Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 16
KONUNGAR eru ekki á hverju strái nú á dög- um og einvaldskonungar teljast hreinasta „raritet". Eg fylltist því nokkurri eftirvænting, þegar okkur fulltrúunum á körfuknatt- leiksþinginu í Casablanca, var tilkyxmt, að á ferð okkar til höf- uðborgarinnar, Rabat, myndi okkur gefast tækifæri að sjá konunginn. Hans hátign, Hassan II einvalds- kcnungur í Marokko, tók við ríki árið 1960, eftir föður sinn Moha- med V. Mohamend V var konungur af gamla skólanum. Hann átti 4 kon- ur og 28 hjákonur og tók þær allar með sér, þegar Frakkar sendu hann í útlegð til Madagaskar hérna á ár- unum. Síðar tókust sættir með Frökkum og Mohamed V og hann sneri heim aftur til ríkisins með all- ar konurnar. Frakkar veittu Mar- okkobúum síðan fullt sjálfstæði árið 1956, en konungur er einvaldur í ríki sínu. Hassan konungur II er ungur maður, liðlega þrítugur að aldri. — Hann hefir hlotið vestræna mennt- un og er fullur áhuga á að auka efnalegt sjálfstæði og velmegun þegna sinna, en ennþá eru Marokko- búar Frökkum háðir á margan hátt. Konungur hefir haft forgöngu um byggingu skóla og menntastofnana og hann hvetur þegna sína til að se-nda börn sín í skóla, stúlkur jafnt sem pilta. Ennþá er fáfræðin Þránd- ur í Götu Marokkó'búa, eins og svo margra annarra Afríkuríkja, sem bú- ið hafa við nýlendustj órn. Föstudaginn 20. okt. sl. komum við til Rabat. Borgin liggur á strönd Atlantshafsins og er hin fegursta. Háir borgarmúramir og Araba- hverfin minna á fortiðina, en breið- stræti og fagrar byggingar hinna nýrri borgarhluta, mundu sóma sér vel í hvaða höfuðborg, sem er. Klukkan var 11,45 þegar lang- eítir BOGA ÞORSTEINSSON ferðavagninn, sem flutti okkur, nálgaðist hlið á háum virkisgarði og gættu vopnaðir hermenn hliðsins. Þeir stöðvuðu þó ekki bifreiðina, heldur létu ferð okkar óhindraða og svo ókum við í konungsgarð. Fyrst var ekið eftir löngum trjá- göngum, en síðan framhjá tveggja hæða sambyggingum. Þar voru börn að leik. Okkur var sagt að þetta væru íbúðir lífvarðar konungs. Nokkru síðar nam bifreiðin stað- ar við torg eitt mikið. Ég gizka á að torg þetta sé hálfu stærra heldur en Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn. Þar var kominn saman mikill mann- fjöldi. Túristar frá ýmsum löndum, auk þegna konungs, sem vildu votta herra sínum hollustu. Við annan enda torgsins stóð kon- ungshöllin eða hallirnir, því þetta virtist vera heil þyrping af húsum, öllum sambyggðum, jafnvel af ólík- um stíltegundum. Þó voru hvolf- þök og grannir turnar mest áber- andi. Hinurn megin við torgið, and- spænis konungshöllinni, stóð mosk- an, guðshús þeirra Múhameðstrúar- manna. Þetta var allstór bygging, ferhyrnd, .með háum turni, minar- ettunni, en þaðan kallar muezzininn hina rétttrúuðu til bænagerðar. T. torginu hafði lífvörður kon- ungs fylkt liði. Það var glæsileg sjón, sem seint mun gleymast. Háir og þrekvaxnir Senegalnegrar, svart- ir eins og erfðasyndin, klæddir drif- hvítum einkennisbúningum, með rauðan linda og marglitan höfuð- búnað. Sólstafir glitruðu á gljá- fægðum hljóðfærum lúðrasveitarinn- ar, mjallhvítar tennur skinu í bros- leitum svörtum andlitum, og viti menn, það glampar á gull. Þegar betur er að gáð, þá virðast sumir lífverðirnir hafa hreinasta gullkjaft. Fylgdarmenn okkar upplýsa að líf- verðirnir séu með banlcabókina í