Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Síða 1
Frásagnir Jóns Sverrissonar Enginn ræður sínum næturstað VIÐ SKILDUM þar seinast við Jón, er hann brá búskap í Álfta- veri og fluttist út 1 Vestmanney- ar vorið 1919. En eg á enn eftir að segja frá ýmsu, er á daga hans dreif áður. Verður hér nú tínt saman nokkuð af því og farið eftir frásögn hans sjálfs. Fyrstu kynni af Vestmanneyum Á árunum 1890—1894 var eg við sjómennsku á vertíðum, en við heyskap á sumrin heima hjá föð- ur mínum. Fyrstu vertíðina var eg á Eyrarbakka. Eg helt þá til í hús- inu Björgvin hjá Þorsteini frænda mínum og Margrétu konu hans, og átti þar sjö daga sæla. Eg reri þegar á sjó gaf, en annars hafði eg ekkert að starfa og var óvan- ur slíku hóglífi. Formað«ur minn var Ólafur Sigurðsson söðlasmið- ur, góður félagi og léttur í lund. Mig hafði lengi langað til að kynnast lífinu á skútunum, svo að vertíð lokinni helt eg til Reykja- víkur og réðist á kútter „Verð- andi“. Skipstjóri var Matthías Jón Sverrisson. Þórðarson frá Móum á Kjalar- nesi, ágætur maður. Hann kom ekki fram við okkur sem dremb- inn yfirmaður, heldur sem góður félagi, en gætti þó virðingar sinn- ar og skyldu svo, að allir virtu hann og þótti vænt um hann. Skipið var ágætt, strákarnir glað- ir og skemmtilegir, en viðurværi var lélegt og hlutur lítill. Það mun hafa ráðið því að eg hugs- aði ekki íramar um að komast á skútu, og fór ekki fleiri ferðirnar til Reykjavíkur í atvinnuleit. Næstu þrjár vertíðir reri eg 1 Dyrhólahöfn og alltaf á sama skipi. Fyrst var Jón Loftsson á Ketilsstöðum formaður, en síðan Þorsteinn Hjörtur Árnason á Dyr- hólum. Þessar vertíðir gengu veL Næstu vertíð réðist eg háseti á áttæringinn „Pétursey", en það skip er nú geymt á byggðasafn- inu í Skógiun. Formaður var Jón Árnason bóndi á Eyarhólum. Eg hafði aðsetur í Nikhól. Þarna var erfið sjósókn, hálfrar annarar klukkustundar gangur hvora leið, og yfir þrjár ár að fara, Húsá, Hólsá og Jökulsá á Sólheimasandi. Þær voru þó ekki mikill farar- tálmi þennan vetur. Við fiskuðum vel, en það var ekki heiglum hent að sækja sjó fyrir hafnlaus- um brimsandi. Róðrarnir urðu því fáir, og stundum urðum við að snúa við og róa af kappi til lands, vegna þess hve snögglega brimaðL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.