Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Blaðsíða 14
470 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS því setn tímar liðu og urðu marg- þættari. Þeir eru ekki lengur þátt- ur í helgiathöfnum, heldur íþróttir ----o---- Knattleikur hefir sennilega ver ið sú íþrótt, sem mest var iðkuð hér á landi í fornöld. í sögunum er mjög víða getið um knattleika, en þó aðeins þegar eitthvað sögulegt gerðist í sambandi við þá. En dæmin eru nógu mörg til að sýna að knattleikur hefir verið iðkaður af kappi um allar sveitir. Knattleikur þessi er nú gleymd- ur og vita menn ekki glöggt hvernig hann hefir verið. Hér hef- ir þó verið um slagknött að ræða. Hefir það sennilega verið tréknött- ur og sleginn með knatt-tré, eins og forðum í Egyptalandi. Skúli Thorlacíus segir, að listin hafi ver- ið að taka annaðhvort knöttinn. sem manni var sendur (grípa), eða slá hann til baka með knatt-trénu Hinir leikmennirnir hafi átt að varna því, að sá næði knettinum sem átti að gera það, svo sem með því að grípa hann sjálfir, eða slá hann úr leið með knatt-trénu. Ef sá, sem knettinum var stefnt til, gat ekki náð honum eða slegið hann til baka, þá átti hann að sækja hann þangað sem hann datt niður, en það var oft langt frá leik- sviðinu, og færa leikmönnum hann. Þetta er að vísu ekki sú eina íþrótt eða skemmtan fornmanna, sem lagzt hefir niður og gleymzt, og áttu biskupar og kennimenn drjúgan þátt í því. Þeir voru ekki jafn víðsýnir og heilagur Ágústus. í tilskipun 1744 um helgidaga- hald er þetta: „Allt tafl, leikar, nlaup, spil, gárungahjai og skemmt -an fyrirbjóðast alvarlega hér með öllum, einum og sérhverjum, án mismunar, að viðlögðu straffi sem helgidagsbrot áskilur“ Og í hús- vitjunartilskipun 1746 stendur m. a.: „Presturinn-----skal tilhalda fólkinu að þeir svo vel sjálfir sem og líka þeirra undirhafandi, haldi sig frá öllum skaðlegum spilum og leikum, hvaða nafni sem heita kunna, eftir því sem þar af fæðist einasta þráttan, ósamlyndi, áflog og annað vont“. í sömu tilskipan var og sögulestur og rímnakveð- skapur kallaður synd og löstur, og lá sú refsing við að lenda í gapa- stokki. Margir rituðu á móti leikum og skemmtunum, en enginn þó sem séra Þorsteinn Pétursson á Staðar bakka, því að hann samdi heila bók um það (hún hefir aldrei ver- ið prentuð, en er til í handriti í Landsbókasafni). Ályktarorð hans um leikana eru á þessa leið: „Er því svoddan íþrótt öll á móti guðs dýrkan, sjálfs sín viðurhaldi og mannsins uppbygging, og þess vegna óleyfileg, óguðleg, gagns- laus, skaðleg og ámælisverð“. Olavíus segir í ferðabók sinni þar sem hann talar um að gamla’’ og göfugar íþróttir sé lagðar niður fyrir löngu: „Klerkastéttin hefir meira að segja ekki alls fyrir löngu litið svo á, að það væri skylda sín að afnema alla „gleði“ eða leika í staðinn fyrir að taka í taumana, ef þeir færi lengra en góðu hóf: gegndi. Þó voru þeir í sjálfu sér ekki annað en saklaus skemmtan. Þeir voru meira að segja gagnleg- ir. Að vísu voru þeir óbrotnir, en þeir voru þó til hressingar fyrir alþýðuna og hlaut hún að hafa gott af því að lyfta sér upp nokkr- um sinnum á ári, frá erfiði því og arrnæðu, sem hún varð að búa við dags daglega“. Jón biskup Vídalín leit með meiri raunsæi á leika og íþróttir, en fyrirrennarar hans höfðu gert. Hann gerir greinarmun á saknæm- um og saklausum skemmtunum og segir svo: „Vér skulum engan ann- an ásetning hafa í skemmtan vorri Á ferð um Borgarfjörb Yfir vorblítt haf og: hauSur himnadrottning rís, Borgarfjarðar yndisauður er mín paradís. Hér á andinn óðalstryggðir upp við fjöllin blá, opna faðminn breiðar byggðir benda minni þrá. Rísa fagrir rausnargarðar, ræktar nýa jörð bóndinn sæll til fjalls og fjarðar frjáls með sinni hjörð. Þar sem niætist saga og samtíð sér í helga glóð, hér á æskan fagra framtíð fyrir land og þjóð. Tindastólar, söngvasalir, silfurstrauma föll yndi sólar sæludælir, sveit við draumafjöll. Yljar mínum æskurósum ástkær móðurjörð. Blessuð sólin sínum ljósum signi Borgarfjörð. KJARTAN ÓLAFSSON en þann, sem réttvís er, sem er mátuleg hressing“. Knattleikurinn gamli lagðist nið- ur og ýmsar fleiri íþróttir, og við lá að íslenzka glíman færi sömu leið. En hvað mundu heittrúar- menn, eins og Þorsteinn prófastur á Staðarbakka segja, ef hann mætti nú líta upp úr gröf sinni? Það eru nú rétt 200 ár síðan hann skrifaði bók sína, og þóttist sanna að allskonar leikar og glímur væri skaðlegt bæði fyrir sál og líkama. Til slíks taldi hann og einnig bóka- og blaðalestur, rímur og kvæði „sem ei er til neinnar uppbygging- ar, heldur alleina til forvitni og fánýtrar skemmtunar, hvað allt er syndugt og á móti tilganginum með sköpuninni“. Mundi honum ekki þykja heldur óvænlega horfa á þessum tímum?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.