Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 8
■1 djassheiminum eru tuttugu ár langur tími. Og tónamál djassins hefur í nærri tuttugu ár fylgt hug- myndum saxafónleikarans Charlie (,,Bird“) Parkers og trompetleikar- ans Dizzy Gillespies. Þessi nútíma- djass hlaut í upphafi illa valið nafn, „he bop“. Ekki er ýkjalangt síðan tónlist Parkers og Gillespies olli jafn vel áköfum djassunnendum hneyksl un og reiði, en nú er alltítt að finna vinsælar „léttari“ útgáfur hennar. þetta brenna við framam af. En síðustu fúgur kvartettsins eru ósviknar impróvís eraðar djassfúgur, en ekki bein staeling á Bach. Einn athyglisverðast- djassleikari síðari ára er hinn byltingagjarni píanó leikari Thelonius Monk. Hann hefur verið meðal fremstu djassleikara síðan 1941, og hefur verið að reyna nýjar leiðir allan þann tíma, en um leið er eins og hann bergmáli djassinn allan Nú er ný djass stefna að hefjast til veg-s; og aftur verða áberandj og rót- tækar breytingar frá því, sem á undan fór, tilefnið til hneykslunar og andmæla sumsstaðar í djassheiminum. Vegna skorts á betra nafni er hún oft nefnd „nýjungin", aðrir nefna hana „geimtón- list“, en með talsverðum rétti hefur hún lílka verið nefnd „atónalískur djass“. Hvað sem hún annars nefnist, eru all ir sammála um að einn helzti forvígis- xnaður hennar sé altsaxófónleikarinn Ornette Coleman. Fyrir tveim árum sagði píanóleikarinn og tónskáldið John Lewis um hljómsveit hans: „Ég hef aldrei heyrt neina leika saman eins og þá. Ornette er að vissu leyti arftaki Oharlie Parkers. Hann staelir ekki Bird, heldur tekur við þar sem hann hætti ti Til glöggvunar er rétt að rifja upp sögu djassins. Frá 1920—40 var talað um stíl hinna ýmsu borga, en fram yfir 1940 var raunverulega stíll Louis Arm- strongs einráður í djassinum. Arm- strong kom með margar snilldarnýjung ar sem djassleikarar og tónskáld voru að vinna úr á þessum árum. Á árunurn rétt fyrir 1940 lék tónskáld ið Duke Eilington það, sem nefna mætti persónulegan samruna alls djassins, sem lei'kinn hafði verið undir forustu Louis Armstrongs. Leikur hljómsveitar hans var meira en snilld eins _ einleik- ara, eða röð af einleiksköflum. í útsetn- ingum hans vinna tónskáld, hljómsveit Og einleikarar saman að sköpun heild- ar, sem er langtum meira en hin ein- stöku atriði samanlögð. J. stærstu dráttum má líta á sögu djassins sem sveiflur frá nýjungunum — Armstrong og Parker — til form- eköpunar og samruna, eins og hjá Ell- ington. Þetta er að vísu helzti mi'kil ein földun, en rneð því fæst samhangandi mynd af djassinum, þvi annars er saga hans öll á ringulreið. Eitt grípur athyglina þegar í stað: djassinn breytist ekki vegna duttlunga, hann er án efa fullgilt listform. Allar meiri háttar nýjungur leiða af sér margra ára þróun og formleit. Nýjungar Parkers og Gillespies hafa einnig leitt til frekari þróunar og heild- arsköpunar, en enginn einn snillingur hefur gnæft yfir aðra. Reglu og form er að finna hjá fámennum kjarna tón- skálda, hljóðfæraleikara og hljóm- sveita. Ein slík hljómsveit er The Modern Jazz Quartet. Hún hefur verið allum- deild. Sumir segja, að hún taki að láni úr klassískri tónlist, án þess að „þýða á mál djassins". Og satt að segja vildi í samþjöppuðu formi. Verk hans er aðgengilegast, þegar hann umskapar eitthvert vinsælt smá- lag og gerir úr því raunverulegt pianó- verk með nýjum samhljómum og hin- um frumlegustu tilbrigðum. Monk gerir mikið af að leika tilbrigði við eldri lög. En hann skreytir þau ekki, heldur dregur þau saman og endurskap ar þau. Hann hefur einnig samið meiri hátt- ar verk, sem eru alls ekkj „lög“, held- ur tónsmíðar fyrir hljóðfæri, eins og beat sést á því, að hlustandann langar ekki til að blístra þær á leiðinni heim, heldur til að heyra þær leiknar aftur. Monk hlaut frægð árið 1958, en þá