Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 461 Uppdráttur Lievogs af viðbótum við kaupstaðarlóðina, en það er allt Arnar- hólstún fyrir norðan og austan traðirnar (einkennt með skástrykum). gefa Reykjavík, en það er m. a. allt Arnarhólstúnið fyrir norðan traðirnar (því að tukthúsið mátti ekki missa þá lóð, sem það stóð á). og Örfirisey öll. Þessi hluti Arnar- hólstúns mældist 12.000 ferfaðmar. Segir í útmælingargerðinni að þetta land sé Reykjavík mjög hag- kvæmt, einkum vegna þess að þá fái hún meira athafnasvæði við höfnina, góðar lendingar, nóg rúm fyrir sjóbúðir og fiskreita. Síðar segir: „Þar sem allt þetta áður- nefnda land, sem bætast á við kaup staðarlóð Reykjavíkur, er eign hans hátignar konungsins og hann hefir allra mildilegast gefið Reykja -vík það, án þess að nokkuð komi í staðinn, þá verður hér ekki held- ur um neina greiðslu til annara að ræða...." Þessi útmæling var send Rentu- kammeri þá um veturinn, ásamt uppdrætti eftir R. Lievog stjörnu- meistara, er hann hafði gert af kaupstaðnum og hinni fyrirhuguðu viðbót kaupstaðarlóðarinnar. Jafn- framt var því skotið til stjórnar- innar hvort ekki væri rétt að allir úthagar væri lagðir undir bæinn, svo að íbúarnir bætti nota þá eftir þörfum. Stjórnin gaf þann úrskurð árið eftir, að úthagar skyldu fylgja bænum til sameiginlegra afnota. Þetta hefir líklega þótt rasgjöf, því að stjórnin tekur Örfirisey af bænum aftur 1791. En þar er ekk- ert minnzt á Arnarhól og hann var aldrei tekinn aftur. Árið 1792 var svo kaupstaðarlóðin stækkuð þannig, að við hana var bætt Skál- holtskoti og Stöðlakoti. Er þá tekið fram í útmælingu, að þetta sé við- bót við kaupstaðarlóðina, eins og hún var ákveðin 1787. Þar má sjá, að Reykjavík hafði eignazt Arnar- hólstúnið. En Reykjavík fekk það aldrei. Fyrst mun hafa verið þumbast við að afhenda það, vegna þess að tugthúsið hafði nytjar þess. En eft- ir að tukthúsið var lagt niður, og stiftamtmenn sölsuðu undir sig túnið, mun það ekki hafa legið lausara fyrir. Um þetta segir Jón biskup Helgason (1916): „Afleið- ingin hefir því orðið sú, að kaup- staðul- vor hefir nú í senn 130 ár verið látinn kaupa háu verði af landstjórninni hverja feralin í þessu túni, sem sannanlega var honum í upphafi gefið af konungi, og því kaupstaðarins ótvíræð eign“. Mannvirki á Arnarhóli Einn kaflinn í sögu Arnarhóls er um Batteríið. Honum hefi eg áður gert skil í greininni „Víggirðingar Reykjavíkur“ (í bókinni Fortíð Reykjavíkur). En oft hefir verið talað um að byggja stórhýsi á Arnarhóli. Þegar latínuskólinn skyldi flytjast frá Bessastöðum til Reykjavíkur, vildu margir að hús yrði reist handa honum þar. Ýmsir smámunir réðu, að ekki varð úr því Þegar reisa skyldi alþingis- húsið, var talsverður áhugi fyrir því, að það skyldi standa á Arnar- hóli, og var fyrst ákveðið að setja það þar, en hætt við „eftir allskon- ar þref, deilur og undirróður“, segir Klemens Jónsson. Var svo byrjað á byggingu þess rétt fyrir ofan Stjórnarráðið, en þegar Bald yfirsmiður kom, harðneitaði hann að reisa það í halla. Varð það því úr, að því var „holað niður í kál- garð“ niðri í miðbænum. Og þegar rætt var um byggingu landspítala, vildu sumir að hann stæði á Arnar- hóli, en ekkert varð úr því. Það mun hafa verið í janúar 1863, að Jón Árnason þjóðsagnarit- ari hreyfði því fyrstur manna, að íslendingar ætti að reisa Ingólfi Arnarsyni minnismerki, og skyldi það standa á Arnarhóli, þar sem öndvegissúlur hans komu á land. Þetta líkneski kom 1931 og stendur nú þar sem gamli bærinn var. Traðirnar og túngarðurinn Arnarhólstraðir og garðurinn mikli umhverfis túnið, eru sam- stæður, og verður ekki um annað skrifað án þess minnzt sé á hitt. í Grágás er svo fyrirmælt, að hver maður skuli gera löggarð um töðuvöll sinn. Og í Jónsbók segir: „En það er löggarður, er 5 feta þykkur er við jörð niðri, en þriggja ofan; hann skal taka í öxl þeim manni af þrepi, er hann er hálfrar 4. alnar hár“. Björn M. Ólsen færði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.