Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 9
 HlÉtiit Starfsmenn bandarísku veðurstofunnar vinna hér að mælingum við bækistöð sína. Þeir mæla m. a. nýfallin snjó og hreyfingar íshellunnar. Myndin er tekin hálfri stundu fyrir miðnætti, að sumarlagi. Þó er sólbjart allan sólarliringinn á pó Inum. snjókomuna. Mest af útivinnunni er unnið á sumrin, meðan bjart er, frá því í nóvember og fram í febrúar. Til þess að sjá Pólstöðina í raun og veru verður að fara niður og ganga gegnum þrönga snjóganga, sem liggja milli bygginganna. Gangarnir eru líka notaðir sem geymslu- hús fyrir birgðir og það má segja að Iþeir séu með köldustu frystiihúsum jarð- arinnar. í fjarlægustu hlutum ganganna er hitinn stöðugt 50 gráður fyrir neðan frostmark. Kjöt- og brauðhleifar verða eins og steinar við þennan kulda og oieselolía verður eins og smjör að út- iiti og hörku. egar maður stendur í einum af göngunum, er enginn efi á því að þetta er á Suðurpólnum, en alit annað verður upp á teningnum, þegar komið er inn í hlýjar byggingarnar. Mennirnir þarna hafa rafmagn, renn- andi vatn, dieselstöð og jafnvel póst- stofu með hinum venjulegu skuggalegu myndum af glæpamönnum, sem leitað er að, límdum á veggina. Stöðin hefur plötusafn, sem margur tónlistarunnand- inn mundi öfunda hana af. í einum af göngunum milli bygginganna eru geymd ar meira en 300 kvikmyndir. Ein mynd er sýnd á nærri hverju kvöldi mest all- an hluta ársins. Myndirnar eru allmismunandj og eru sýndar í matsalnum, sem einnig er setu- salur og þar ’hangir á hliðarvegg mar- marahellan sem er til minja um Scott og Amundsen. IWÍennirnir, sem búa á Pólnum í dag, eru eklki hinir veðurbitnu land- Könnuðir Amundsen- og Seott-tímabils- ins. Sumir hinna tíu sjóliða eru ekki einu sinni sjálfboðaliðar. Til dæmis er piatsveinninn aðeins atvinnumatsveinn, sem hefur verið sendur þangað. Hann ypptir öxlum og segir að vinnan sé ekki verri en oft er um borð í skipum. Hinir 11 óbreyttu borgarar eru vís- indamenn og tæknifræðingar, sem eru að framkvæma rannsóknir á vegum stjórnarinnar. Flestir þessara manna eru ungir. Verk þeirra er tilbreytingarlaust og oft óþægilegt, en það er ekki meiri hetjuskapur í því heldur en hvar ann- ars staðar. Þeir og sjóliðarnir eru aldr- ei meira ©n eitt ár í einu á stöðinni. Verk vísindamannanna heldur áfram allt ár- ið, en birgðirnar, sem stöðin verður að lifa á geta ekiki komiat til hennar nema á surnrin. Allt það, sem hún þarfnast annað en vatn er flubt með flugvélum 800 mílur írá aðalstöð Bandaríkjamanna á Suður- skautslandinu við McMurd'O-sund. Hér ei ómögulegt að lifa á landinu. Það eru Þessl mynð er úr loftskeytastöð bandar ísku athugunarstöðvarinnar. Næsta stöð McMurdo Sound, er í 800 nrólna fjarlæg ð svo að það er jafngott, að loftskeyta- tækin hjá þcim á pólnum séu i góðu lagi. hvorki jurtir né dýr, ekki einu sinni steinar á Suðurpólnum. F lugvélarnar, sem koma með 30 tonn af mat og 500 þúsund lítra af diesel- olíu á hverju sumri, fara þessar ferðir þegar gefur. Sumu af þessu er hent nið- ur í fallhlíf. Þegar margar flugvélar lcoma hver á efltir annarri, koma stundum nýir ávext- ii eða egg, en það þýðir líka að vinna verður erfiða og kaldsama vinnu við að grafa upp oliutunnur, sem hent hefur verið niður, draga þaer til stöðvarinn- ar og dæla olíunni niður í geymana. Oft þarf að vinna nokikra daga í einu, án þess að sofið sé að ráði, og erfitt er að