Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 6
Grindavík um aldamdtin Eftir SÆMUND TÖMASSON r EBRÚAR 1962. — í dag er kyndilmessa. Þá skyldu allir vermenn komnir til Suðurnesja og Grindavíkur, hver að sínum keip, eins og sagt var hjá okkur í Grindavík allt fram yfir síð- nstu aldamót. Við næsta dag í almanak- inu stóð: „Vetrarvertíð hefst á Suður- landi.“ A seinni árum virðist vetrarvertáð ætíð talin frá hverjum áramótum og um þau tímamót vill því hugurinn hvarfla til þeirra löngu liðnu daga, aft- ur til aldamóta. Þá þóttu það ekki nein undur þó ekki væri hægt að komast á sjó hvern dag. í>á voru fleyturnar smærri og aðeins opnir bátar, áraskip. Gæftir á þorra — ógæftir á góu Oft var tekið þannig til orða: „Það (hefnist fyrir þorrahlutina." Þar með var átt við, að ef góð tíð, stillur og gæftir, væru á þorra, þá væru líkur fyrir ótíð og ógæftum á góu, þegar vænta mátti mestra fiskgengdarr Það kom stundum fyrir, jafnvel snemma á góu, að allt varð fullt af loðnu, fiski og fugli. Oftast var það í vondu veðri, brimi og óláturn, svo ekki var viðlit að komast út fyrir sundið, á fiskimiðin. Fyrir kom þó stundum að fært væri út á sjóinn þegar sílferð var, oftast þó ör- stutt út fyrir sundið sem kallað var. Jafnvel í frosti og byl. þá aðeins með handfæri, með einum öngli. Það voru stórir önglar, kallaðir þorskönglar, með tinsíld á leggnum fyrir ofan buginn. Engin beita er var höfð til að byrja með. Þorskanet þekktust ekki fyrir austan Reykjanes fyrr en eftir aldamót. Þorskurinn var þá svo óður, að ýmist gleypti hann öngulinn eða öngullinn kræktist í fiskinn, sem var bókstaflega kjaftfullur af síli (loðnu). Hún kom oft lifandi í gusum framúr fiskinum, þegar honum var kippt inn í skipið. Þar kom nóg beita. Á eftir var ek'ki öðru beitt á færum en síli. Það kom fyrir að menn tvi- og jafn- vel þríhlóðu skip sín á einum degi, þeg- ar bezt lét. Þá var uppi fótur og fit, bæði hjá ungum og gömlum, körlum og ikonum, og gaman að lifa. En þetta var nú um aldamótin í Grindavík og sést ekki lengur, því mið- Sílferðir og súlan Það var oft spennandi fyrir okkur strákana að horfa á „sílferðina". Þar var margt að sjá, loðnan (sílið) fyllti víkina (Járngerðarstaðavík) og kom upp í lón á fjörunni. Þar vorum við að busla og veiða loðnu í pokaháfa. Oft sást þorskurinn velta á skerjum í fjörunni. Hann elti sílið bókstaflega upp í Iand. Það kom fyrir að þorska rak upp í fjöru á víkinni, sjórinn fullur af síli og þorski, en. svartur af fugli, æðarfugli og allskonar svartfugli. Uppi yfir öllu þessu sveif súlan og annar hvítfugl, svo ekki sást yfir víkina. Mesta yndi höfðum við strákarnir af súlunni. Hún steypti sér úr háa lofti, lagði vængina saman og stakk sér beint niður í sjóinn til þess að ná í sinn skamrnt af góðgætinu. Það kom jafnvel fyrir að hún rotaðist vegna þess hvað Bátar í Grindavíkurfjöru um aldamót in. — Þá þekktust aðeins opnar fleyt- ur, sem gengu fyrir handafli. grunnt var og stutt til botns, þegar hún kom úr háloftinu. Nú sést þetta ekki lengur fremur en margt gamalt og gott, en annað er kom- ið í staðinn, bæði gagnlegt og glæsileg nútíma vertíðarfleytur og þeirra nýj-u veiðarfæri og