Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 5
 ■ 'V - SllSt •. ■fti mm 1111 §* ' Aldous Huxley A f* LDOUS HUXLEY, hinn mikilvirki og fjölhæfi rithöfundur og dulspekingur, hefur sent frá sér nýja skáldsögu, „Island“ (Eyland), sem er að sumu leyti í stíl við hina frægu bók hans, „Brave New World“ (1932), þar sem skáldið dró upp mynd af skelfingum framtíðar- innar í þjóðfélagi sem hefur verið vísindalega skipulagt til að tryggja hámarksafköst þegnanna Bókin hef ur komið út í um 30 útgáfum á frum málinu og þykir meðal merkustu verka höfundarins, enda er hún skrifuð af mikilli skarpskyggni og kaldhæðni, eins og raunar má lesa út úr nafninu. í nýjustu skáldsðgu slnni fjallar Aldous Huxley enn um ímyndaðan heim, útópíu, en með öfugum formerkj um. „Xsland“ er sem sé lýsing á hinu fullkomna sælulandi og því þjóðfélagi, sem höfundurinn kysi helzt að lifa í. Bókin er samin sem skáldsaga, en það er dálítið erfitt að leggja mælikvarða skáldsögunnar á hana, þar sem hér er fjallað um efni sem er víðs fjarri hinum hversdagslega veruleik fortiðar og nú- tíðar. Vettvangur sögunnar er eyland, sem höfundur nefnir Pala og er ein- hvers staðar í námunda við Indónesíu. Fyrirmyndin er sennilega Bali, því eyj- an er jarðnesk paradis, byggð þokka- fullum og fagursköpuðum kynstofni. Söguþráðurinn er í stuttu máii sá, að vestrænn blaðamaður, Will Farnaby, spilltur og vonsvikinn, kemur í heim- sókn til Pala. Verkefni hans er annars vegar að viða að sér efni fyrir blað sitt, en hins vegar að útvega olíufélagi, sem ritstjóri hans er hluthafi í, fótfestu á eyjunni, sem býr yfir auðugum oliu- lindum. Farnaby finnur fljótlega að hann er kominn til paradísar, en kemst jafnframt að raun um að henni er ógnað af nágrannaríkinu, Rendang, sem lýtur einræðisstjórn herforingja, er hyggur á landvinninga og útþenslu. Farnaby ger- ir samsæri við hina spilltu drottningu og kynvilltan son hennar til að tryggja olíufélaginu hlunnindi á eynni, en bregzt hlutverki sínu, þegar hann kynnist lifsviðhorfum íbúanna og því fyrirmyndarþjóðskipulagi, sem þeir búa við. ]\í eginhluti bókarinnar er helgað- ur ýtarlegum lýsingum á þessu frábæra þjóðfélagi og hægfara sinnaskiptum Farnabys. Hann segir skilið við skugga- lega fortíð sína og siðlausar fyrirætlan- ir, en honum tekst hins vegar ekki að koma í veg fyrir innrás úr nágranna- rikinu, sem leggur paradís eyjarinnar í rúst. Sagan endar því með skelfingu. Þjóðfélagið sem Huxley lýsir er í hæsta máta sérkennilegt, enda hafa hans eigin hugmyndir um fullkomleik- ann ráðið mestu um gerð þess. Þar er sakleysið allsráðandi og trúin sterkur þáttur í lífi fólksins. Enda þótt íbúarnir kæri sig ekki um að græða á olíulind- unum, standa þeir í skilum við um- heiminn með þvi að stunda gullvinnslu, endurbæta akuryrkju sína og halda uppi takmörkun á barneignum. Allir hafa nóg að híta og brenna. Uppfræðsla og menntun eru í samræmi við ströng- ustu kröfur nútímans. Vandræðabörn eru uppgötvuð áður en þau fara að tala og fá skilningsríkt uppeldi, sem læknar þau af óartinni. Árásarhvötum er beint í heilnæma farvegi og nýjustu uppgötv- unum sálarfræðinnar beitt til hins ýtr- asta. Dáleiðsla tryggir kvalalausar fæð- ingar og skjótan bata. Taugaveiklun er næstum óþekkt