Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Side 11
r" LESBÓK MORGUNBLAÐSINS w 463 kringlu Snorra, en einnig í inar fjölmörgu fslendingasögur, hafa Norðmenn sótt allar helztu ritaðar upplýsingar um sína eigin sögu og fortíð'*. Þannig mæla Norðmenn nú. Þeir eru ekki að eigna sér Snorra. Þeir viðurkenna að íslendingar hafi varðveitt sögu sína og skilað henni. En það er annað jafn þýðingar- mikið og nátengt sögunni, sem ís- lendingar hafa varðveitt og geta skilað Norðmönnum. Það er málið. Á vissum stöðum þykir það nú hentugt að tala um „oldnordisk“, eins og það hafi verið eitthvert mál sem nú sé glatað. Þetta er gert til þess að slá ryki í augu manna. Staðreyndirnar segja annað. f Hvinisfirði á Ögðum bjó Þjóð- ólfur hirðskáld Haralds hárfagra, og fóstraði Guðröð ljóma son hans. Eitt sinn er Guðröður ætlaði að sigla þaðan í vitlausu veðri, kvað Þjóðolfur: Vindbýsna skaltu vísi, viðfrægur, héðan bíða. Verið með oss uns verði veður. Nú er brim fyrir Jaðri. Annað norskt skáld, Eyvindur skáldaspillir, bjó á öðrum lands- enda, norður á Hálogalandi. Það mun hafa verið á ríkisstjórnarár- um Haralds gráfeldar, að þar gerði hríð um mitt sumar. Þá kvað Ey- vindur: Snýr á Svölnis váru, svo höfum inn sem Finnar birkihind of bundið brums að miðju sumri. Fari maður með þessar vísur í einhvern barnaskóla á fslandi og spyrji bömin hvort þau viti hvaða mál sé á þeim, munu þau öll svara hiklaust að þetta sé íslenzka. En þessar vísur voru orktar af norsk- um mönnum fvrir þúsund árum, og þeir voru báðir sannfærðir um að þeir orktu á norsku. Þetta var mál landnámsmannanna, er voru sam- tíðarmenn Þjóðolfs í Hvini. Og þetta mál kallast nú íslenzka, vegna þess að það er hvergi talað nema á fslandi. Á niðurlægingarárum sínum varð norska þjóðin fyrir gerning- um. Hún týndi málinu og sál lands- ins spilltist, því að þá afbökuðust staðanöfnin. Nú á norska þjóðin ekkert mál. Ivar Aasen komst að þeirri niðurstöðu að þar væri tal- aðar 30 mállýzkur. Sumar líkjast fornmálinu meir en aðrar, t. d. í Setesdal. Það er satt sem blaða- maðurinn í Ósló sagði mér, að Sunnmæringar hafa harðari fram- burð en sumir aðrir, en þeir tala þó ekki eins og íslendingar. Ann- ars skal ekki minnst á málstreitu Norðmanna hér, það er of við- kvæmt mál. En íslendingurinn, sem kemur í fyrsta skifti til Noregs, finnur og skilur hve mikils þjóðin hefir misst. Og honum verður að hugsa sem svo: Vér höfum varðveitt inn forna fjársjóð, norska tungu, norsk eiginnöfn, bæanöfn og staða- nöfn. Þetta er sá arfur, er land- námsmennirnir fluttu með sér frá Noregi, þetta er brot af sál Noregs. Getum vér nú ekki skilað Noregi aftur sál sinni, eins og vér skiluð- um honum sögunum? Er það ekki in æðsta köllun vor að færa Nor- egi aftur það sem hann hefir misst? Einn ágætur menntamaður sagði einu sinni, að fyrir Norðmenn væri það þýðingarmest af öllu að taka upp sitt forna mál, en það væri að- eins óframkvæmanlegt. Þar til er því að svara, að Norðmenn hafa einu sinni skift um mál, og hví ætti þeir þá ekki að geta gert það aftur. Það ætti jafnvel að vera enn auðveldara, þegar ið nýa mál veit- ir þeim réttan skilning á sál síns eigin lands, opnar þeim furðulega töfraheima um leið og þeir skilja uppruna og merkingu allra inna fornu örnefna og staðarnafna f landinu. Hvort sem menn hefja langa göngu eða skamma er upphafið að taka eitt skref. Þegar fyrsta skref- ið hefir verið tekið í þessa átt, munu allir sjá, að hér liggur mikið við, og þess vegna verður áfram haldið unz sigur er unninn. Þetta er þolinmæðisverk, en það ber sjálft sigurinn þegar í upphafi sínu. Og fagnandi munu þá rísa upp frá dauðum gömlu norsku stórskáldin, Þjóðolfur í Hvini og Eyvindur skáldaspillir, sem gáfu oss in ódauðlegu kvæði Ynglingatal og Hákonarmál. LEIÐRÉXTINGAR 1 Því miður hafa nokkrar villur orðið í þessum ferðaþáttum og leiðréttast hér með. — III. kafli: Eyan Vigur er ekki út af Molde, þótt svo standi á korti, sem fylgir Egilssögu Fornrita- útgáfunnar. Vigur er í eyaklasanum norðvestur af Álasundi. Hólmganga Egils og Ljóts bleika var ekki þar, heldur í annari ey, sem liggur að henni og nefndist að fornu Vörl (nú Valderöy). —• Þá er það rangt að skáldið Björnstjerne Björnson hafi verið fæddur á Nesi. Hann fæddist á prestsetrinu Kvikna i Eystridölum, en kom að Nesi 6 ára gamall með föður sínum og mun hafa verið fermdur (ekki skírður) í Neskirkju.---IV. kafli: Súlufjörður hjá Álasundi er nú venjulegast nefndur Borgundarfjörður. — VI. kafli: Mishermi er það, byggt á röngum upplýsingum, að skáldið As- mund Vinje væri frá Vinjum á Vors. Hann var fæddur á Vinjum, „Vinje- grend“, á Þelamörk. Árni Óla. Amerískur kaupsýslumaður f Parfs varð seint fyrir á skrifstofu sinni, svo hann hringdi heim. Franska þjónustu- stúlkan kom í símann. — Segið frúnni að fara að hátta, ég komi rétt bráðum. — Sjálfsagt, og frá hverjum á ég að skila því?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.