veiðiaðferðir. Fiskleysið ekkert undarlegt Mér kemur iíka í hug viðtal sem ég átti við gamlan kunningja minn úr Grindavík. Ég hripaði það upp lauslega og læt það fylgja hér með að gamni, til samanburðar á því sem var og er nú orðið. Það mun hafa verið seint í apríl f fyrravetur að ég hitti þennan gamla kunningja úr Grindavík á götu. Ég spurði hann auðvitað um aflabrögð þeirra þar. Hann lét lítið yfir því. „Það er sára trekt, enginn afli fyrir sunnan, enginn fiskur,“ bætir hann við. Þessi maður er kominn á fullorðins ár og man því eftir meira fiskeríi á vetrarvertíðum þar syðra. „Þetta er ekkert undarlegt," varð mér að orði, „eða hvernig heldur þú að bú- skapurinn væri hjá sauðfjárbændum sem legðu allt kapp á að lífláta ærnar sínar jafnvel fyrir sauðburðinn, já og svo kæmu jafnvel líka óviðkomandi til að lífláta sem mest af stofninum." En það er einmitt þetta sem hefur verið að gerast undanfarna áratugi á Selvogsbanka og víðar, allt frá fyrstu árunum eftir aldamót og þó allra mest á síðustu áratugum. Síðan skip í hundr- aðatali, stór og smá, með djúpriðin þorskanet, og togararnir með vörpur, (jafnvel 'hátt og lágt í sjónum) fóru að hringsóla um hrygningarstöðvarnar all- an tímann, sem á 'hrygningu stendur. Það er sannarlega ekki við- góðu að búast. Aðferðir dr. Bjarna Sæmundssonar Ég hafði orð á því við þennan Kunn- ingja minn, að nú þyrfti að taka upp aðferð dr. Bjarna Sæmundssonar, þegar hann fór sína vertíðartúra austur á Sel- vogsbanka með Guðmundi Jónssyni — aflagóngi þeirra tíma — á „Skalla- grími“, togara Kveldúlfsfélagsins. Dr. Bjarni sagði mér ýmislegt frá þeim ferðum sínum, sem hann hafði mikla ónægju og gagn af við ýmsar rannsókn- ir. Meðal annars sagði hann mér frá því, þegar hann tók hrogn og svil úr gjótandi spillifandi fiskinum tók það i fötur með hreinum sjó. Það blandaðist saman í fötunni, svo helti hann því í sjóinn aftur. Hann taldi miklar lí'kur til að hrognin hafi frjóvgazt. Þannig taldi hann hugsanlegt, að frjóvgun gæti farið fram meðan aðgerð stæði yfir, ef hreinn og lifandi sjór léki um dek'kið, meðan aðgerð á fiskinum færi fram. Um got- tímann rennur hrogn og svil sjálfkrafa úr fiskinum við hreyfingu fyrst eftir að 'hann kemur upp úr sjónum. Sérstak- lega taldi Bjarni heppilegar aðstæður, ef veður var hlýtt, helzt sólskin. Dr. Bjarni sagði mér einnig, að hann hefði tekið „prufur“ úr þessum fötum og get- að haldið því í eðlilegu lífsóstandi á með an hann hafði hreinan sjó til skipta. Þeg ar hann reyndi sjó hér úr ytri höfninni, dó allt fljótlega. Þetta sagði dr. Bjarni mér, og ég held að hann hafi haft von. um að þetta væri framkvæmanlegt í stærri stíl. Dr. Bjarni var ekki vanur að fullyrða neitt fyrr en eftir nákvæm- ar athuganir, en hér var aðeins um byrjun að ræða hjá honum, og mjög illt að segja nokkuð um árangurinn. Eftir að ég hafði sagt Grindví'kingn- um þetta, vorum við svo bjartsýnir, að okkur kom í hug að þarna væri gott og göfugt starf fyrir yngstu sjómannsefmn okkar að hjálpa móður náttúru með viðhald fiskstofnsins við strendur lands ins okkar og bæta fyrir gamlar syndir annarra. Jafnvel kemur til greina að 'hafa þessa aðferð á sem flestum skip- um ok'kar, meðan