Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Blaðsíða 11
þorp og ekki hægt að komast inn í þau nema með stiga. í hverju þorpi miðju var vinkilmynduð byggmg, sem gestum er ætluð. Þar voru mörg herbergi, og þarna dveljast vinir og frændur, sem koma í heim- sókn, FÓLKID Hálendingar bafa gríðarmikinn höfuðbúnað, gerðan úr fjöðrum paradísarfuglsins og skinnum af opossum. Auk þess skreyta þeir sig með skeljum. Skeljarnar eru mjðg dýrmætar, því að flytia verður þær langar leiðir frá ströndinni, eða alla leið frá Fimmtudags-ey. Sumar eru svo dýrar að þær kosta fjögur Ster- lingspund hver. Sá sem á margar slíkar skeljar er talinn auðkvfing- ur. Flestir hafa stungið beini eða tönn í gegnum miðsnesið á sér. Sumir höfðu nokkurs konar svuntu framan á sér, ofna úr stráum, en á baki skýldu þeir sér með laufguð- um greinum. Allir báru utan á sér allt sem þeir áttu af skeljum og öðru skrauti. Konumar voru í grasoilsi, eða pilsi fléttuðu úr stráum. Þessi fatn- aður var löðrandi í grísafeiti og fádæma óhreinn. Konurnar eru ekki síður skrautgjarnar en menn- irnir. Þær voru með armbönd og öklabönd. hálsbönd og skelja- skraut. Á baki voru þær með poka, sem þær báru í reim um ennið, og f þessum pokum geymdu þær ým- ist matvæli eða krakka. AlHr, konur jafnt og karlmenn, höfðu litað andlit sin allavega með gulum og rauðum leir. Hér er sá siður sem annars staðar á þessum slóðum. að konumar verða að vinna alla erfiðisvinnu. Þær safna byggingarefni og bvggja kofana, þær gera klæðnaði handa öllum, þær höggva við f eldirn, sjóða matinn, hugsa um bömin og hugsa um évaxtagarðana. LESBÓK MORGUNBLAÐSJNS SANNKÖLLUÐ STÓRHÁTÍÐ Við skoðuðum öll þrjú þorpin, dáðumst að handavinnu kvenn- anna. tókum myndir af þeim. og bústöðum þeirra og heldum svo aftur þangað sem Sing Sing var háð. Mörg hundruð manna voru þar saman komin til þess að taka þátt í þessari stórhátíð, sem haldin er fimmta hvert ár. Hátíðin hafðí nú staðið nokkrar vikur áður en við komum, og henni var svo sem ekki nándar nærri lokið, því að hún átti að standa í sex mánuði! Hátíð þessari lýkur með stórkost- legri veizlu. Þá er slátrað hundruð- um alisvína, sem hafa verið fituð sérstaklega vel. Til þessarar há- tíðar streyma menn, sem einhverra orsaka vegna hafa flutzt burt af þessum slóðum. Þetta er því ættar- hátíð, þar sem allir frændur og vinir sameinast. Þegar degi hallaði settust gaml- ar konur að matreiðslu og steiktu á glóðum brauðaldin og sætar kart- öflur í kvöldmatinn. Eftir að myrkrið skall á fjölgaði fólkinu mjög og söngurinn magn- aðist. Dansinn átti að standa lát- laust alla nóttina. í hvert skipti sem einhver gafst upp örmagna af þreytu, átti annar að koma í hans stað. Þannig gekk þetta nótt eftir nótt, og þannig átti það að ganga í sex mánuði. Við urðum fegin að ganga til hvíldar og tjölduðum utan við þorpin. Árla vorum við á fótum næsta dag og heldum til samkomu- staðarins til þess að taka þar mynd- ir. Var okkur nú fagnað hjartan- lega sem gömlum kunningjum. Og þótt við skildum ekki mál fólksins og það ekki okkar mál, tókst furð- anlega að tala saman með bend- ingum og handapati. Og þegar við heldum heimleiðis, fylgdi okkur stór hópur unglinga margar mílur l?7 og kvaddi okkur seinast með virkt- um. Eyarskeggjar á Nýu Gíneu eru frumstæðir enn, en nú er breytirg í vændum. Skólar' eru stofnaðir víða og með þeim kemur þekking- in til þessara náttúrunnar barna. Hér eru merkileg tímamót, þar sem menningin heldur innreið sína hjá ínum seinustu „villimönnum“. (Eftir Gordon Carter, Moresby) SIRIUS Bjdrt stjarna og ung SÍRÍUS er bjartasta stjaman, sem vér sjáum á himni, og nú nýlega hafa vis- indamenn komizt að þeirri niðurstdðu að hún sé einnig yngsta stjaman, sem vér sjáum, og varla meira en 100 milljóna ára gömul. Getur það ekki tal- izt langur aldur, þegar borið er sam- an við aldur jarðar, sem menn telja nú um 5000 milljónir ára. En eftir þessu ætti Siríus því að hafa verifi skðpuð löngu eftir að sólhverfi vort varð til. Sannar þetta þá það, sem sumir hafa haldið fram áður, að stjömur sé alltaf að skapast. Það eru vísindamenn við Kalifomíu- háskóla og tveir eðiisfræðingar úr kjarnorkurannsóknanefnd Bandariki- anna. sem hafa komizt að þessari nið- urstöðu um aldur Sirfus. Telja þeir að hún hafi myndast úr geimboku op gasi, og fyrst í stað hafi hún verið 150 sinnum stærri en hún nú er og helmingi kaldari, Sfðan hafi hún farið að þjappast saman ng hitinn aukizt þangað til þar urðu kjamasnrenginrar Ifkt og i sólinni. þar sem vetniseindir breytast í helíumeindir. Gert er ráð fyrir því, að í stiömunni sé svo miklö vetni, að það endist henni sem hita- giafi um 500 minjónir árn ann En að beim tima liðnum munj hún aftur þenjast út og kólna og breyta um lit.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.