Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 191 ÁLACABLETTIR sá sem var að snuðra hjá bílnum og lét svo ankannalega". „Má ég pyrja hvað gengur á?“ sagði ég. Shrewsbury horfði fast á mig og sagði: „Það er út af Pope-Hartford bílnum, sem þér höfðuð svo mikinn áhuga fyrir. Honum var stolið í nótt“. „Stolið?" endurtók ég undrandi. „Það er ómögulegt". „Já, þetta var ég að segja“, sagði Hawkes æstur. „Það er ómögulegt! Safnið er lokað, þar eru verðir og þar eru bjöllur sem hringja. Það er ekki hægt að stela neinu úr safninu"! „Samt sem áður er bíllinn horfinn", mælti Shfewsbury góðlátlega. Svo sneri hann sér að mér og sagði: „Og nú langar okkur til að vita hvernig á því stóð að þér höfðuð svo mikinn áhuga fyrir þessum bíl“. Ég vissi ekki hverju svara skyldi. Þeir mundu áreiðanlega ekkj trúa sögu minni. En hér var ekkert undan- færi. Ég spurði hvort ég mætti fá mér sæti. Og síðan sagði ég þeim alla sög- una um Pope-Hartford bílinn. Þeir hlýddu þegjandi á þar til ég hafði lokið sögunni. „Ef þið viljið hringja til Comstock, þá er ég viss um að hann staðfestir allt sem ég hefi sagt“, mælti ég að lokum. Þeir Shrewsbury, Hawkes og Mullen litu hver á annan. Það var auðséð að þeir héldu að ég væri ekki með réttu ráði. En svo greip Shrewsbury sím- ann og hringdi. Þegar svarað var bað hann um sam- tal við Comstock. En svo var eins og hans hlustaði nokkra stund. Hann sagði ekki neitt og breytti ekki um svip, en kipraði augun. Síðan lagði hann frá sér heyrnartólið. „Voruð þér nákunnur Comstock?" spurði hann svo. Ég fann að eitthvað nýtt var á seyði. „Ég hitti hann í fyrsta skifti í gær. Hefir nokkuð komið fyrir?" Shrewsbury yppti öxlum og sagði svo: „Comstock varð bráðkvaddur i nótt“. Mér hnykkti ekki svo mjög við að heyra þetta. En það var annað — Lucy! Hvar var Lucy nú? „Mig. langar til að sjá „Stræti frá 1905“, sagði ég. Þeir svöruðu engu, en komu með mér. Og þarna var steinlagða strætið og auður staðurinn, þar sem Pope- Sýrukerið á BergsstÖðum BERGÞÓR í Bláfelli var hálftröll eða vættur. í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er frásögn um hann eft ir Egil hreppstjóra Pálsson í Múla í Biskupstungum, og segir þar meðal annars: Oft fór Bergþór til mjölkaupa fram á Eyrarbakka, en helzt á vetrum, þegar vötn voru lögð, og bar þá jafnan tvær mjöltunnur. Eitt sinn gengur Bergþór með byrði sína upp byggðina; en þegar hann kemur upp undir túnið á Bergs- stöðum í Biskupstungum, hittir hann bónda og biður hann að gefa sér að drekka. Bergþór segist muni bíða þar, meðan bóndi fari heim eftir drykknum; leggur hann svo af sér byrðina hjá berginu, sem bærinn dregur nafn af, og klappar holu í bergið með stafbroddi sín- um. Bóndi kemur aftur með drykk- inn og færir Bergþóri. Bergþór drekkur nægju sína, þakkar bónda fyrir og segir, að hann skuli hafa ker það, sém hann hafi klappað i bergið, til að geyma í sýru, og seg- Hartford bíllinn átti að vera. Skorð- urnar undan honum stóðu óhreyfðar, en það var eins og bíllinn hefði gufað upp. Eg vonaði, að einhvers staðar á Ljósgeislabrautinni sætu tvær verur í honum á hraðri ferð til gæfu og fagn- aðar. Eg sagði þeim þetta, Shrewsbury, Hawkes og Mullen. „Auðvitað býst ég ekki við að þið trúið mér“, sagði ég svo. Shrewsbury stóð þarna og horfði á staðinn. Skyndilega rak hann upp undrunaróp. ‘Hann laut niður og tók eitthvað upp. Það var einkennisband Heiðursfylk- ingarinnar. (Úr „The Supernational Read»r“) ir, að hvorki muni vatn blandast við hana í kerinu, né heldur muni hún frjósa í því á vetrum, en hundraðsmissir verði það í búi bónda, vilji hann ekki nota kerið. Við þessa sögu bætir Egill: Kerið hefi eg séð og mun það taka á þriðju tunnu. Vatn mikið var ofan á sýrunni, sem undir var í kerinu, sem feiti flýtur ofan á vatni, og sagt var mér, að ekki frysi nema vatnið, sem ofan á syndir. í ritinu „Inn til fjalla I.“ sem kom út 1949, segir svo um ker þetta: Ker þetta, sem sagan getur um, er, eins og þar segir, neðan við dá- lítið berg vestan við túnið á Bergs- stöðum. í lögun er það eins og gömlu hlóðapottarnir. Stærð þess er í þvermál 1,40 m. og í dýpt 55 sm. Allt er það með höggförum að innan eins og þegar broddstaf er höggvið í klaka. Gert er yfir það svo að hvorki rignir í það né snjó- ar. Enn er þeim fyrirmælum fylgt að hafa sýru í kerinu. Hreinsað er það árlega og sýran endurnýuð. Vatn síast í það gegnum bergið og jarðveginn í kring. Ekki blandast sýran vatrtinu; hún er undir, en vatnið flýtur ofan á. Aldrei frvs sýran, þó að vatnið frjósi niður að henni. Komið hefir fyrir, að ekki hefir verið hirt um að hreinsa Kerið og skipta um sýru í því. en þá hefir þótt illa fara og bóndinn orðið fyrir óhöppum í fjáreigninni það sama ár, og ógjarna hefir sá bóndi viljað láta slíkt hirðuleysi nenda aftur. Slík er trúin enn á kraft þessara ummæla, sem sögð eru komin alla leið úr forneskju. G. Þ.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.