var hann þegar búinn að vera i fremstu röð í fimmtán ár. Um sama leytj og Monk varð fræg- ur kom fram á sjónarsviðið tenórsaxó- fónleikarinn Sonny Rollins, sem einn- heldur er tónverkið eins og samræða milli djasskvartettins og strengjakvart- ettsins. Schuller byggir verk sitt á spenn unni milli þessara tveggja listgreina, notar djassinn sem slíkan og treystir djassleikurunum til að skila sínu hlut- vérki. J. fimm ár hafa breytingar leg- ið í loftinu. Margir hinna beztu tón- listarmanna hafa stigið skref í átt til atónalisma, þar á meðal bassaleikarinn Charlie Mingus og trompetleikarinn Miles Davis. Eins og stendur koma fram daglega í New York menn, sem leika „nýjung- ina“. Einna helztir þeirra, sem hlotið hafa viðurkenningu, eru Cecil Taylor píanóleikari og Ornette Coleman. Tayl- or er fullmenntaður tónlistarmaður og hefur hrifizt og orðið fyrir áhrifum aif J árslok 1959 byrjaði hann með eigin kvartett í „Five Spots“ í New York, og brátt var alltaf fullt hús. Margir fréttamenn komu, sumir aðal- lega vegna þess, að hann leikur á ó- dýran, hvítan plastsaxófón. Einnig komu margir kunnáttumenn, þar á meðai Leonard Bernstein, sem varð afar hrif- inn. Tónlist Colemans ættj að vera leik- manni, sem ekki hlustar eftir samhljóm unum, aðgengilegri en sérfræðingum. Tilbrigði hans eru um allt mögulegt: ein hvern tónastiga, geðblæ hans sjálfs, til- finningar, eða hljómfall laglínunnar, og það er ekki erfitt að skilja list hans. Hlustanda, sem bregst við á réttan hátt, verður að orði: „Hann talar, hlær og grætur í einu“. Hljómfallið hefur tekið miklum fram Framhald á bls. 12 . EFTIR MHRTSN WILLIRMS Stytt úr Harper’s Magazine Hann fék'k síðar hjálp hjá plötufram leiðandanum Lester Koening í Los Angeles og John Lewis, sem útvegaði honum samning við Atlantic Records í New York. Charlie Parker er faðir nútíma djassins. Hann varð frægur upp úr 1940. ITann dó 12. marz 1955. Teikning eftir Burt Goldbiatt. ig hefur stuðlað að reglu og samruna I nútíma djassleik. Hið 11 mínútna langa verk hans „Blue 7“ er eitt athygilisverð asta djassverk, sem til er á plötu. I verkum Mönks má finna vísi að „nýjunginni": frjálsa og frumlega notk un djass-hljómfallsins, og hitt, að Monk lætur oft laglínuna ákveða stefnu sína sjálfa, svo lengi sem hún er fagurfræði lega röikrétt. En með þessu fer hann oft yfir taikmörk tóntegundarinnar, sem hann hefur valið sér. Monk hefur þann ig gert djassinn nærri atónalískan. Djass hefur á síðustu árum stund- um verið tvinnaður saman við klassíska tónlist, og hefur þetta verið nefnt „The third stream“ (Þriðja stefnan). Þetta hefur oft mistekizt. Undantekning er „Conversations“ eftir Guntlier Schull- er, sem var leikinn á Town Hall Con- cert 1959 af Beaux Arts strengjakvart ettinum og The Modern Jazz Quartet. Þai- reynir hvorugur að apa list hins, Bartok, Stravlnsky og Schönberg, með- al annarra. Ornette Coleman fann atónalískan djass á annan hátt. Hann er hógvær, sjálfmenntaður ungur maður frá Forth Worth í Texas. Hann lærði tónfræði af bókum, sem hann rakst á af tilviljun, og var fljótt farinn að skrifa niður verk sín með táknum, sem enn valda mörgum félög- um hans erfiðleikum við lestur. Um 1950 var hann farinn að leika stíl, sem margir kalla enn lagleysu og þekking- arskort. Ef til vill hefur það haft talsvert að segja, að hann lærði af píanóbók systur sinnar, sem var rituð í C-dúr, en lék að sjálfsögðu í Es-dúr á altsaxófóninn. Þetta varð til þess, að hann lærði að hlusta á tónasambönd, sem aðeins bylt ingarmenn í klassískri tónlist hefðu notað, og álíta þau rétt. Ornette lék fyrst í litlum „rythm and blues“ hljómsveitum — sem eru fyrir- rennarar rokksins. Honum var sparkað úr þeim fyrir að „vera með be bop- læti“. Ornette Coleman DJASSHEIMINUM 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.