Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 467 Oengum öskju-opið, — ekkl var það lítið —, þeir sem fyrstir fóru fleygðu sér í „Vitið", aðrir horfðu yfir öskjuvatnið bláa allir þekktu þarna Þorvaldstindinn háa. Var nú skundað vestur vegir eins og liggja náð til Akureyrar áður en fór að skyggja. Keypt var brauð og kaffi „Kók“ og súkkulaði, eftir stutta áning aftur rennt úr hlaðl. Næsta dag við náðum nú — til Herðubreiðar, óðum styttast allir áfangar um heiðar, allir beina augum á þig fjalla-drottning bæði karl og kona krjúpa þér i lotning. Ekið var sem áður, — okkur hressti svallnn — yfir Blöndubrúna belnt í Svínadalinn, næturhvíldar notið næsta skref var heiðin sem er kennd við Kúlu; kunn var Gvendi lelðin. Löng er leið um sanda — liggur þoka á tlndum — hugsun verður hljóð — í Herðubreiðarlindum. Ain straumþung stynur steypir þungum björgum, Grafarlöndin gráu gleymast eflaust mörgum. Aftur kvaddar eru íslands fögru sveitir, ennþá könnuð óbyggð ís og hverar heitir, upp við Kjöl að kveldi Hveravaliaskálinn veitti yl og værðir vona tendrast bálin. Dimmar heyrast drunur Dettifoss þar syngur er sem leiki lögin liprir æfðir fingur. Allar landsins auðnir eru nú til baka. Yfir háum helðum heilladísir vaka. Síðsta kvöld við sátum sæl á Hveravöllum, var þá haldin „vaka“ valin handa öllum: Draugasögur sagðar, sungið, kveðinn bragur. Naum var næturhvíldin nú var risinn dagur. Bíður sveitasælan sitthvað handa öllum, glóa í gliti sólar Grimstaðir á Fjöllum. Þrár og vonir virðast vakna í Námaskarði, sumir þráðu silung, sumir Þuru í Garði. Brunar enn og brunar bíll að settu marki, enginn gleymir Gvendi gætni hans og kjarki. Kjöt var snætt í kofa Kerlinga — í — f jöllum. Hvítárvatnið vekur veiðihug hjá öllum. Mývatnssveitin milda mörgum þykir fögur, þaðan fljúga fyndnar ferskeytlur og sögur. Lengra upp í landi liggja Dimmuborgir, þar í gljúfragöngum gleymast allar sorgir. Brátt er braut á enda byggða skal nú leita þar sem Gullfoss glymur — geislar úðann skreyta —. Við oss taka vinir vonin engann svíkur — fórum Hellisheiði heim til Reykjavíkur. Slóðir liggja um Slútnes siýið vatnlð fyllir, fagrar blómabrelður blessuð sólin gyllir. Fögur rísa í fjarska fjöllin bláma vafin. Sumarljóðin syngur söngfugi önnum kaflnn. Nú að leiðar lokum lika endar bragur, samfelld sólskinsblíða sérhver liðinn dagur. Þá er aðelns eftir alla að kveðja, skilja, mega mætast aftur mundu ílestir vllja. «-----------------------------* Manngöfgi NÚ er það sem einkennir mann- skepnuna sem mann, nákvæm- lega þetta: að hann býr yfir óhlut -bundnum hugmyndum, siðferði- legum hugmyndum, andlegum hugmyndum, og af engu öðru en þessum hugmyndum getur hann hrósað sér. Þær eru jafn raun- verulegar og líkami hans og veita líkamanum gildi og mikilvægi, sem fjarri fer að hann hefði án þeirra. Ef oss langar þess vegna til að ætla lífinu tilgang, að finna ástæðu til þroskaviðleitni, þá verðum vér að endurmeta þessar hugmyndir, vísindalega og skyn- samlega; og oss virðist, að þessu verði einungis til vegar komið með því, að innlima þær í þróun- ina, skoða þær sem þróunarfyrir- bæri á sama hátt og augun, hend- urnar og tungumálið. Það verður að færa sönnur á, að hver einasti maður hefir hlut- verki að gegna og frjálsræði til að rækja það eða afrækja, að hann er hlekkjur í keðju og ekki strá, sem berst fyrir straumi; í fám orðum: að „manngöfgi" er ekki innantómt orð; og ef maður- inn er ekki sannfærður um það og reynir ekki að öðlast þessa göfgi, þá lætur hann fallast nið- ur á þroskastig dýrsins. (Stefnumark mannkyns) i.....................—-------• Molar Við sjúkrarúm mætast kunningjar sjúklingsins til þess að tala sín á milli. Dýravinur hafði eignast mjög vitran hvolp, og nú átti að kenna honum sitt af hverju. Það fyrsta, sem hann átti að læra, var að gelta þegar hann værl svangur og vildi fá mat. Nokkrum dögum seinna spurði kunn- ingi hans hvernig kennslan gengi. — Þetta gengur ágætlega, nú geltir hann í hvert skifti sem hann er svang- ur, en hann vill ekki snerta matinn fyr en eg hefi gelt líka. _Ó, hér er yndislegt að synda, sagðl unga stúlkan á baðstað, sjórinn fullur af karlmönnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.