murminum. Að vera með gulltenn- ur beri vott um dugnað og ráðdeild hlutaðeigandi og því sé ekki óal- gengt að menn láti þekja tennur sín- ar gulli, jafnvel þótt þeir hafi ekki eina einustu skemmda tönn. Fjær okkur, nær höllinni, er stór fylking riddaraliðs og hið næsta okkur, sitt hvorumegin við leiðina til moskunnar, eru lífverðir á hest- baki með stuttu millibili, en á milli þeirra standa fótgönguliðar vopnaðir rifflum. Riddaramir sitja teinréttir í söðlinum, sem er með háu baki og þeir reiða hátt oddhvöss spjót með gráenni veifu á toppi. Grænt var litur spámannsins. ______ Heit sól Afriku hellir geislum sín- um yfir höfuð okkar. Konungur á að fara í skrúðgöngu yfir til mosk- unnar til bænagerðar, því föstudag- ur er hvíldardagur þeirra Múhameðs trúarmanna. V ið biðum og bíðurn; klukkan er að verða eitt þegar hallarhliðjn ljúk- ast upp og það kemst hreyfing á mannfjöldann. Út um hallarhliðið kemur hópur manna í ljósum kufl- um, ýmist með fez eða vefjárhött á höfði. Þeir skunda í áttina til mosk- unnar. Þeir eru hálfnaðir yfir torg- ið þegar lúðrar eru þeyttir. Gull- inn og rauður vagn konungsins birt- ist í hallarhliðinu, dreginn af fjór- um gæðingum. Þeir kuflbúnu snúa sér að konungsvagninum og hneigja sig djúpt, svo að ennið nemur við jörðu, síðan herða þeir gönguna til moskunnar. Og nú hefst skrúðgangan. Fyrst fer riddaralið, síðan lúðrasveitin, sem leikur fjörug göngulög, þá flokkur fótgönguliða, sem slá skjald- borg um vagn konungs og að lok- um rekur riddaralið lestina. Lúðrarnir gjalla, bumbur eru knúðar og áhorfendur hylla konung með óstjórnlegu væli. Allah og Hass- an er síendurtekið í ólíkustu tón- tegundum, sumir reita hár sitt og falla flatir þegar vagninn ekur fram hjá. Fylkingin mjakast hægt í áttina til moskunnar. Það smellur í myndavél- unum, sólin glampar á gullið á kon- ungsvagninum, hestamir frísa og rússnek kerling með skegg á efri vör ryður mér tiíl hliðar til að geta kvikmyndað konunginn. Við sjáum fylkinguna stað- næmast fyrir framan moskuna. Kon- ungur stígur úr vagninum og geng- ur í guðshúsið. Innan tíðar berast ferleg hljóð frá byggingunni. Á framhlið moskunnar er komið fyrir stórum gjallarhornum og þaðanber- ast hljóðin. Bænasöngur Múhameðs- trúarmanna er ákaflega sérkenni- legur fyrir íslenzk eyru. Langir, dregnir tópar, sem enda í skerandi veini eins og verið sé að misþyrma ketti. Og þegar ég er að furða mig yfir þessum óhljóðum, þá fer ég að hugleiða, að íslenzkur sálmasöngur var ekki upp á marga fiska í mínu ungdæmi og skyldi Marokkómönn- um finnast rimnakveðskapurinn okk- ar vera öllu hljómfegri heldur en mér finnst sálmasöngurinn ■ þeirra? Ég held ekki. Nú kemst hreyfing á skrúðgöng- una konungurinn snýr til baka til hallar sinnar. Skipulag fylkingar- innar er svipað og áður, nema nú er vagninum ekið tómum, því konungur kemur ríðandi á glófext- um gæðingi. Það er teymt undirkon ungi og stutt við ístöð hans og við hlið reiðslcjótans gengur risavaxinn lífvörður og heldur rauðri sólhlíf yf- ir höfði konungs. Hassan konungur heilsar brosandi á báða bóga, fagnaðarhrópin gjalla og áhorfendur klappa þegar konung- ur fer framhjá. Jafnvel sú rússneska hættir að kvikmynda og klappar líka svo svitinn perlar á svörtu yfirvara- skegginu. Konungurinn riður inn um hallarhliðið og athöfninni er lokið. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.