Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 189 að það sé harin, sem nú er kominn hér í safnið“. Hawkes brosti að barnaskap minum, en hringdi þó i ritara sinn og bað hann af koma „með sérstaka skrá. Þegar hann hafði blaðað í henni um stund, sagði hann: „Því miður verður það ekki séð. — Þessi bíll hefir verið keyptur á upp- boði í Indiana". Þetta voru vonbrigði. Eg kvaddi for- stjórann og gat svo ekki stillt mig um að skoða aftur „Stræti frá 1905“. Og eg verð að segja eins og er, að eg hafði talsverðan hjartslátt þegar eg nálgað- ist Pope-Hartford bílinn. Og þarna sat þá Lucy enn, eirðarlaus og þreytuleg. Hún brosti ofurlítið til mín. „Mér þykir leiðinlegt að eg varð að fara svo snögglega í gærkvöldi", sagði eg. „Mér varð illt“. „Gærkvöldi“ endurtók hún. „Það er ekki andartak síðan þér fóruð". Eg gaf þessu lítinn gaum þá. Eg varð að nota tímann meðan eg var þarna einn. Umsjónarmaður gat komið á hverri stund og eg kærði mig ekki um að hann færi að skipta sér af mér aft- ur. Eg sagði því: „Yiljið þér gera svo vel að segja mér hvernig á því stendur að þér eruð hér í safninu?" „Safninu?" sagði hún. „Eg skil yður ekki“. „Þér þurfið þó ekki annað en líta í kring um yður til þess að sjá að þér eruð i Iðnaðarsafninu, í þeirri deild- inni sem kallast „Stræti frá 1905“. Þér eruð í klæðnaði sem var í tízku fyrir 40 árum. Og þér sitjið í 40 ára gömlum bíl“. „Hvaða vitleysa. Fötin mín eru spán ný og svo er bíllinn“. „Nú er ártalið 1945“, sagði eg, „og það eru ekki nema nokkur ár síðan að safnið var stofnað“. Hún leit undan. „Gerið svo vel að fara“, sagði hún. „Eg er hrædd við yður. Þér talið tóma vitleysu". , „Eg segi yður alveg satt“, sagði ég ákafur. „Lítið í kring um yður. Hver eruð þér, og hvernig stendur á því að þér eruð hér?“ „Hættið þessu“! Hún virtist daúð- hrædd. „Hér er ekkert safn. Við erum hérna á akbrautinni hjá húsi föður míns. Æ, eg vildi að hann Arthur kæmi. Hann mun taka í lurginn á yður fyrir að hræða mig. Þér eruð gamalt illfygli". „En eg segi yður alveg satt!“ hrópaði eg og veifaði báðum höndum til þess að leggja áherzlu á orðin. En þá var tekið hranalega í mig. „Þér verðið að hætta þessum heimskulátum“. Það var Mullen, sem kominn var aftur. Að baki honum stóð hópur manna. Allir gláptu á mig og töluðu í hálfum hljóðum. Fn svo kom lítill og snaggaralegur maður og stjakaði þeim til hliðar. Það var Hawkes safnstjóri. „Hvað eiga þessi læti að þýða, Mull- en?‘ sagði hann. „Það er þessum karlskrögg að kenna. Hann kom hingað í gær og var að tala um einhverja stúlku, sem sæti í þessum bíl. Sennilega er hann ekki hættulegur, en hann er eitthvað — þér skiljið“. „Eg er ekki geggjaður", hrópaði eg. „Eg var að reyna að útskýra fyrir ungu stúlkunni hérna í bílnum . . .“ „Komið þér nú með okkur“, sagði Hawkins. „Við getum ekki látið þetta viðgangast hér í safninu. Það er engin stúlka í þessum bíl, eins og allir geta séð“. Eg leit í kring um mig og sá að allir voru á sama máli og hann. Eg reyndi að stilla mig. „Bíðið þér aðeins andartak", sagði eg og sneri mér svo að stúlkunni. „Lucy, eg fullvissa yður um, að eg ætla ekki að hræða yður. En allt sem eg sagði yður er satt. Hér er nú að minnsta kosti tylft manna. Getið þér séð þá?“ „Hér er enginn nema þér einn“, svar- aði hún. „Þeir sjá yður ekki heldur. Eg er eini maðurinn, sem sér yður.“ Henni brá og örvæntingarsvipur kom á andlit hennar. „Hvað — hvað hefir þá komið fyrir mig!“ hrópaði hún. „Eg er hrædd. Ó, getur enginn hjálpað mér?“ Svo greip hún höndunum fyrir and- lit sér og fór að gráta. Ef eg hefði þá fengið tækifæri til þess að tala við hana, mundi eg sennilega hafa fengið að vita allt. En nú togaði Hawkes í mig af öllu afli. „Eg verð að krefjast þess að þér kom- ið með mér“, sagði hann. „Og það er bezt fyrir sjálfan yður, því að þér eruð ekki heilbrigður". Eg mótmælti kröftuglega. Eg afhenti honum nafnspjaldið mitt og bað hann að leita upplýsinga um mig. En þeir vildu ekki heyra það nefnt. Þeir Haw- kes og Mullen tóku þéttingsfast smn um hvorn handlegg á mér og það var auðséð að þeir vildu koma mér út úr safninu áður en eg trylltist. Og eg fann það á mér, að upp frá þessu mundi eg aldrei fá leyfi til þess að koma í safnið. Þeir drógu mig með sér. Mér varð litið um öxl. Þarna var Lucy enn í framsætinu á Pope-Hartford bílnum, grátandi og örvæntingarfull. □ □ Eg fór heim, og heilbrigð skynsemi sagði mér að eg skyldi hætta að hugsa um þetta. En eg gat ekki sofið fyrir því um nóttina, og daginn eftir var mér ljóst að eg gat ekki um annað hugsað. Eg gat ekki gleymt örvæntingar- svipnum á Lucy. Eg fann að eg átti að hjálpa henni, hvernig sem eg færi að því. Þá varð eg fyrst að byrja á því að rannsaka málið. En hvar átti að byrja? Mér var það ljóst, að margir Pope- Hartford bílar hefðu verið til 1905. Þó var ólíklegt að margir menn, sem hétu Arthur, hefðu átt slíkan bíl. En ekki var víst að bíllinn hefði verið skrásett- ur í þessari borg. Eg fór til skráning- arskrifstofunnar og fann þar að lokum bílaskráningu frá árinu 1905. Og eftir langa leit rakst eg þar á, að einhver Arthur H. Comstock hefði átt Pope- Hartford bíl árið 1905. Þá fór eg að leita í símaskránni, en þar var enginn maður með þessu nafni. Þá virtist öll von úti. Á leiðinni heim kom mér þó til hugar að reynandi væri að leita í símaskrám útborganna. Fjörutíu ár voru liðin, og menn eru gjarnir á að draga sig út úr þegar á ævina líður, og taka sér bólfestu utan stórborganna. Þetta reyndist rétt. Eg fann þar að Arthur H. Comstock átti heima á Poscommon Place í Glen Oaks. Eg náði mér í bíl og ók þangað. En mér var ekki rótt innan briósts á leið- inni. □ □ Svertingi tók á móti mér, er eg kom heim til Arthur H. Comstock. Eg af- henti honum nafnspjald mitt og hann fór með það, en kom að vörmu spori aftur með þau skilaboð, að húsbóndinn vildi veita mér áheyrn. Comstock hetir liklega verið fimm

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.