Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 199 HANDRITAMÁLID Það eru nær eingöngu Islendingar, sem kunna oð nota Arnasafn BRÖNDSTED prófessor hefir hald- ið því fram, að vegna alþjóðlegra vísindaiðkana verði íslenzku hand- ritin að vera í Kaupmannahöfn. í sama streng hefir Westergaard Nielsen prófessor tekið. En Jón prófessor Helgason hefir sýnt fram á, að það hafi frá upphafi aðallega verið íslendingar, sem rannsakað hafa handritin. Og hann bætir við- „Eg hefi hér fyrir framan mig skrá um þær útgáfur, sem komið hafa á árunum 1930—1950 og byggð -ar eru á íslenzku handfitunum í Árnasafni. Hér er aðeins um þær útgáfur að ræða, sem byggjast á sjálfum handritunum, en ekki end- urútgáfur, sem fjöldi hefir komið af á íslandi, og ekki heldur ljós- myndaútgáfur, sem eru tæknilegar en ekki vísindalegar. Á þessari skrá eru 40 útgáfur, og af þeim Flufj um geiminn Menn verða að geta komizt til jarðarinnar aftur ÞESS var nýlega getið í fregnum að Bandaríkjamenn ætli innan skamms að senda flugmann út í geiminn. í sambandi við það er fróðlegt að athuga hvað einn af vísindamönnum þeirra, er fæst sér- staklega við heilsufræði í háloftun um, hefir nýlega sagt um þetta Hann heitir dr. Hubertus Strug- hold og er frægur maður á sínu sviði. Hann minntist fyrst á það, er Rússar sendu tík upp í háloftin með hafa íslendingar séð um 35, ís- lendingur og Norðmaður eina í fe- lagi, Norðmaður um eina, Englend- ingar um tvær og Hollendingur um eina. Sé eigi aðeins litið á fjölda út- gáfanna, heldur á stærð þeirra og blaðsíðutal, verður hlutdeild ís- lendinga í útgáfunum hlutfallslega miklu meiri. Og hvað verður þá úr þeirri röksemd, að íslenzku hand ritin þurfi að vera í Kaupmanna höfn vegna alþjóðlegra vísinda- iðkana“. Bjarni M. Gíslason hefir ritað nýa bók um handritamálið og rek- ur þar sögu þess. „Höjskolebladet“ segir að vonandi fáist bráðlega út- gefandi að þessari bók, því að það sé áreiðanlegt, að þegar menn 'haf; lesið hana, muni ganga greiðlegar að leysa handritamálið. Sputnik II., en sagði urn leið, að það væri svo sem ekkert nýtt, að lifandi dýr væri send út í geiminn Það væri nú mörg ár síðan Banda- ríkjamenn hefði sent apa og mýs út í geiminn með rákettum, til þess að athuga hvernig lífverur stæðust það ferðalag. Þessum skepnum var náð aftur til jarðar, og voru þær þá í fullu fjöri. Aparnir eru enn á lífi, og eins eru á lífi afkomendur .núsanna, sem fóru upp í háloftin En það er alveg sama hve hár- nákvæm vísindaáhöld eru höfð í klefum með þessum lifandi geim- förum, að þau geta aldrei frætt oss um það hver áhrif það hefir á sal og líkama að komast út í tómrúmið. Ekki geta skepnurnar það heldur. Það er maðurinn einn, sem gæti sagt frá því. Hann sagði líka, að Bandaríkjamenn hefðu orðið langt á undan Rússum, að senda hunda upp í háloftin og láta þá vera þar dogum saman í lokuðum klefa, þar »em var nóg andrúmsloft og þeir höfðu nóg að eta. „Og nú um langt skeið höfum vér verið að gera til- rauriir með slíkan klefa handa mönnum, hvort sem þeir ferðast í rákettum eða öðrum geimförum. Tilgangurinn er sá, að manninum geti liðið þar vel og hann hafi henti -semi til þess að gera margs konar athuganir, er komið geta að gagni þegar geimferðir hefjast fyrir alvöru“. Bandarískir flugmenn hafa hvað eftir annað farið í rannsóknaferðir út að endimörkum gufuhvolfsins Er þar fyrst að nefna majór David G. Simons, sem fór í flugbelg rúm- lega 30 km. út fyrir jörðina og hafð- ist þar við til rannsókna í 32 klukku -stundir. Þá má og nefna kaptein Iven C. Kincheloe, sem fór á þotu upp í allt að 40 km. hæð, en það er met í háflugi á flugvél. Þetta er allt undirbúningur >ð geimflugi. Þessi dæmi eru ef il vill ekki jafn söguleg og hitt, að senda gervihnött með hund út i geiminn, en þau verða áreiðanlega að meira gagni þegar fram í sækir. Fyrsta geimflugið verður farið í nokkurs konar flugvél og maður þar innan borðs. En svo verður bú- ið um, að hann geti snúið aftur og komizt heilu og höldu til jarðar- innar. Það er ekki mest áríðandi að koma gérvihnetti út í geiminn, heldur að hann geti komizt aftur óbrunninn í gegnum gufuhvel jarð- arinnar og lent heill á húfi. Pétur: Eg hefi enga trú á þessum fljúgandi diskum. Páll: Eg hafði ekki heldur trú á þeim — fyr en eftir að eg gifti mig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.