Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 187 Vorjbrd Nú líöur aö vori, enn vex þaö hiö mikla fljót, sem vitnar um lífiö, ( mjúkum og seiöandi kliöi. Svo fögur er jöröin og örlát á ástarhót, aö állt veröur dýrölegt i vorkvöldsins dreymandi friöi. Þ6 vantar þá eitthvaö, sem váka i þessari borg, margt viökvœmt og fagurt er troöiö hér undir fótum, og þvl finn ég andblœ af ókunnri lamandi sorg þó ylurinn streymi frá vorinu, aö hjartarótum. Mig langar aö váka yfir vellinum heima I nótt á váld þeirra töfra meö fögnuö i hjarta ganga, sem birtust mér ungri er állt var svo þögult og hljótt sem ilmur úr lyngi eöa blcerinn, sem strauk manni um vanga. Eg þrái þig vomótt, mig vantar þín kyrlátu svör, sem vordœgrin Ijós í blámóöu fjallanna geyma. Frá götunnar hringiöu hverf eg og flýti nú för því friöarins bergmál er vákandi i hvamminum heima. En þvi ték eg strœtó, aö þú ert mín gleöi og sorg. Þetta er um morgunn og eg œtla niöur á torg. DÓTTIR JARÐAR. sandinn með sporðinum. Hún sveiflar honum til og frá með miklu afli og brátt er komin djúp hola. Þá gýtur hún hrognum sín- um í holuna og um leið frjóvgar hængurinn þau. Samtímis kemur næsta bára. Hún sléttir úr sandin- um, fyllir holumar, og þarna liggja svo hrognin grafin. En strandsíldarnar taka viðbragð og fylgja bárunni til sjávar. Allt hefir þetta skeð á svo sem hálfri mínútu. Ef síldin nær ekki að komast með næstu báru út á djúp- ið, er henni dauðinn vís, því að hún þolir ekki að vera undir beru lofti nema stutta stund. Strandsíldin er ólík öðrum fiskum að því leyti, að hún gýtur ekki nema fáum hrognum. Flestar fiskategundir gjóta þúsundum og miljónum hrogna. Þar gerir nátt- úran fyrir vanhöldum. Og van- höldin á hrognunum í sjónum eru svo óskapleg, að það eru ekki nema nokkur seiði af þúsundum sem komast upp. Nú hefir náttúran gert strand- síldina þannig úr garði, að hún gýtur tiltölulega mjög fáum hrognum. Viðkoman er því svo lítil, að hún þolir ekki hin miklu vanhöld, sem verða á hrognum annara fisktegunda. Til þess að ráða bót á því, hefir náttúran svo kennt strandsíldinni að velja hrognum sínum stað, þar sem þau eru nokkum veginn óhult. Og þetta er sá ólíklegasth hrygning- arstaður, sem hægt er að hugsa sér — á þurru landi. Vegir nátt- úrunnar eru órannsakanlegir, eða hver mundi geta skýrt það hvernig náttúran hefir „blásið síldinni því í brjóst'1 að fara á land til að hrygna, og kennt henni hvernig það mátti takast þannig, að hún heldi lífi og hrogn- unum væri borgið? Langt úti í hafi finnur strand- síldin það á sér hvenær hinn rétti hrygningartími er kominn. Hún streymir þá upp að landi. En þar má engu skeika. Hún verður að koma að landi í marz-stórstraum- inn, og hún verður að koma að landi þar sem sandströnd er. Það er eins og hún viti nákvæmlega hvar sandströnd er, og að hún skynji einnig nákvæmlega á hvaða mínútu stórstraumsflóð er í marz. Um það leyti er hún hefir lok- ið við að grafa holu fyrir hrogn- in, sér ekki í hana fyrir sandi. En báran, sem skolar henni og maka hennar út aftur, þvær hana gljá- fagra, og svo halda þau „hjóna- komin“ til hafs. En sama bára breiddi sand yfir hrognin og þar liggja þau nú grafin og óhult fyrir fuglum, því að 4—6 þuml- unga sandlag er ofan á þeim. Þarna klekjast svo hrognin út í sandinum, en næsta stórstraums- flóð bjargar þeim svo, og hrífur hinar litlu lifandi verur í faðm sinn. Og þannig komast þær í sitt rétta heimkynni — hafið. Um miðjan nóvember s.l. voru 18 gervihnettir á loíti, þar af þrír komn- ir á braut umhverfis sólina eða á leið þangað. Af þessum 18 gervihnött- um voru tveir rússneskir en 16 banda- rískir. — Síðan hafa margir gervi- hnettir bætzt við. Dómsdagur verður föstudaginn 13. nóvember 2026, segir vísindamaður nokkur. Hann hefir komizt að þess- ari niðurstöðu með því að reikna hve ör muni verða fólksfjölgun á jörðinni, og einmitt þá verði fólkið orðið svo margt, að mannkynið muni tortímast aí sjáilu sér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.