Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Blaðsíða 15
131 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Upphaf þess er það, er Konstan- tin keisari tiutti hoiuðborg Róma- veidis irá Rom tii Mikiagarðs á f jórðu öid. Siðar, er rómverska rík- inu var skipt árið 395, varð Arcad- ius drottnari í eystra ríkinu, en Honorius í því vestra. Svo komu „barbararnir“ og sigruðu vestræna ríkið 410 undir stjórn Alariks og hertóku Rómaborg. Þá var það að páfinn tók upp titil inna heiðnu keisara, „póntifex tnaximus“, og tókst að ná yfirráðum í vestra hluta ríkisins, og Varð þannig stjórnandi hálfs heimsins með fullu löggjafarvaldi. Á hinn bóginn var svo patríark- inn í Miklagarði. Hann gat ekki gleymt því, að einu sinni hafði öllu Rómaríki verið stjórnað frá Mikla- garði. En nú var ríkið klofið og patríarkinn gat ekki náð neinum völdum f vestra ríkinu, fremur en páfinn í Róm gat náð völdum f eystra hlutanum. Hvað var þá því til fyrirstöðu, að patríarkinn væri jafningi páfans í Róm og hefði jafn- mikil völd og hann? Eftir því sem ásælni páfans fór vaxandi, eftir því varð patríark- inn harðari í hom að taka. Ósam- lyndið innan kirkjunnar magnaðist smám saman og kirkjusiðirnir urðu aðrir í eystra hlutanum, en þeim vestra. Harðvítugar deilur risu út af páskahaldinu, eðli Krists, til- beiðslu líkneskja og hvort heilagur andi væri bæði frá Kristi og guði. En svo virtist þetta bræðast saman á kirkjuþinginu f Nicaea árið 787. Þar náðist samkomulag um grund* völl innar einu sönnu kirkju. Svo liðu rúmlega tvær aldir, en alltaf voru væringar milli austurs og vesturs og stöfuðu einkum af fíkni í veraldleg yfirráð. Og svo kom klofningurinn út af deilu um altarissakraméntið. Ráfinh hafði 6ent nefnd manna austur í Mikia- garð til þess áð reyna að jafna deiluna, en patríarkinn neitaði að veita nefndinni áheyrn. Þá svöruðu neíndarmenn með því að bann- iæra patriarkann. Þetta skeði í júni luö4, og siðan heiur austrið og vestrið verið aðskihð íram á þennan dag. KIRKJUVALDIÐ MAGNAST Eftir 1054 jukust mjög völd róm- versku kirkjunnar og hún varð al- gjörlega óháð ríkisvaldinu. Hún tók að sér að stjórna. Hún krýndi konunga og keisara. Páfinn leitað- ist við að ná heimsyfirráðum. en rak sig jafnan á ið órjúfanlega járntjald. Á sama tíma færði austræna kirkjan út kvíaarnar yfir ið víð- lenda Rússland, og rússneska kirkj- an varð brátt arftaki innar aust- rænu kirkjudeildar. Á öndverðri 13. öld var farin herferð til Eystrasalts- landanna undir merkjum rómversk -kaþólsku kirkjunnar í því skyni að færa út veldi páfans. Én herhlaup það gat ekki rofið járntjaldið. Árið 1237 réðust Tartarar inn í Rúss- land. Innocentius páfi IV. bauðst til að skerast í leikinn og fá þjóðhöfð- i'ngjá í Evrópu tíl þess að hefja krossferð og bjarga Rússlandi und- an mongólsku hættunni, gegn því að rússneska kirkjan sameinaðist rómversku kirkjunni og viður- kenndi páfann sem yfirmann sinn. En svar Rússa og rússnesku kirkj- uhnar var á þá Ieið, að þeir kysi heldur yfirráð Mongóla en yfirráð páfans! Seinná reýndu páfarnir hvað eft- ir annað að ná tökum á rússnesku kirkjunni, einkum 1517, 1581 og 1717. En svo kom Pétur mikli og ákvað að kirkjan í Rússlandi skyldi lúta yfirstjórn ríkisins Þar með var yfirstjórn kirkjunnar gerð að sérstakri stjórnardeild. Eftir það var vonlaust fyrir páfann að ná tökum á rússnesku kirkjunni, nema því aðeins að hann hefði fyrst unn- ið sigur á rússneska keisaranum. Árið 1917 var Rússakeisara velt og russneska kirkjan ainumin, en i pess staó Kom veidi Kommunxsm- ans. Ug enn heizt jarntjaldið við. f --- TÝNT TUNGL FUNDIÐ Eins og kunnugt er hefir Júpíter 12 fylgihnetti eða tungl. Tunglið, sem talið er ið 8. í röðinni, kom fyrst fram á ljósmynd, sem tekin var í stjörnuathuganastöðinni Greenwich í Englandi 1908. Var álitið að tungl þetta mundi ekki vera stærra en svo sem 50 km. í þvermál. Það er svo fjarri Júpiter, að aðdráttarafl sólar hefir mikil áhrif á það, og stundum fjarlægist það Júpíter svo mikið — allt að 32 milljón mílur — að það er rétt svo að aðdráttarafl hans geti togað það til sín aftur. Er gamgur þessa tungls því mjög breytilegur, og árið 1942 misstu menn algerlega sjónar á því. En nú hefir það fundizt aftur. Með einni af inum sjálfvirku reiknivél- um, UNIVAC, tókst að reikna út hvar það mundi niður komið. Var svo 100 þumiunga stjörnusjánni á Mount Wilson í Kaliforníu, beint á þann stað, og þar var tunglið. — Nú hefir reiknivélin verið látin reikna út gang þess um næstu 25 ár, og ætti þá ekki að vera hætta á að það týnist aftur. Fílabein Fílabein er enn eftirsótt vara, og enn kemur mikið af því á markað á hverju ári, aðallega frá Kongó, Kenya, Tang- anyika og Uganda í' Afríku. Éin tönn getur verið um 50 kg. að þyngd, en ekki eru þær fluttar út x Keilu lagi, heldur brytjaðar niður eftir vissum reglum og síðan hreinsaðar og fágað- ar. Fyrstu 10 mánuði ársins 1954 nam útfluíningur á fílabeini frá Zanzibar og Mombasa: Til Bombay 91 smál., til Hong Kong 38 smál., til Hollands 8 smál., til Japan 24 smál., til Banda- ríkjanna 5% smál., og til Englands 16 smál.. Á þessu má sjá, að þrátt fyrír það þótt fílar sé nú víða friðaðir, þá eru margir lagðir að vellx á ári hverju.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.