Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 10
SuftlAVIÐTASLIÐ Hver er uppáhaldsmatur eiginmannsins F R Ú Hafdís Einarsdóttir, kona Jóns Jakobssonar, taeknifræðings, svarar: Kjöt, steikt og brasað, er alltaf mesta eftirlætið, en fiskur yfirleitt ekkert eft- irsóknarverður. Mér dettur í hug einn réttur, hand- hægur og gómsætur, a. m. k. finnst manninum mín- um það: Ég kaupi hakkað nautakjöt, steiki það á pönnu eins og smáar og þunnar buffsneiðar, strái yfir salti og pipar. Með þessu ber ég hráa eggja- rauðu (skemmtilegt að hafa hana í skurninni). Einnig saladblöð, hakkað- an (hráan) lauk, smátt brytjaðar rauðrófur, asíur og spaghetti. Tómatsósa er ágæt með þessu og loks nstað brauð. Þetta gerir alltaf jafnmikla lukku. Þeir sögðu ... Ef þjóðernisstefna kemst inn í bókmenntir hætta þær að vera bókmenntir. — William Faulkner. Ef Bretar ganga í Mark- aðsbandalagið verður heill hópur stjórnmálamanna að éta eigin orð — og annar hópur að brjóta loforð sín. — Balfour lávarður. Risaþota Þetta er þota, það er al- veg rétt. Myndin er tekin ■aftan frá og það er stélið, sem gnæfir við himininn. Hún er brezk, Vickers VCIO, nýjasta farþegaþota Breta, sú stærsta og afl- mesta, sem smíðuð hefur verið fram til þessa, segja þeir. Myndin var tekin þeg- ar ferlíkið, fyrsta sinnar tegundar, var dregið út úr verksmiðj-unni. Hreyflarn- ir eru fjórir. komið fyrir afstast á búknum, eins og greinilega sést á myndinni. VCIO á að fljúga með 600 mílna hraða, hún hefur sæti fyrir 150 farþega, og stærri gerð af VC10, sem bráðlega sér dagsins ljós, mun flytja 180 farþega. En þessi þota er um 53 metrar á lengd, vænghafið 47 m og stélið er tæplega 14 m hátt. Ekk- ert smáræði. — Þessi fyrsta VC10 hefur enn ekki flogið, fer væntanlega í fyrstu ferð ina í lok maí Þegar hafa 54 slíkar verið pantaðar hjá verksmiðjunum og andvifði þeirra ásamt varahlutum er 180 millj. sterlingspund. FALLEXI EÐA KJÖTEXI — 12381 — Já. — Hvar er þetta? — Hvert ætluðuð þér að hringja? — Ja, ég ætlaði að hringja í einhvern sómamann. — Hann er ekki hér. — Nei, mig grunaði það. Annars er þetta á Morgun- blaðinu. Við völdum númer af handahófi, án þess að fletta í símaskránni, ætluð- um að fá stutt símaviðtal. — Þið verðið sjálfsagt að reyna oft, ef þið ætlið að ná í sómamann. — Haldið þér, að það sé erfitt? — Já, þeir eru ekki á hverju strái nú á dögum. — Gætuð þér gefið okkur einhver ráð? — Nei, ég baknaga helzt aldrei náungann. — Baknagar náunginn yð- ur? — Ég geri fastlega ráð fyrir því. Hvers virði eru þeir ann- ars, sem ekki eiga einhverja öfundarmenn? — Segið mér. Eruð þér heima hjá yður, eða á vinnu- stað? í rauninni hvort tveggja. Ég vinn hérna og hér er mitt annað heimili, en ég hvorki sef né borða hér. Ætluðuð þér kannski að bjóða mér í mat? — Nei, ég var að vona, að þér væruð heima hjá yður og munduð bjóða mér í mat. — Ég borða aldrei í há- deginu. — Jafnvel ekki þó þér vær- uð boðnir í mat? — Yfirleitt ekki. — í megrunarkúr? — Nei, en ekki mundi af veita. — Þetta er erfið vinna, sem þér stundið. — Já, meira en lítið. — Góðar tekjur? — Ekkert allt of góðar, samt þolanlegar. — Og í hverju er starfið fólgið? — Ég teikna aðallega. — Hús og hlöður? — Hvað sem er. — Arkitekt? — Nei. — Auglýsingar? — Já, meðal annars. — Bókakápur? — Já. — Eruð þér nýbúnir að kaupa yður bíl? — Já. — Og hafið vinnustofu á efstu hæð í Búnaðarbankahús- inu. — Já, hvernig vissuð þér það? — Heyrðu, Atli Már. Vertu ekki að þessum leikaraskap. Ég hef einmitt náð í sóma- mann! — A ég að skella á þig? — Ertu byrjaöur á jólabók- unum? — Nei, en ég er að byrja. — Þú ert þá byrjaður að lesa? — Nei, ekkert að ráði. — En gerirðu það ekki yfir- leitt — að lesa bókina áður en þú teiknar kápuna? — Ég vil helzt gera það — og geri það mjög oft. En þess- ir útgefendur koma svo oft á síðustu stundu, að mér vinnst ekki tími til að lesa allar bækur vel. Ég verð þá að fara yfir þær á hundavaði — og það er miklu verra. Það er í rauninni nauðsynlegt að geta lifað sig inn í söguna, þegar maður teiknar kápuna, ef hún á að þjóna sínum til- gangi. Annars er hætt við mistökum. — Hefur þú lent í slíku? — Nei, aldrei. En ég veit dæmi þess. Eitt sinn kom út- gefandi til manns nokkurs og bað hann teikna bókarkápu. Hann hafði handritið ekki með, sagði að enginn tími væri til að sökkva sér niður í bókalestur, því bókin ætti að koma út eftir nokkra daga. Á bókarkápunni ætti að vera öxi, því bókin héti „Öxin“. — Svo kom bókin út og á káp- unni var franska fallöxin í sinni hrikalegustu mynd. Seinna fékk teiknarinn bók- ina og las hana. Þetta var sjómannasaga og þungamiðja hennar var morð. Sjóari drap skipsfélaga sinn — með kjöt- exi. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.