Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 421 — Stjórnarráðið Frh. af bls. 416 umferð um Lækjargötu og Lækjar- torg, ef akstur niður Bankastræti væri afnuminn, er augljóst að það er ekkert smáræði, og getur orðið þungt á metunum. Ef allur akstur um Bankastræti væri afnuminn, er hægt að breyta strætinu að vild og gera Lækjar- götuna og alla brekkuhlíðina aust- an við hana glæsilega. Um leið get- ur umhverfi stjórnarráðshúsanna beggja orðið veglegt svo af ber. Bezt fer á því, samfara lækkun Bankastrætis neðan til, að gera tröppurið um strætið þvert rétt framan við húsalínuna, sem nemur hjallanum (sem verður) framan við húsin. Neðri hluti strætisins, frá Lækjargötu upp að tröppunum, yrði með litlum halla, í samræmi við lóðirnar beggja megin. Með því móti verður fagurt að líta til Bankastrætis og stjórnarráðshús- anna úr Austurstræti og af Lækjar- torgi, auðvitað að því tilskildu, að vel takist til að forma hið nýa stjórnarráðshús gegnt því gamla. Það verður sannarlega ekki vanda- laust, en það er mikil bót í máli, að við lækkun Bankastrætis rís gamla stjórnarráðið stórum, og tröppurn- ar í Bankastræti geta brúað drjúg- um á milli hins gamla og nýa. Án efa munu arkitektar þeir sem teikna hið nýa stjórnarráð taka til- lit til hins gamla hinum megin strætisins, fram hjá því verður ekki gengið. VI. Gamla stjórnarráðshúsið — 200 ára í ár — á að fá að standa, og það á að notast í lífrænu sambandi við hið nýa stjórnarráðshús, sem rís og kemur á Bernhöfts- og Gimli-lóðunum. Virðulegast og í beztu samræmi við sögu og minn- ingar, er að hafa skrifstofur for- seta-embættisins í gamla stjórnar- ráðinu og ekkert annað. Og þar skulu allir fundir ríkisráðs haldnir. Eg veit vel að mörgum mun þykja að eg bíti höfuðið af skömm- inni með slíkri tillögu. Svo munu þeir mæla sem vilja jafna „gamla tukthúsið“ við jörðu og afnema allt sem heitir minningar. En á þá ekki að jafna Bessastaði við jörðu og búa forsetanum bústað í skýakljúf einhverstaðar í nýbyggðum höfuð- borgarinnar? Nei, hvorugt ber að jafna við jörðu, ekki bústað dönsku valdsmannanna, sem sumir (ekki allir) voru illræmdir, og ekki gamla stjórnarráðið, sem eitt sinn var byggt með þeim hætti, að það markaði þörf fyrir mikið tukthús íslenzkri þjóð til þrifa framar öðru. Það á ekki að jafna við jörðú húsið, þar sem þeir Sveinbjörn, Hallgrímur og Björn kenndu Jón- asi Hallgrímssyni íslenzku og nátt- úrufræði, engum dettur það víst í hug lengur. En það á heldur ekki að jafna við jörðu steinhúsið 200 ára við Arnarhól, þar, sem ráðu- neyti Hannesar hóf starf, sem ís- lenzkt ráðuneyti, 1904, og þar sem íslenzki fáninn var dreginn fyrst að hún 1918. Með því að flytja skrifstofur for- seta landsins í gamla stjórnarráðið, ■ : ■ ■ Stjórnarráðið og mynd Hannesar Hafsteins — fyrsta innlenda ráðherranum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.