Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 525 hvaða söfnuði eruð þér?“ Henni er hafnað vegna þess að talið er að hún sé komin frá þeim, sem selja kirkjugripi. önnur spurning, sem einnig hefir verið hafnað hverju sinni, er um það hvort menn eigi gæludýr og af hvaða tegund. Þyk- ir sýnt að hún sé komin frá mönn- um, sem selja gæludýr og fóður handa' þeim. Þannig er fjöldi spurninga. En ekki er gott að vita hver hygst munu hagnast á að fá svarað þessari spurningu: „Eruð þér örvhendur?" Öllum slíkum spurningum sting- ur manntalsskrifstofan undir stól. Og hún hefir nú þegar ákveðið hvaða spurningar skuli lagðar fyr- ir fólk næst. Þær eru 25, en sumar í mörgum liðum. Þarna koma fram þrjár nýar spurningar, sem ekki hafa verið lagðar fyrir menn áður. Þær eru þessar: „Hvar vinnur þú? Hvernig ferðu á vinnustað?“ (og er þá átt við hvort menn fari á járnbraut, neðanjarðarbraut, strætisvagni, sporvagni, leigubíl, eigin bíl, eða fari gangandi). Með því að athuga heimilisfang manna má svo reikna út hve mikið er lagt á samgöngu- tæki borganna, aðeins með flutn- ingum manna til vinnu. Þriðja spurningin er þessi: „Eru börn yð- ar í opinberum skóla eða einka- skóla?“ Með því að fá svar við þessari spurningu, verður séð hvort of lítill húsakostur hinna opinberu skóla hrekur nemendur í einka- skóla, eða hvort einkaskólarnir þykja betri. HVAÐ ER SVO næst fyrir hönd- um þegar spurningarnar hafa ver- ið ákveðnar. Það er nú sitt af hverju og eigi svo lítið. Fyrst er þá prentun eyðublaðanna, með þessum spurningum, og það er ekkert smáræðisverk, því að prenta þarf um 200 miljónir eyðu- blaða. Síðan þarf að prenta leiðarvísi handa þeim, sem eiga að taka manntalið, en þó þarf fyrst að athuga, hve marga menn þarf til þess. Þess vegna hafa rúmlega 500 menn nú setið við það mánuðum saman, að taka nokkurskonar bráðabirgðamanntal, til þess að sjá hve mörg manntalsumdæmin þurfa að vera. Og þau verða aldrei færri en 250.000. Sum verða stór yfirferðar, einkum í landbúnaðar- héruðunum í Suðurríkjunum, en önnur verða lítil, t. d. í stórborg- unum, þar sem teljari fær aðeins eitt hús, eða hálft hús, í sinn hlut. Þegar öllum ríkjunum hefir nú þannig verið skift niður í umdæmi, þá verður að gera nákvæmt kort af hverju einasta umdæmi, svo að teljarar viti upp á hár hvaða svæði þeim er ætlað til yfirferðar. Síðan þarf að prenta kortin, og er talið að þetta muni vera hin mesta kortaprentun, sem nokkuru sinni hefir verið í Bandaríkjunum. Næst er svo að velja menn til þess að sjá um sjálft manntalið. Þeir verða ekki færri en 160.000. Manntalið fer ekki allt fram á ein- um degi, og þess vegna getur hver teljari tekið að sér tvö umdæmi. En það verður líklega þyngsta þrautin að fá þessa teljara. Helzt er búist við að ráða nær eingöngu til þess giftar konur því talið er að þær hafi helzt tíma aflögu, en menn sem hafa fasta atvinnu fást ekki til þess. Þegar teljarar hafa verið ráðnir, þarf að velja eftirlitsmenn með þeim, og síðan um 400 yfirumsjón- armenn, sem starfa allt að því sex mánuði. Það er venjan í Banda- ríkjunum að til þess sé valdir fylgismenn þess flokks, sem þá fer með völd. Þingmönnum repúblik- ana í báðum þingdeildum verður því falið eftir áramótin að benda á 400 menn til þessara starfa. Er þetta dálítill bitlingur, því að þeir fá 500 dollara á mánuði. AÐ MANNTALINU loknu eru all- ar þessar 180.000.000 skýrslur send- ar á einn stað, til Manntalsstofunn- ar. Og þá er þegar hafist handa um að vinna úr þeim. Fyrst er þá að athuga um fólksfjöldann, því að það eru lög í Bandaríkjunum, að hinn 1. desember á fyrsta ári hvers áratugs, verður að leggja fyrir for- setann áreiðanlega skýrslu um mannfjöldann. Síðan er farið að afla hagfræði- legra upplýsinga úr skýrslunum, og þrátt fyrir allar þær rafeindavélar, sem fundnar hafa verið upp til þess að auðvelda þetta verk, er ekki bú- ist við að því verði lokið fyr en eftir tvö ár. Meirt og seigt kjöt Hvernig stendur á því að sumt kjöt er meirt, en annað ólseigt? Þessu hafa húsfreyur, slátrarar og kjötkaupmenn velt fyrir sér langa lengi, án þess að komast að neinni niðurstöðu, því að á útliti kjöts verður ekki séð hvort það verður meirt eða seigt þegar farið er að steikja það. Nú hafa vísindin hlaupið undir bagga og reynt að skýra þetta. Rann- sóknamenn við háskólann í Florida hafa athugað steik af 450 skepnum. Hver steikarbiti var athugaður mjög gaumgæflega, og síðan var þeim skipt í flokka eftir því hvort þeir voru seigir eða meirir. Síðan var rannsakaður ævi- ferill allra þeirra skepna, sem kjötið var af. Komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu, að það væri röng ályktun, bæði hjá húsfreyjum og kjöt- sölum, að sambreiskingur yrði meirari en annað kjöt eftir steikingu. Sá varð úrskurður vísindamannanna, að það væri arfgengir eiginleikar hjá dýrunum hvort kjötið af þeim verður meirt eða seigt. Væri heimurinn ekki dásamlegur et menn sýndu ætíð jafn mikla þolin- mæði eins og þegar þeir bíða eftir því að stóri laxinn biti á?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.