Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 185 eitt kvöld snemma vetrar er eg kom frá sauðum, að frost var mikið, norðaustan vindur og loft að þykkna, svo veðurútlit var ljótt. Þegar eg kom inn í karla- herbergið, var Sigurður ráðsmað- ur þar fyrir og var eitthvað að týgja sig, og sýndist mér honum mjög brugðið. Eg heilsaði honum og spurði hvort hann væri veikur. „Nei, Jón minn“, svaraði hann, „en eg fór útundir og á heim- leið datt eg í ána“. Það var kallað að fara útundir, er menn fóru frá Víkurbæum niður að verslunarhúsunum. Varð þá að fara yfir Víkurá, en á henni var handriðslaus göngubrú. Eg spurði hvort svell hefði ver- ið á brúnni. „Nei, það var engin hálka á henni, og svo oft hefi eg gengið þessa brú, án þess að mér hafi skrikað fótur, að nú er eg viss um að eg er hraðfeigur", svaraði hann. Eg sló þessu upp í gaman og spurði svo hvers vegna hann væri að fara í sparifötin sín. Hann svaraði: „Hann Páll á Sólheimum er hér og er að leggja á stað heimleiðis. Eg ætla að skreppa að Götum og vera honum samferða, því að hann er með áburðarhest“. Skömmu seinna lögðu þeir á stað. En þegar Sigurður kvaddi mig, sagði hann: „Eg ætla að biðja þig að kann- ast við mig, ef eg kem afturgeng- inn með morgninum". Það var farið að snjóa og snjó- koman jókst eftir því sem leið á kvöldið og hvessti þá jafnframt. Mér var ekki rótt, því að seinustu orð Sigurðar hljómuðu stöðugt fyrir eyrum mér, og eg var alltaf að hugsa um hve honum hafði verið brugðið. Um háttatíma var hann ókominn. Eg spurði þá hús- bóndann hvort eg ætti ekki að fara á stað og svipast að Sigurði, en hann kvað það óþarft, því að hann hefði gert ráð fyrir að gista á Götum. Eg fór snemma til sauða morg- uninn eftir og kom heim aftur um hádegi, en þá var Sigurður enn ókominn. En nú fekk eg þær frétt- ir, að er fólkið á Reyni kom á fætur um morguninn, hefði það séð til Páls á svonefndum Bjalla vestan Reynisháls. Var hann að ráfa þar illa til reika og ruglað- ur. Farið var með hann heim til bæar og áttaði hann sig þá, svo að hann gat sagt hrakfallasöguna. Þeir fengu grimma hríð og stór viðri skömmu eftir að þeir lögðu á stað, en heldu þó réttri leið inn fyrir Fjallsenda og að svokallaðri Saurkeldu. Yfir þessa keldu hafði Páll farið á ísi um morguninn, en nú brast ísinn undan hestinum. Hafði þá vatn hlaupið undan ísn- um og féll hesturinn þar svo djúpt niður, að þeir höfðu engin tök á að bjarga honum. Sigurð- ur ætlaði þá heim að Götum að sækja járnkarl til þess að brjóta ísskörina. Er þangað stutt leið. En svo leið og beið að hann kom ekki aftur og tók Páll að ókyrrast þarna yfir hestinum. Seinast af- réð hann að fara til bæa og ná í hjálp, en varð brátt villtur og vissi ekki hvar hann fór, en hefir ráfað niður með öllu Reyn- isfjalli. Menn voru þegar sendir á stað til þess að bjarga hestinum og leita að Sigurði. Þeir fóru að Göt- um, en þangað hafði Sigurður ekki komið. Var þá af skyndingu kallað saman lið af mörgum bæ- um til þess að leita hans. Þetta voru fréttirnar sem eg fékk þegar eg kom heim. Eg rauk þá þegar á stað í leitina, og hugð- ist fara upp í Hvammsgljúfur, því að vera mátti að Sigurður hefði farið of norðarlega og lent í gljúfr unum, en þau eru stórhættuleg. Eg var ekki kominn að gljúfrun- um þegar maður kom hlaupandi á eftir mér og sagði að Sigurður væri fundinn. Hann hafði fund- ist skammt frá Fossi, og lá þar örendur á bersvæði. — Örlög spítalaskipsins fagra Það bar til síðla þennan vetur, að franska spítalaskipið St. Paul strandaði í Meðallandi við Kúða- fljótsós. Var svo haldið mikið upp- boðsþing á skipi og öllu sem í því var. Fóru Víkurbændur þangað og fjölda margir aðrir úr þeirri sveit og voru þrjá daga í ferðinni. Um sumarmál var eg svo sendur austur í Meðalland með tjald og vistir og frekar ófullkomin áhöld til þesss að rífa skipið, ásamt mörgum öðrum. Maður varð að hleypa í sig hörku til þess að geta lagt hend- ur á þessa fagurbúnu fleytu. Mörg skip hefi eg séð og unnið við að rífa mörg skip, en aldrei séð neitt er komist gæti í. hálfkvisti við „Sankti Pál“ að fegurð og öllum frágangi. En skipið var dæmt til níður- rifs, og við réðumst á það með oddi og egg. Þá var keppst við. Og eftir þrjár vikur höfðinn við sundrað þessu glæsilega fleyi. Mér fannst það hervirki, og mér rann til rifja að þessi skyldi verða sögu- lok einhvers fegursta og vandað- asta skipsins sem til íslands hefir komið. Tveir nýtir bændur farast Þegar eg var laus við barna- kennsluna fyrsta búskaparárið mitt í Álftaveri, ætlaði eg að fara til Víkur og stunda þar sjóróðra. En það fór nú öðru vísi. Um þessar mundir strandaöi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.