Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Page 12
192 . LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smásagan Skildingur Eftir írska skáldið Liam O'Flaherty ÞRÍR gamlir menn sátu á brim- brjótnum í Kilmillick. Þeir sneru baki að sjónum og horfðu undir sól til þorpsins. Létt gola barst utan af sjó og angaði sætum ilmi af sólvermdu þangi. Allt var með kyrrum kjörum í þorpinu fram- undan. Þar sást engin hreyfing nema hvað reykjarstróka lagði upp úr reykháfum húsanna. Þetta var sunnudagskvöld og allt unga fólkið hafði farið til Kilmurrage til þess að horfa á knattspyrnu. Gömlu mennirnir sögðu hver öðr- um sögur af stórum fiskum, sem þeir höfðu veitt í æsku. Skyndilega heyrðu þeir smella í segli og er þeir litu við sáu þeir hvar hvít léttisnekkja renndi upp að bryggjunni. Gömlu mennirnir stukku þegar á fætur og gengu nið«ur á bryggju til að horfa á bát- inn. Patsy Conroy, sem var þeirra röskvastur, tók á móti kastlínunni og festi bátnum. Svo gekk hann aftur til þeirra hinna. „Þetta er skínandi bátur“, sagði gamli Brian Manion, sá með æxlið bak við hægra eyrað. Hann ók sér öllum. „Svei mér, það hlýtur að vera dýrt viðhaldið á honum. Sjáið þið hvað allur koparinn er spegil- fægður, og það eru ullardúkar á káetugólfinu, eins og þið getið séð þarna í gegn um gluggann. Er það nú viðhöfn!“ „Það væri gaman að vera á honum svona vikutíma á fiskveið- um“, sagði Mick Feeney og saug rækilega upp í stórt og rautt nef- ið og það var eins og augun ætl- uðu út úr honum. Hann greip bá5- um höndum um staf sinn, hallað- ist fram á hann, stóð gleiður og góndi niður á bátinn. Patsy Conroy sagði ekkert. Hann stóð nokkuð til hliðar við þá og hafði stungið báðum hönd- um undir buxnastrenginn. Hann var nú 72 ára að aldri og var brattur og beinn í baki, en and- litið var gult sem bókfell og allt í hrukkum, hann var tannlaus og varirnar geifluðust. Augabrýrnar voru miklar og augun smá, og hann renndi þeim nú með mikilli gaumgæfni fram og aftur um bát- inn, eins og hann langaði að seiða eitthvað til sín. Hann var með gulan klút margvafinn um háls- inn, þrátt fyrir góða veðrið. „Hvar er næsta knæpa?“ kall- aði maður af þilfari bátsins. Hann var rauður í andliti, en í hvítum buxum og hvítri skyrtu. Gömlu mennirnir svöruðu hon- um allir samtímis. „Við skulum fá okkur eitthvað að drekka, Totty“, sagði sá með rauða smettið. „Sjálfsagt“, svaraði annar. Þegar sá rauði var að klöngrast upp á bryggjuna, datt skildingur úr vasa hans. Og skildingurinn kom niður í hringvafinn kaðal rétt hjá stiganum, svo ekkert heyr&ist í honum. Sá rauði tók ekkert eftir þessu og þeir félagar röltu upp bryggjuna. Gömlu mennirnir tóku eftir þessu, en þeir sögðu ekki þeim rauða frá því. Þeir minntust heldur ekki einu orði á það hver við annan. En um leið og skildingurinn lagð -ist mjúklega á kaðalhrúguna og skein þar við sól, gátu þeir ekki um annað hugsað en hann. Þeir gáfu honum allir hornauga í laumi, og litu svo allir í aðra áit, en sáu hann þó útundan sér. Hver þeirra vissi að hinir höfðu séð hann, en þeir steinþögðu allir í þeirri von að halda þessu leyndu fyrir sig. En hver þeirra vissi vel, að hann gat ekki staulast niður 1 skipið og náð í peninginn án þess að það kæmist upp, því að það var maður með hvíta húfu að snúast eitthvað-í káetunni. Hann leit út hvað eftir annað, og þeir heyrðu eitthvert glamur, líkt og í leir- taui sem er þvegið. Og þarna lá skildingurinn rétt við stigann. Það gat verið að Patsy Conroy hefði getað farið niður og sótt hann, en hinir voru of gamlir og hrumir til þess að klöngrast niður og upp stigann. Þeir voru sér þess líka meðvitandi, að þótt ein- hver þeirra gæti farið og náð í skildinginn án þess að sá með hvítu húfuna yrði var við, þá mundu hinir meina honum það, því að hver þeirra var ákveðinn í því, að hinir skyldi ekki fá að njóta skildingsins. En svo var freistingin sterk, að þeir stóðu eins og negldir niður, höfðu ákaf- an hjartslátt og brutu heilan mn hvaða ráð væri til þess að ná í peninginn. Þeir störðu í sárri þögn, og þögnin var hávær sem rifrildi. Það hvein stöðugt í stóra nefinu á Mick Feeney, og á því heyrðu þeir hinir upp á hár hvað hann hugsaði, eins og hann væri að útlista það fyrir þeim. Brian Manion neri hendur sínar í ör-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.