Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 10
630 LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS Brezki sjó liðinn í sjúkrahúsi Patreks- fjarðar 24. Eyólfur Stefánsson frá Dröngum, Hafnarfirði. 26. Jónína Jónasdóttir, Reykjavík. 29. Sigurgeir Danielsson, Sauðárkróki. BÍLSLYS Arekstur milli einkabíls og bíls frá sendiráði Rússa. Báðir bílar skemmd- ust mikið (6.) Bíll valt í Kerlingarskarði og slasað- ist einn maður (14.) Kristmann Gíslason, aldraður mað- ur á Stokkseyri, varð fyrir bíl og beið bana (15.) Drengur varð fyrir skellinöðru í Reykjavík og meiddist mikið (20.) Bíll valt hjá Fnjóskárbrú í Dals- mynni, en bílstjórann sakaði ekki (22.) Kona varð fyrir bíl í Reykjavík og mjaðmarbrotnaði (22.) Fjögurra ára drengur varð fyrir bíl í Hafnarfirði og meiddist mikið (27.) Aldrei hafa jafn margir bílstjórar verið teknir fastir fyrir ölvun við akst- ur, eins og í þessum mánuði. Mun það vegna aukinnar árvekni lögreglunnar. SLYSFARIR Piltur rifbrotnaði við uppskipunar- vinnu í Reykjavik (3.) Togarinn Kaldbakur sigldi á bryggju á Akureyri og laskaðist bæði hann og bryggjan (7.) Maður fell illa um borð í togaranum Hvassafelli og slasaðist (9.) Ingimar Vilhjálmsson garðyrkju- bóndi á Hamraendum á Mýrum, drukknaði á Hjörseyarsimdi (16.) Vb. Maí frá Húsavík, 8 lestir, fórst í fiskiróðri skammt frá Mánáreyum með tveimur mönnum (23.) Togarinn Vöttur strandaði hjá St. Johns á Nýfundnalandi, losnaði aftur en hafði skemmzt mikið (30., 31.) ELDSVOÐAR Um 700 hestar af heyi brunnu á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði (3.) Eldur kom upp í Vöku í Reykjavík, en tjón varð lítið (8.) Eldur kom upp um nótt í húsinu Fossvogsbletti 33 í Reykjavík, og brunnu þar inni tvö börn, 4 ára og á 1. ári (13.) Eldur kom upp í bílasmiðju Egils Vilhjálmssonar í Reykjavík og urðu talsverðar skemmdir (29.) Kviknaði í heygalta á Akranesi og ónýttust 40 hestar af heyi (29.) ÍÞRÓTTIR Handknattleiksmenn F. H. fóru til Þýzkalands að keppa þar á nokkrum stöðum (1.) K.R. sigraði á haustmótinu í knatt- spymu (13.) Á skákmótinu í Júgóslavíu, þar sem 8 menn kepptu um það hver mætti skora heimsmeistarann á hólm, varð Friðrik Ólafsson 7. í röðinni (31.) LISTIR Frú Oddný Sen hafði sýningu á kín- verskum listmununí í Reykjavík (3.) Þorvaldur Skúlason hafði málverka- sýningu í Reykjavík (4.) Jón B. Jónsson hafði málverkasýn- ingu í Reykjavík (9.) Félag íslenzkra listamanna hafði sýningu í Reykjavík (10.) Menntamálaráð og Reykjavíkurbær hafa keypt tvær höggmyndir eftir Ólöfu Pálsdóttur (29.) Veturliði Gunnarsson hafði mál- verkasýningu í Reykjavík. Hann er horfinn frá abstrakt-listinni (30.) FRAMKVÆMDIR Segulmælingar voru gerðar í ná- grenni Reykjavíkur og má vænta að með þeim fáist hagnýtar upplýsingar um jarðhita á þessu svæði (1.) Vestfjarðavegur frá Vatnsfirði að Dynjanda var opnaður. Þar með eru Vestfirðir komnir í samband við aðal- vegakerfið (2.) Iðnminjasafn hefir verið stofnað og var fyrsta sýning á því í Reykjavik (3.) Langjökull, nýtt skip Hf. Jökla, kom til landsins (4., 5.) Miklar endurbætur voru gerðar á Landakirkju í Vestmanneyum og var kirkjan vígð að nýu (4.) Endurbyggingu Garðakirkju á Alfta- nesi er nú senn lokið, og mun hún aft- ur verða sóknarkirkja (8.) Fjársöfnun skólabarna, sem hófst

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.