fyrirbrigði og fjölskyldu tilfinning sömuleiðis. Hvert barn getur valið á milli 20-30 foreldra. Djúpfryst sæði afburðamanna er tilkvæmilegt þeim sem hafa áhuga á gervifrjóvgun. Tízkan virðist vera sú, að hjón eignist fyrstu tvö börnin með eðlilegum hætti, en hin börnin með gervifrjóvgun. Til að tryggja andlegan unað, upp- hafningu og hugljómun eru svo til undrasveppir, sem færa mönnum dul- íæna reynslu, koma þeim upp á æðri svið, skapa í þeim samúð og andlegt jafnvægi, gefa þeim „þekkingarlausan skilning“. Trúarbrögð íbúanna bera sterkan keim af búddhadómi, en eru blönduð persónulegum hugmyndum höf undarins. Hann virðist hafa safnað í bókina öllum þeim hugmyndum — fé- lagslegum, vísindalegum, trúarlegum og Frh. á bls. 11. u tópía er eitt þeirra sérkenni- legu oröa bókmenntanna, sem flest- ar menningartungur hafa inrilimaö. Orðiö merkir nánast „paradísar- land", „draumaríkiö‘, „sœlueyja‘‘ — hiö fullkomna þjóöfélag. Þaö & heima í þeirri grein bókmennta, sem fjállar um ímyndaöan veru- leik, draumsýnir, hugaróra. Oröiö kom fyrst fram á 16. öld sem titill á bók eftir enska rithöfundinn Thomas More. Hann skrifaöi um ímyndaöa sœlueyju í því skyni að gagnrýna pólitískt og félagslegt ástand samtíöarinnar og vekja í mönnum von um, að einhvem tíma % framtíöinni mundu mannúö og siögæöi veröa lögð til grund- vallar þjóöskipulaginu. More mynd- aöi oröiö „Útópía" úr grísku orö- unum „outis“ (enginn) og „tópos" (staður), svo það þýöir strangt tekiö .„óland" eða „staðleysa". Má í þessu sambandi minna á hiö fróö- lega rit „Ólandssögu“ eftir Eirík Laxdal (d. 1816). Hins vegar höfðu verk af þ e s su tagi veriö samin l ö n g u fyrir dag a Mores, og nægir í því tilliti aö benda á „Lýö veldiö“ eftir forngríska snillinginn P l a t o n , rit sem hefur haft pólitíska hugsun okkar daga. víötœk áhrif á í Evrópu fram á Þegar litið er í sjónhendingu yf- ir þessa sérkennilegu grein bók- menntanna, kemur í Ijós að Bretar hafa veriö langafkastamestir í henni. Tilgangur höfunda sem skrifa um útópíur er ýmist sá að lýsa hinu fullkomna manrilífi og þjóöskipulagi eöa gagnrýna ríkj- andi ástand. Oft fer þetta tvennt saman. Meðal breskra höfunda, sem samiö liafa slík verk, má nefna Francis Bacon („New Atlan- tis“), Jonathan Swift („Gulliver’s Travels"), Daniel Defoe („Robin- son Crusoe“), H. G. Wells („The Modern Utopia“ og margar fleiri bækur), George Bernard Shaw („Black Girl“), D. H. Lawrence („The Plumed Serpent“), Jam- es Hilton („Lost Horizon") og nú síöast Aldous Huxley (,,Island“). Flest eiga þessi verk rætur í óánœgju meö menningu samtímans og trú á betra líf, ann- að hvort t faðmi náttúrunnar eöa t fuUkomnara þjóöfélagi. En brezkir höfundar hafa lika skrifaö um útópíur meö öfugum formerkjum, þ.e.a.s. skelfingarnar sem þjóöfélag framtíöarinnar kann aö leiöa yfir mannkyniö með tœkni og vísindum. Frœgastir slíkra höfunda eru Aldous Huxley („Brave New World“) og George Orwell („1981,“). Utan Bretlands man ég ékki í svipinn eftir nema örfáum útópíu- höfundum, og kunnastir þeirra eru Voltaire, Rousseau, August Strind- berg og Karel Capek. Sennilega á Karl Marx líka heima í þeim hópi, þó útópía hans hafi „holdgazt“ í afskrœmdri mynd. s-a-m. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.