Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Síða 1
26. tbl. Sunnudagur 24. september 1961 XXXVI. árg. Kristín Ölafsdóttir frd Sumarliðabæ Jaröskjálftinn á Rangárvöllum „Man eg æsku mína og jólin, man ég stutta græna kjólinn. Blómum skrýdda háa hólinn, hlaup og dansinn til og frá, það var ljúft að lifa þá, þegar blessuð sumarsólin, signdi mig á kvöldin. þá var gott að hafa hreinan skjöldinn.“ ÞAÐ var vorið 1894, sem faðir minn hafði lokið við að byggja nýa bæinn okkar. Þá hafði hann í annað sinn byggt upp öll bæar- hús að Efri-Sumarliðabæ, á þeim 36 árum, sem hann bjó þar. Auð- vitað án alls endurgjalds frá jarð- eiganda. Okkur systkinunum þótti bær- inn fallegur, með svört þil og hvítmálaða, stóra glugga, hvítar vindskeiðar, sem blöstu mót sól og suðri. Veggirnir í bæarrönd- inni voru hlaðnir úr gulrauðu mó- bergi, sem tekið var úr Steins- læk, vestur við Svartalækjarvað. Baðstofan portbyggð, og stofa undir loftinu, svo og búr og eld- hús, loft og geymslur. Stundum voru fundir sveitarinnar haldnir í stofunni. Stundum „böll“ og skemmtanir, þá var þröngt á þingi, en gaman samt. Foreldrar mínir tóku þátt í gleðinni, þannig, að þau gáfu því auga, að allt færi vel og fallega fram, og að allir skemmtu sér. Móðir mín og við systurnar með henni, sáum um veitingarnar, en þær voru kaffi, kleinur og lummur, stundum bún- ar til úr fínt möluðu bankabyggi. Það þótti okkur „herramanns mat- ur“. Engin takmörk voru sett um það, hvenær „ballinu“ skyldi ljúka. En lítið mun hafa verið sofið nóttina þá. Allir urðu að vera komnir til vinnu á venjuleg- um tíma. Eg held að það hafi aldrei brugðizt. Meðan dansinn dunaði niðri í stofunni, hafði faðir minn hjá sér mann uppi á loftinu, sem kunni að tefla skák. En faðir minn kunni að tefla, og hafði mjög gaman af tafli. í nýu húsakynnunum okkar fóru fram þó nokkuð margbrotin störf. að Reyðarvatni Kristín Olafsdóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.