hrygning stendur yf- ir, og mætti byrja strax á næstu vertíð að einhverju leyti. Það væri fróðlegt að heyra hvað fiskifræðingar okkar segja um þet'a, hvort það er hugsanlegt að framkvæma það, eða hvort það er tilgangslaust og óframkvæmanlegt? Ritað á Kynditmessu 1962 Sæmundur Xómasson. SOLVEIG - SÓLVEIG M, LARGIR hafa bent mér á, síð- an ritið Arnardalsætt kom út, að sér finnist að illa fari á því þar, að kvenmannsnafnið Solveig, er þar ávallt sett með o (þ.e. óbroddað) en ekki með ó, þar eð nafnið sé dregið af sól. Mér hefir þá hugkvæmzt að benda þessu fólki á það, að Sol- veig, en ekki Sólveig hafi lengst af verið skrifað og prentað á íslandi og þótt fullboðleg íslenzka. En mig grunar að ýtt sé undir þennan skiln- ing, enda sagði mér einhvern tíma mikilsvirt húsfreyja hér, að sér hefði orðið það á fyrst er hún kom í skóla hér, að skrifa nafnið Solveig upp á gamla mátann, en það hefði verið strikað í það og henni sagt, að hún ætti alltaf að skrifa Sól en ekki Sol í þessu nafni og skildi ég fljótlega að hún taldi mig vera á tæpu vaði þarna. Þó er þess að geta, að ég hefi átt viðiaeður um þetta við menn sem hafa haft íslenzku og norrænu að sérgrein og hafa þeir hiklaust látið þau orð falla við mig, að nafnið Sol- veig sé ekki dregið af „sól“, og smækkunarorðið Solla ávallt notað þannig, þar sem þeir til þekki. Hinn margfróði prestur, Jón Jóns- son að Stafafelli, skrifaði um íslenzk mannanöfn í Safn III. árið 1902 og dettur mér í hug að taka upp það sem hann segir einmitt vegna þessa nafns og lofum við honum nú að tala: „119. Sal-, Sól-, Söl-. Allir þessir orðstofnar eru tíðkanlegir í manna- nöfnum, og er þeim optlega blandað saman, enda kann vel vera, að upp- runinn sé hinn sami, þótt ritháttur- inn sé mismunandi. Söl- gæti vel verið hljóðvarpsmynd af „salv“ (Sölvi fyrir Salvi, Sölmundur fyrir Salvmundur) enda þótt það hljóð- varp komi eigi alstaðar fram. í fornþýzku er til orðið salo c: dökk- leitur, og af sömu rótum mun runn- ið enska orðið sallow (gulgrár, föl- ur). Á voru máli hefir að fornu ver- ið til samstofna lýsingarorð sölr, með ákveðna greininum (hinn) sölvi, sem þýtt hefir annað hvort „fölr“ eða „blakkr" eða hvort tveggja. Mun hin síðari merking hafa upphaflega legið í karlmannsnafninu Sölvi (c: skolbrúnn) og héraðsnafn- inu Soleyjar (c: blökku, dökkleitu eyjarnar). Ekkert nafn með þessum stofni má algengt heita vor á með- al, nema Solveig, og hefir það að líkindum, eptir því sem hér er tekið fram, verið upphaflega borið fram Sölveig, en ekki Sólveig. Aptr á móti virðast nöfnin Sólborg og Sól- rúr. vera dregin af „sól“, og styrk- ist það af nöfnunum Sólbjartr (sem er eitt af nöfnum Örvandils stjörnu- hetju, föður Svipdags (Fjölsv. 47) og Sólbjört (sem tröllkonan Dís Kolsdóttir nefnir sig, er hún hefir brugðið sér í líki yndislegrar meyj- ar, Þorst. s. Vílc. (5. k.) í Fas. II. 63 bls.)“ Þannig mælist séra Jóni um þetta og ætla ég þar engu við að bæta, en aðeins taka upp einkunnarorð hans fyrir grein þessari: „Varðar mest til allra orða undirstaðan rétt sé íundin". (Lilja). Og hvað segir Þorsteinn um arfinn tungunnar? V. B. V. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.