisýningu og gláptu á, aðrir hlupu til að bjarga meðhjálpar- anum úr þessari slæmu klípu. Kolbrún og stöllur hennar hlógu, því nú fyrst kastaði tólfunum að sjá meðhjálpar- ann gera fimleikaæfingar í lausu lofti í sjálfri kirkjunni. Annað eins og þetta hafði ekki gerzt á 30 ára starfsferli Magnúsar gamla. Glói tók gestum guðshússins með vina- legu bofsi og fylgdi Kötlu með trygg- um augum heim að Hjöllum. Perú: Dauði minn Eftir César Vallejo Einn dag þegar rignir mun ég deyja í París, ég veit það núna, einn dag þegar rignir mun ég deyja í París — án þess að blygðast mín — um haust, kannski verður fimmtudagur eins og í dag. Já, á fimmtudegi, þvi á meðan ég yrki þetta ljóð, finn ég til kvala í bakinu og aldrei hef ég fundið einmanaleikann jafn nærri eins og á þessum degi. César Vallejo er dauður, þeir réðust allir gegn honum, án þess hann gerði á hlut þeirra: þeir börðu hann sundur og saman og spörkuðu ’ hann, um það vitna fimmtudagarnir, bak mitt, einmanaleikinn, vegirnir og regnið. Jóhann Hjálmarsson þýddi. 13. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.