Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 193 Fannfergl nyrðf Ýta kemur til Akureyrar mef sleðalest. Þan< var mjólk flu og annar varningur. fekk tundurdufl í vörpuna fyrir vestan og kom með það til ísafjarðar, þar sem það var gert óvirkt (23.) — LANDHELGISBROT Enskur togari var tekinn að veiðum í landhelgi fyrir austan og dæmdur í Seyðisfirði í 74.000 kr. sekt og afli og veiðarfæri gert upptækt (19.) Annar enskur togari var tekinn með óbúlkuð veiðarfæri innan landhelgi, en þó utan 3 sjómílna. Hann var sýknaður vegna þess að engin ákvæði voru sett um óbúlkuð veiðarfæri utan 3 mílna þegar landhelgin var víkkuð (26.) SLYSFARIR Maður fell niður í lest í Gullfossi í Reykjavíkurhöfn og slasaðist mikið (1.) Tveir vélbátar rákust á í innsigling- unni í Hornafirði og laskaðist annar mikið. Það var nýr og vandaður bátur, Gissur hvíti (4.) Vb. Fróði frá Ólafsvík fekk á sig brot -sjó undan Jökli og var mjög hætt kominn. Togarinn Júlí kom til hjálpar og fekk dregið bátinn til Akraness (6.) Kona datt á hálku á Akranesi og lærbrotnaði (7.) Vb. Unnur frá Vestmanneyum strand -aði við Landeyasand. Mannbjörg varð en báturinn náðist ekki út (8.) Ungur maður datt á skíðum í Ar- túnsbrekku hjá Reykjavík og skaddað- ist hryggurinn svo gera varð uppskurð á honum (12.) Tveir menn slösuðust á togaranum Ágúst er bóma fell á þilfarið (13.) Rafn Árnason, 2. stýrimaður á Trölla -fossi, hvarf af skipinu í New York (14.) Esja tók niðri í Patreksfjarðarhöfn og bilaði stýrið (15.) Snjóflóð fell í Patreksfirði, tók af þrjá bílskúra með bílum og áhöldum og braut alla rafmagnsstaura þar sem það fór yfir (16.) Fjögurra ára drengur í Seyðisfirði beið bana af voðaskoti (18.) Drengir í Grundarfirði hnupluðu hvellhettum og sprengjum. Fullorðinn maður tók það af þeim, en rétt á eftir sprakk hvellhetta í höndum hans og tók af tvo fingur (19.) Vb. Von frá Grenivík strandaði á Reykjanesi í stórsjó. Sumir komust á gúmbát, en Ingólfur Halldórsson stýri- maður synti með línu í land í gegn um brimið upp í stórgrýtisurð og fyrir það björguðust allir (20.) Dísarfell tók niðri á boða hjá Spá- konuíellshöfða og braut stýrið (21.) Sex ára drengur varð fyrir bíl í Reykjavík og fótbrotnaði (22.) ELDSVOÐAR Eldur kom upp í húsi Stefáns Bjarna- sonar yfirverkfræðings hjá Ríkisút- varpínu og var svo bráður að ekkert bjargaðist af innanstokksmunum og brann þar inni mikið og dýrt bóka- safn (7.) Eldur kom upp í lítilli málmsmiðju í Reykjavik og urðu miklar skemmd- ir (8.) Stórbruni varð í Hótel Höfn 1 Siglu- firði og brunnu þar inni gestgjafinn, Gísli Þ. Stefánsson, og 4 ára sonur hans (20.) Eldur kom upp í vb. Svan í Stykkis- hólmshöfn og urðu á honum nokkrar skemmdir (21.) MANNALÁT Jóhannes Askevold Jóhannessen iæknir í Rekovac í Júgóslafíu lézt . þar 22. febrúar. 1. Kristján Vilhjáimsson bílstjóri, Reykjavík 2. Gísli Snorrason, Torfastöðum, Grafningi 2. Sigríður Sigurgeirsdóttir, Reykja- vík 3. Eiinborg Jánsdóttir, Reykjavík 4. Geirlaug Sigfúsdóttir, Siglufirði 5. Guðlaug Guðlaugsdóttir frá Fossi, Hrunamannahreppi 6. Valgerður Jónsdóttir frá Tannstöð- um 7. Gísli Guðmundsson bókbindari, Reykjavík 7. Sverrir Sverrisson húsasmíða- meistari, Reykjavik 10. Ólina Einarsdóttir, Reykjavik

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.