Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 407 mold og timburbraki. Gaflarnir og suðurhliðin hengu uppi, skekktust og slúttu fram yfir sig. Allir kof- ar í bæarröndinni — sem þá voru býsna margir — lágu kolfallnir fram á hlaðið, þar á meðal ný- byggtmjólkurhús þar sem öllmál- nyta var geymd og mjólkurafurð- ir. Allt þetta lá fram á hlaðinu undir mold, grjóti og spýtnarusli. — ★ — Engum datt svefn í hug þessa nótt. Alltaf voru jarðskjálftakipp- ir. Börnin og gamla fólkið var úti á túni í tjaldi. Veðrið var dá- samlega fagurt. Mér er enn í minni hin óumræðilega fagra sólaruppkoma morguninn þann 27. ágúst. Flest af fólkinu var á gangi. Sumir fleygðu sér í nýa heyið í hlöðunni, þar lá ein af stúlkunum með hljóðum alla nóttina og leng- ur, varð aldrei jafn góð eftir hræðsluna í engjakofanum. Þegar fram á daginn kom dró úr jarð- skjálftakippunum, en jörðin stóð aldrei kyr. Þó fóru piltarnir að grafa eftir ílátum og moka ofan af matargeymslunum. Allt var sorglega eyðilagt, ílát og matur. Húsmóðirin átti t. d. stóran og fallegan skáp þar sem hún geymdi sparileirtauið sitt. Hann var allur brotinn á stofugólfinu. Ekki einn bolli, diskur eða glas óbrotið, þeg- ar það kom upp úr rústunum. Sama var að segja um matarbirgð ir heimilisins, allt var gjörsamlega eyðilagt. Piltarnir grófu og ruddu ofan af, þangað til einhver matur fannst, en allt var nær óætt, og engin mataráhöld nothæf. Mjólk- urföturnar höfðu gleymzt úti á kálgarðsvegg um nóttina, og því var hægt að mjólka kýrnar. Fljótt bárust jarðskjálftatíðind- in um sveitina, enda komu þau tíðindi víða við. Um hádegi (27.) Tómas Böðvarsson á Reyðarvatni. kom sendimaður frá séra Skúla og frú Sigríði í Odda með mat á hesti, nýbakað brauð og smjör. Það var góð sending. Allir settust á túnið í blæalogni og glaðasól- skini, borðuðu brauð og drukku mjólk. Það fylgdi og matnum frá Odda, að þau prestshjónin buðu fram alla þá hjálp, sem þau gætu í té látið. En það var venja þeirra heiðurshjóna, ef einhver vandræði steðjuðu að sóknarbörnum þeirra. Annars varð Oddastaður töluvert illa úti í jarðskjálftunum, þótt það væri æðimikið minna en að Reyð- arvatni, enda mun tjónið af jarð- skjálftunum hafa orðið einnamest þar á Rangárvöllum. Eftir þetta var lítið átt við hey- skap að Reyðarvatni, hirt það sem laust var. Það varð að fara að byggja bæarhús og penings- hús. Menn komu undan Eyafjöll- um, Fljótshlíð og Landeyum, hjálpuðu til að moka upp og byggja dag og dag. En þörfin var svo mikil og brýn fyrir bygging- arhjálp á öðrum bæum allt í kring, að það urðu nánast ígrip. Samt var það ómetanleg hjálp. Bráðlega fór Tómas bóndi með vinnumann sinn og marga hesta út á Eyrarbakka að sækja bygg- ingarefni og fleira, sem búið vantaði. — ★ — Ekki get ég ímyndað mér að Tómas á Reyðarvatni hafi nokk- urn tíma „borið sitt barr“ fjárhags- lega eftir jarðskjálftann mikla 1896. Sömu sögu hafa sjálfsagt æði margir bændur haft að segja. En ekki var kvartað, hvorki að Reyðarvatni eða annars staðar, það heyrðist ekki. Á þeim árum lá ekki á lausu hjálp frá því op- inbera. Bændur leystu sín vand- kvæði sjálfir. Að vísu var skotið saman og safnaðist nokkurt fé, sem útbýtt var meðal þeirra sem mestan skaða hlutu í jarðskjálft- unum. Mig minnir að Tómas að Reyð- arvatnj fengi 1200 kr. úr þeim sjóði. Það var betra en ekki neitt, en dugði lítið upp í allt það eigna- tjón, sem Reyðarvatnsheimilið varð fyrir. Eins og oft fyr og síðar reynd- ust Reykvíkingar hjálpsamir þeim, sem illa voru staddir þá. Þeir buð- ust til að taka börn af jarð- skjálftasvæðinu og ala önn fyrir þeim vetrarlangt, ef þurfa þætti, og þágu margir það. Sum börn voru alveg tekin í fóstur. Það var mikill velgjörningur. Frá Reyðarvatni fór ekkert barn suður. — ★ — Ekki hef ég, sem þetta rita, komið að Reyðarvatni síðan jarð- skjálftasumarið 1896. Þar er allt breytt. Tómas Böðvarsson og Guðrún Árnadóttir bæði dáin. Þau heiðurshjón. Börn þeirra hafa mannast vel, eru traustir þjóðfé- lagsþegnar, foreldrum sínum og þjóðinni í heild til gagns og sóma,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.