Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Blaðsíða 12
128 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS * Eg drekk ekki í dag Hér er ein af þeim sorglegu sögum um það hvernig áfengið fer með menn í hundana. Bn hér er einnig sagt frá þvi hvernig drykkjumaður getur rétt við. Sá sem segir frá heitir John Mendes og á heima í London. JgG er ofdrykkjumaður og ég verð drykkjusjúklingur alla ævi. Það er ekki til nein lækning á þeím andlega og líkamlega sjúkdómi, sem letddi til þess að ég missti at- vinnu mína og eyðilagði tvö heim- ili. En nú má þó á mér sjá, að ég hef rétt við. Sjúkdómurinn hefur verið stöðvaður. Nú, um sextugt, er ég að reyna að endurreisa heil- brigt lif á þrjátíu og fimm ára rúst- um. Ég hef ekki læknazt. Það er ekki hægt að lækna mig. Ég veit ósköp vel að eitt einasta staup mundi nægja til þess að steypa mér í glöt- un, og ég yrði kominn í spítala áður en mánuður væri liðinn. Drykkjumaðurinn getur ekki drukkið í hófi. Fyrir hann er eitt staup of mikið, en þúsund staup of b'tið. Faðir minn var eitt sinn efnaður maður og átti ullarverksmiðju í Yorkshire. En hann var mikiU drykkjumaður. Þegar ég var sextán ára fór hann í hundana. Ég varð að hætta námi. hætta við að verða læknir, exns og mig hafði mest lang- að til, og útvega mér atvinnu í vá- tryggingarstofu. Ég hafði megnustu óbeit á áfengi :og bragðaði ekki dropa. En svo kom fyrri heimsstyrjöldin og ég fór til Frakklands sem undirforingi í hernum. Þar stóðum við í skot- gröfum og óðum bleytu og aur upp í hné. í hverri skotgröf var til viskí og við tokum okkur hressingu aður en við fórum á vörð, eitt eða tvö glös. Brátt fór ég að drekka fleiri glös. Ég þoldi meira en félagar mín- ir og mér varð aldrei meint af því. Árið 1917, þegar ég var 23 ára gamall, var ég orðinn mjög vín- hneigður og þegar ég kom heim, 1919, var ég orðinn drykkjumaður. En drykkjuskapur minn var þó ekki svo, að ég gæti ekki sinnt störfum mínum og umgengizt heið- arlegt fólk. Ég kvæntist, vann eins og hestur og árið 1924 var mér boðið að verða meðeigandi í vá- tryggingarfélagi í London. Ári seinna var ég orðinn framkvæmda- stjóri félagsins. Vegna starfa minna varð ég að taka þátt í margs konar veizluhöld- um, og það var hættulegt fyrir mann, sem er svo drykkhneigður, að hann getur ekki hætt að drekka. Að vísu blómgvaðist fyrirtækið, en kona mín varð æ örvæntingarfyllri út af drykkjuskap mínum. Út á við var ég enn heiðarlegur maður og kaupsýslumaður í City. En nú kom það oft fyrir að ég var ekki allsgáður á daginn, og á kvöld- in varð allt í uppnámí heima er ég settist þar að drykk.ju, og þóttist svo sem hafa rétt til þess að drekka þar eins og mér sýndist, þar sem ég hefði ekki neinum viðskiptavin- um að sinna. Árið 1926 hljóp konan frá mér og ég gaf henni eftir skilnað. Og nú þegar ég var einn, hafði góð laun og þóttist engum háður, drakk ég viðstöðulaust. Nokkunx seinna kynntist ég stúlku og hún vildi giftast mér. Mér leizt þó ekki á það, því að enn hafði ég ofurlítið samvizkubit, Ég sagði henni að ég væri ákaflega drykkfelldur. En það breytti engu. Svo giftum við okkur og flutt- umst til suðurstrandar Englands. Þar höfðum við ágæt húsakynni, vinnukonu og bamfóstru. Laun min voru nú um 3000 Sterlingspund á ári, en ég eyddi þó meira, eins og allir drykkjumenn gera. Ég drakk látlaust fram á seinni heimsstyrj- öld. Heima var sifellt stríð. Konan var örvingluð og henni var farið að skiljast að hún mundi ekki geta sigrað í baráttunni. Ég hafði alltaf nóg að drekka heima, því að ég átti viskíflöskur faldar hingað og þangað í húsinu og úti í garði. Nú drakk ég frá morgni til kvölds. Og þar sem svefnleysi fór að sækja á mig, drakk ég einnig á nóttunni. Árið 1940 var svo komið, að ég gat ekki skrifað ávísun nema því aðeins að ég fengi mér „stramm- ara“ áður og helzt fleiri en einn. Þegar svo var komið, gaf félagi minn mér aðvörun, en ég lét það sem vind um eyrun þjóta. Var ég ekki framkvæmdastjóri og í ör- uggri stöðu! Svo var það einu sinni er ég var með verra móti, að hann sagði við mig: „Farðu heim, sofðu þetta úr þér og farðu svo i hressingarhæli. Ef þú gerir það ekki, þá er félags- skap okkar lokið.“ Það hvarflaði að mér að ég ætti á hættu að nnssa stöðuna, svo að ég fór í hressingarhæli, en ég hafði með mér viskíflösku. Og svo drakk ég þar mjöð og engiferöl, í blekk- ingarskyni við sjálfan mig. Mér var það enn eigi ljóst, að áfengið haíði vald á mér, en ég ekki á þvi. En svo kom að þvi, að félagi minn sagði að ég yrði að íara, því að eg væri að steypa félagmu i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.