Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 41S Stjornendaskifu a Keflavikurflugvell L Moore aðmiráll tekur við yfirstjorn. ÞETTA GERÐIST í JÚLlMÁNUÐI SÍLDARAFLINN á vertíðinni fyr- ir norðan hefir verið mjög góður, og var um mánaðamótin júlí- ágúst orðinn rúmlega 1 milljón mál og tunnur, eða nærri helm- ingi meiri en á sama tíma í fyrra. Af aflanum hafa farið í salt rúm- ar 330 þús. tunnur, í bræðslu lið- lega 693 þús. mál og liðlega 15 þús. mál í frystingu. — Mestur hluti aflans hefir farið til Siglu- fjarðar. Færri skip eru á síldveið- um en í fyrra og hafa þau að einu undanskildu fengið 500 mál eða meira. Aflahæsta skipið um mánaðamótin var Víðir n úr Garði með 15.314 mál og tunnur. LANDHF.LGIN Ríkisstjómin varð við ósk Vestur- Þjóðverja um leyfi til veiða á sömu takmörkuðu svæðunum hér við land, innan 12 mílna fiskveiðilínunnar og Bretum hefir verið leyft til þriggja ára. Gegn því viðurkenna Þjóðverjar 12 mílna mörkin og síðustu útfærslur á grunnlínu (18.) BRÁÐABIRGÐLÖG Hinn 15. júlí gaf forseti íslands út bráðabirgðalög um breytingu á lausa- skuldum bænda í fast lán til langs tíma (23.) HEYSKAPURINN Tún spruttu yfirleitt seint vegna kuldakasta í júnimánuði þótt snemma grænkaði og vel voraði. Með júlí- mánuði fór sprettu allsstaðar vel fram og var sláttur viðast byrjaður og sumsstaðar vel á veg kominn um miðjan mánuðinn. Þurrkleysi tafði þó mjög fyrir hirðingu fyrst í stað, til dæmis var fyrsti eiginlegi þurrkdag- urinn í Þingeyarsýslu 20. júlí. Sama er að segja í Skagafirði og víðast á Norðurlandi. Votviðrasamt var einnig fyrir vestan og austan. Á Suðurlandi kom þurrkur ekki svo heitið gat fyrr en 25. júlí, en þá og upp úr því var miklu heyi bjargað í hús. tTGERÐIN Afli togaranna var tregur, er þeir hófu veiðar eftir verkfallið (5.) Afli dragnótabátanna bæði í Faxa- flóa og við Vestmannaeyar hefir ver- ið ágætur (5.) Samið um sölu á 5000 lestum af fiski til Rússlands (5.) Humarveiðar hafa gengið mjög sæmilega, nema hjá Vestmannaeya- bátum (12.) Um mánaðamótin jún-júlí voru frystihús innan vebanda Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna búin að frysta fisk samtals 20 þúsund lestir (12.) Afli togaranna glæddist nokkuð er á mánuðinn leið og fengu sumir góð- an karfaafla á Grænlandsmiðum. KJARADEILUR Samningar náðust milli iðnaðar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.