Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 2
182 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Um lokin frétti eg að Vigfús bóndi í Hlíð undir Eyafjöllum væri að búa sig út í verslunar- ferð til Vestmanneya. Mig lang- aði mjög mikið til þess að kynn- ast Eyunum, því að þangað hafði eg aldrei komið. Falaði eg því far með Vigfúsi og var það auðsótt. Þetta var skyndiferð og átti ekki að hafa nema eins dags dvöl í Eyunum. Austanvindur var og blásandi byr er við lögðum á stað og skreið skipið drjúgum, svo að við vorum fljótir út í Eyar. En hann helt áfram að blása á austan og herti veðrið, svo ekki var fært til lands. Er svo ekki að orðlengja um það, — viðstaðan í Eyum varð þrjár vikur. Þá þótti nú sumum nóg um. En mér leið vel. Heiðurs- hjónin Jóhann Jörgen og frú Sig- ríður, sem þá bjuggu í Frydendal, tóku mig upp á sína arma og hjá þeim var eg allan tímann. Hjá þeim hjónum var vinnupiltur og gekk eg með honum til allra verka, og við unnum vel. Þá var Gísli, sonur þeirra hjóna, dreng- ur á 11. eða 12. ári, glæsilegt ung- menni. Og glæsimenni hefir hann verið alla tíð. Mig grunaði þó ekki þá, að hann ætti eftir að verða brautryðjandi nýrrar aldar í Vestmanneyum. Svo lægði veðrið og þá var nú ekki beðið boðanna, en lagt á stað til lands. Menn höfðu þó verið heldur bráðir, því að ólend- andi var við Eyafjallasand. Var þá haldið vestur með landi, alla leið til Hallgeirseyar. Þar var brotizt í land, slysalaust og hrakn- ingalítið. Þarna gistu allir um nóttina, en morguninn eftir voru tveir menn sendir austur undir Eyafjöll að sækja hesta til þess að flytja heim varninginn. Næsta dag þar á eftir var kom- ln norðangola og ládeyða. Nú vildi formaður fyrir hvern mun koma skipi sínu í heimalendingu, en flestir höfðu fengið nóg af sjóferðinni og voru tregir til að fara á sjó aftur. Þó urðum við sjö til þess, en hinir ýttu okkur á flot. Við settum þá upp segl og sigldum í ljúfum byr til heima- varar, og var það dásamlegt ferða- lag. Eg hafði haft gott af ferðinni, hafði kynnzt góðu fólki og séð ýmislegt er eg hafði ekki hug- mynd um áður. Ætlunin var að eg yrði heima hjá föður mínum um sumarið eft- ir venju. En nú var Jón Stefáns- son, sá sem áður ætlaði að kenna mér skósmíði, farinn að búa á Fljótum í Meðallandi, og vildi hann endilega að eg yrði vinnu- maður hjá sér. Eg var ekki gin- keyptur fyrir því, en fyrir þrá- beiðni foreldra hans lét eg til leiðast. Kona Jóns var af Eyrarbakka, glæsileg og góð kona. En hún var veik allt þetta sumar og varð maðurinn að vera hjá henni, svo að eg var oftast einn á engjum. Leið svo sumarið og bar ekki til tíðinda. Um haustið var eg send- ur á svonefndan Miðafrétt Síðu- manna. Það varð slarkferð mikil vegna ótíðar, en þó þótti mér bet- ur farið en heima setið, því að nú sá eg hinar miklu eldstöðvar hjá Laka, sem spúðu úr sér Móðu- harðindunum. Svo leið fram á miðjan vetur. Þá skyldi konan ala barn og var eg sendur að sækja ljósmóður. Fæðingin gekk ekki greiðlega. Konan lá með hvíldarlitlum þján- ingum og ljósmóðirin gat ekki hjálpað. Þá var eg sendur að sækja lækni, og skömmu eftir komu hans fæddist barnið. En því miður var þrautunum ekki af létt með því. Konan og bamið veiktust; barnið dó á öðrum degi og konan nokkrum dægrum seinna. Húsbóndinn var nú yfir- kominn af sorg, þreytu og svefn- leysi og fluttist eftir jarðarförina til foreldra sinna með allar skepn- ur sínar. En eg var sendur til Halldórs kaupmanns í Vík og skyldi vinna hjá honum fyrir um- samið kaup það sem eftir var árs- ins. Lagt í lífsháska fyrir strandmenn — ófyrirsynju Mannmargt heimili var í Suð- ur-Vík um þessar mundir. Þar voru bæði vertíðarmenn og vinnu- menn, og sváfum við 24 karlar í sjóbúð. Þeir voru flestir ungir og hraustir og var þar oft glatt á hjalla. Róðrardagarnir voru fáir, en við vinnumennirnir unnum alla daga, nema um helgar. Fell okkur aldrei verk úr hendi. Þeg- ar veður var svo slæmt, að ekki var hægt að vinna úti, vorum við látnir fletta trjám í borðvið í svo- nefndri Baðstofu, en það er hellir undir Víkurklettum. Það þótti mér skemmtileg vinna, enda þótt hún væri nokkuð erfið. Það er hollt fyrir unga og hrausta menn að stæla afl sitt á erfiðri útivinnu. Viðurgemingur var ágætur, ein- stök reglusemi á öllu, fyrirmynd- ar háttprýði í heimilislífi, gla5> værð í hófi og gott samkomulag. Eg tel það gæfu að eg skyldi lenda á því heimili, og þótt tím- inn væri stuttur, aðeins þrír mán- uðir, varð þetta lærdómsríkasti tími ungdómsára minna. Nú var það rétt fyrir sumar- málin að frönsk skúta strandaði í Meðallandi. Lagt var á stað með strandmennina til Reykjavíkur og komu þeir seinasta vetrardag til Víkur og gistu þar. Var þá austan stórviðri og óhemju rigning. Strandmönnum var skift niður á bæina Suður-Vík og Norður-Vík

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.