Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 1
35. tbl. Jfe>?smí>Jat>g im Sunnudagur 15. nóvember 1959 b«h XXXIV. árg. Minning Kohls syslumanns sem stofnaði „Herfylking Vestmannaeya" ÁRIÐ 1853 fekk Andreas August von Kohl veitingu fyrir sýslu- mannsembættinu í Vestmanney- um. Hann var lögfræðingur að mennt, en hafði þá um hríð gegnt starfi aðstoðarmanns í íslenzku stjórnardeildinni í Kaupmanna- höfn. Hann var af þýzkum aðli kominn í ættir fram, hermönnum, og var honum hermennska í blóð borin og hafði sjálfur herkapteins nafnbót. Hann hafði ekki verið lengi í Vestmanneyum, er hann stofnaði þar herflokk í þeim tilgangi að hann væri til varnar gegn útlend- ingum, ef á þyrfti að halda, og einnig til þess að halda uppi aga og reglu í eyunum og að vinna gegn áfengisbölinu. Hann fekk síðan vopn hjá dönsku stjórninni, og 1857 var „Herfylking Vestmann- eya“, eins og herinn var kallaður, komin á laggirnar. Það var eitt af samþykktum hennar, að liðsmenn hegðuðu sér vel og sómasamlega í hvívetna. Drykkjuskap skyldu þeir forðast og alls konar óreglu. Þegar Herfylkingin var upp á sitt bezta, voru 104 menn í henni, eða hartnæf allir karlmenn á aldr- inum 15—40 ára. Heræfingar voru haldnar einu sinni í viku og stund- um aukaæfingar. En fylkingin lét fleira til sín taka. Hún varð lífið og sálin í lífi eyarskeggja. Hún gekkst fyrir hátíðahöldum í Herj- ólfsdal á hverju vori um hvíta- sunnuleytið og voru það kallaðar fánahátíðir. Þetta varð upphaf að Þjóðhátíð Vestmanneya. „Herfylk- ingin setti sinn svip yfir hversdags- lífið í Vestmanneyum um þessar mundir og gaf drjúgan skerf til aukinnar menningar. Lífsgleðin blómgvaðist. Þróttur og glæsi- mennska dafnaði. Þessara tíma minnist fólkið hér lengi sem eins konar sælutíma". Kohl sýslumaður varð bráð- kvaddur 22. jan. 1860, og eftir það dofnaði yfir Herfylkingunni. En Frá Vutmaimeyum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.