Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 16
636 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE * 7 5 2 V A 9 7 4 2 * A 6 2 * A 5 * D G 9 8 ” 8 3 N V KG 10 5 V A ♦ 10 7 S + 6 ____________ A A K 10 V 6 3 * K D G 5 * K D G 5 A 4 V D 8 ♦ 9 8 4 3 ♦ 10 9 8 7 4 2 Þetta spil kom fyrir í keppni, og aðeins á einu borði voru sagnir þannig: s V N A 1 gr. 2 sp. 3 hj. pass 3 gr. pass 6 gr. pass pass pass V sló út S D, en S drap hana og tók því næst 4 slagi á tigul og 4 slagi á . lauf. V komst í vanda að fleygja af sér, en hann kaus að halda 3 spöðum og H K og H G. í borði voru þá 1 spaði og 3 hjörtu. Nú kom út hjarta, V lét kónginn, en hann var gefinn. Og nú er sama hverju hann spilar, S á alla slagina sem eftir eru. — Ef V hefði látið H G, þá var hann drepinn með ás í borði, og síðan kemur hjarta og V fær slag á kóng, en á nú undir S að sækja með spaðana og missir báða slagina. — V gerði eina skyssu í þessu spili. Hann hefði átt að fleygja af sér H K í laufið, en halda eftir lág- hjarta. Með því móti kemst A inn á HD og á þá 2 fríslagi í laufi. TUGTHÚSIÐ NIÐURLAGT Haustið 1813 rak Castenskjöld stift- amtmaður alla fanga úr hegningar- húsinu á Arnarhóli og heim á sínar sveitir. Lagði hann til við stjórnina að þeim væri gefnar upp sakir, því að enginn þeirra væri hættulegur glæpamaður. Jafnframt tilkynnti hann sýslumönnum að á Arnarhóli yrði ekki SNJÓR í ALMANNAGJÁ — Þannig er umhorfs á Þingvöllum núna. Snjórinn virðist ekki vera mikill, en þó tepptist vegurinn um Almannagjá um hríð, enda er vegarstæðið þannig að þar kæfir snjónum niður. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). fyrst inn sinn tekið við dæmdum glæpamönnum né gæzluföngum. Rétt- visin varð þó að hafa sinn gang, en nú sátu sýslumenn uppi með fanga og safnaðist svo saman, að árið 1815 var talið að um 40 sakamenn væri í landinu, er dæmdir hefði verið til fangelsisvistar síðan fangahúsið var lagt niður. Varð það þá úr að hýðingar voru látnar koma í stað refsivistar. JÚGURBÓLGA Sumir halda að júgurbólga í ám og kúm stafi af því, að huldufólk eða aðrir jarðarbúar mjólki fénaðinn. Aðr- ir trúa því, að einhver illviljuð ná- grannakona hafi með töfrum skapað kvikindi það er heitir snakkur, og sendi hún hann síðan til að sjúga ær og kýr nágrannanna, en strokkar sjálf smjör úr mjólk þeirri, er hann aflar. Af þessari orsök er kallað að hlaupi undir fénaðinn, þegar hann fær júgur- bólgu. Aðrir, og þeir eru hinum fleiri, segja að smáfugl einn valdi. Hann heitir steindepill. Hann kroppar í spenana og sýgur þá og veldur með því bólgunni. Þeir sem trúa því að sjúkdómur þessi sé af yfirnáttúrleg- um toga spunninn, nota jafn fávizku- leg ráð við honum. Þeir bregða ein- kennilega riðnum hnút, sigurlykkju, á kross yfir malirnar á skepnunni. (Ferðabók E. & B.) JÖKULSÁRBRÚ Árið 1700 var sett að nýu brúin á Jökulsá austur. Þar voru 100 menn í mánuð og var það allmikið verk; gekk Björn Pétursson sýslumaður á Burstarfelli fyrir því, og var þar bor- ið vitni um, að hún væri hærri og betri að byggingu og kostum, en sú er áður var. (Árb. Esp.) SKRADDARAÞANKAR Hjaltalín (landlæknir) sagði mér sjálfur, að hann hefði orkt Skraddara- þánka um kaupmanninn, sem hefir verið prentað hvað eftir annað í kvæð- um Jónasar Hallgrímssonar. Eg spurði Konráð Gíslason um, hvernig á því stæði. Konráð sagði: „Það hefir verið í kvæðunum, sem við fundum eftir Jónas. (Indriði Einarsson). t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.