Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 15
533 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nú vita menn að þegar álar hverfa úr vötnum í Evrópu og Ameríku, þá halda þeir rakleitt til Sargossahafsins til þess að hrygna þar. En þeir hrygna ekki á yfir- borðinu, heldur steypa sér niður í djúpið. Þar hrygna þeir miljónum eggja og deya síðan örmagnaðir. Enginn einasti fullorðinn áll kem- ur aftur upp úr hinu myrka djúpi. En þegar afkvæmi þeirra hafa náð vissu þroskastigi, þræða þau leið- ir foreldranna til vatnanna á meg- inlöndunum. Þetta er ein af mestu furðum Sargossahafsins, og þessi gáta hefir ekki verið ráðin að fullu enn. Menn vita ekki hvernig á því stendur að fullorðni állinn hverfur frá Amer- íku og Evrópu og fer 1800 sjó- mílna leið til þess að hrygna á þessum stað. Menn vita ekki heldur hvernig á því stendur, að álaseið- in finna það á sér hvert þau eiga að fara. En þau eru svo viss í sinni sök, að afkvæmi amerískra ála fara aldrei til Evrópu, og afkvæmi þeirra ála, sem komið hafa frá Miðjarðarhafslöndum, villast aldrei til Norðurlanda. Það er eins og hvert seiði þekki þær leiðir, sem foreldrar þess hafa farið, og þræði þær hiklaust og villulaust. Sama er að segja um ála þá, sem hafast við í Suður-Ameríku og Asíu. Þeir halda sína leið út í haf- skóga í Atlantshafi sunnanverðu, í Indlandshafi og Kyrrahafi og hrygna þar. Afkvæmi þeirra vita líka hvert þau eiga að fara til þess að komast á uppeldisslóðir for- feðra sinna. Sumir álar fara aldrei upp í ósalt vatn, heldur hafast stöðugt við í sjónum. Það er álit manna að þeir fari líka til Sargossahafsins þegar þeirra tími er kominn, til þess að hrygna þar. éiliríbájöhu íi Þú ríst svo hár við heiðið blátt, í hreinleika bjartra fanna, sem fyrirlítur allt flatt og lágt, fyrirmynd þeirra, er lifa hátt yfir meðalveg lítilla manna. Sem Mímishöfuð horfi yfir jörð hvelið við árgeislum ljómar. Þig skelfir ei fár, þó frostin hörð felli hvert strá og kali svörð. — Þér ógna ekki örlagadómar. Þú skartar á háfjöllum öld eftir öld, eldri en landsins saga. Fyrr leiztu hetjur, með skínandi skjöld, skörunga, er báru drengskap og völd, um frægðanna fornhelgu daga. Jafn skrautlega glansaði gullhjálmurinn, er gengin var auðnan og flúin, er Ieiddu þeir kongur og kaupmaðurinn kúgun og órétt í landið inn og þjóðin var rupluð og rúin. Þú sást þegar kvalin og kúguð þjóð kastaði fjötrunum þungu. Þú sást hve fagnaði frelsis glóð ið fornhelga og síunga hetjublóð og helgaðist öldinni ungu. Ennþá þú horfir um aldanna haf, þar örlög þíns fólks verða ráðin, þú sérð hvort það ferst og færist í kaf, eða frelsandi máttur því sigur gaf, svo aukist því auðna og dáðin. Þú stendur kaldur og klökknar ei hót, né kvíðir þeim ókomnu dögum, þó fólkinu ógni það örlaga rót, sem umhverfir, brýtur hin fornu mót og breytir þeim hefðbundnu högum. Þú ert prúðasta fjall okkar „prúða Iands“, perlan, sem keppir við ljósið, er ársólin vefur þig geisla glans, glitar þinn fannhvíta tignarkrans og gefur þér helgasta hrósið. P. A. í i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.