vinna í hinum mikla kulda og þunna lofti hásléttunnar. Seinna þegar sólin hefur setat síðla í marz, verður meiri tími til að hvila sig og fyrir tómstunda- gaman. Á síðasta ári byggðu nok'krir af mönnunum bar, sem heitir Bam'busher- bergið og efalaust hafa færri komið þangað en á nokkurn annan bar á jörð- inni. Nafnið stafar af því, að veggirn- ir eru klæddir bambus, sem hefur ver- ið fenginn úr notuðum flaggstöngum. V J. Bambusherberginu er jafnvel barmær, fatasýningarbrúða að nafni Rósa. Svartur flauelskjóllinn hennar er svo lágit sniðinn að framan að hann yrði áreiðanlega kallaður djarfur hvar sem væri annars staðar á jörðinni. Bambusherbergið var byggt rétt fyrir hinn fyrri af tveim einkaá'htíðis- dögum Pólsins, miðsvetrarnótt 21, júní, þegar nóttin er hálfnuð, og sólarupp- rásardag seinit í septemtoer. Lautinant Philip K. Swartz, sem stjórnaði stöðinni s.'l. ár, sagði, að þeir yrðu raunverulega fegnir, þegar síðasta flugvólin hyrfi í febrúar í áttina að sjóndeildarhringn- um. Þá fellur lífið í sínar venjulegu skorður í stöðinni og ekki þarf lengur að þola gesti, sem rugla lífið á stöðinni og hin erfiða „uppskipunarvinna" er búin. En það þýðir líka 6 mánaða ein- angrun, án nokkrar hjálpar. Stöðin verð- ur að vera sjálfbjarga og er það. Jafnvel í dagsljósi er auðvelt að sjá einmanaleikann. Allt sem þarf að gera er að klifra upp og horfa yfir sama sjóndeildarhringinn og Scott sá fyrir 50 árum, jafnslótt og sviplaust land í all- ar áttir, eins slétt og sjórinn, eins hvítt og kalt undir kaldri sumarsólinni eins og dauðinn. JUUAN HUXLEY Framhald af bls. 2 eins og maðurinn hefði skyndilega ver- ið skipaður forstjóri mesta fyrirtækis sem til er, þ.e.a.s. framþróunarinnar — skipaður án þess hann væri spurður hvort hann kærði sig um starfann, og án hæfilegs fyrirvara eða undirbún- ings.“ Hin gamla mynd af náttúrunni „með kjaft og klær“ á ekki við um mann- legt þjóðfélag, segir Huxley, og hömlu- laus samkeppni er ekki líkleg til að verða mannkyninu til hagsbóta. Guðs- hugmyndir trúarbragðanna geta ekki heldur gegnt gagnlegu hlutverki í fram- þróuninni, að hans áliti. Eigi að síður telur hann sig trúhneigðan mann. J ulian Huxley hefur alltaf dáð hinn ónotalega og stórgáfaða yngra bróður sinn, Aldous, og hefur sýnt verk- um hans meiri áhuga en Aldous hefur sýnt verkum Julians. Hann viður-' kennir til dæmis, að menn geti lifað annars konar vitundarlífi en venjulegt er. Hann hefur varúðarfullan áhuga á trúarlegri og dulrænni reynslu, og fylgist náið með tilraunum og kenning- um bróður síns í sambandi við á'hrif örvandi lyfja, eins og mescalíns, en hann leitast jafnan við að gera sér grein fyrir líffræðilegum upptökum og merk- ingu slíkra fyrirbrigða. Heimurinn á yfirstandandi tíma mundi koma Darwin svo fyrir sjónir, að hann væri bæði furðulegur og óör- uggur. -En hann mundi gleðjast yfir þeirri þróttmiklu þróun sem hans eig- in kenningar hafa átt hlut að. Ótrú- legt er að þær hefðu þróazt svo sem raun ber vitni eða orðið nútímanum jafnæsandi umræðuefni og þau voru fyrir 100 árum þegar Thomas Huxley kappræddi við Wilberforce biskup um það, hvort forfaðir hans hefði verið api, ef ekki hefði komið til óvenjuieg starfsorka og fjölhæfni hins frjálshuga og mannúðlega ævintýramanns, Sir Julians Huxleys. 13. tölublað 1062 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Q

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.