Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 2
454 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hryggð skáldsins yfir niðumíðslu staðarins, yfir hnignun þjóðlífsins. Það er mála sannast, að Þingvellir eru auður staður að því lífi og starfi, er þar fór fram í fornöld. En Lögberg stendur enn, vellirnir hafa ekki verið eyðilagðir og forn- minjarnar, búðatóftirnar, má þar enn finna. Þingvellir eru helgi- dómur í hugum þjóðarinnar og þeir, sem málum ráðá í þjóðfélagi voru, hafa fyrir löngu gjört sér ljóst, að vernda ber staðinn og minjar hans. Það hefir nú komizt í framkvæmd, þótt miklu betur verði enn að staðnum að búa, svo vel sé. En þvi er hér að þessu vikið, að annar söguhelgi staður þjóðarinn- ar, sem féll í niðurníðslu, minnir á hinn, auk alls þess annars, sem á þann stað minnir. Það er ekki unnt, að minnast helgi Þingvalla, nema munað sé eftir helgi Skál- holts, og það er ekki unnt að hryggjast út af niðurníðslu Þing- valla, nema að hryggjast einnig út af niðurníðslu og auðn Skálholts- staðar. Jónas kvað harmljóð, er hann kom á Þingvöll, en hvað myndi Gissuri biskupi búa í brjósti og hvernig myndi Vídalín komast að orði, ef þeir fengju augum litið niðumíðslu staðarins, merki hugs- unarleysis og ræktarleysis hinnar kristnu, íslenzku þjóðar við hinn helga stað? í fornöld voru þing háð víða hér á landi, en eitt var Alþingi á Þing- völlum. Margar kirkjur voru hér á landi, en Skálholt var alkirkja landsins í hálfa öld og alkirkja mikils hluta landsins síðan um sjö aldir. Héðan var kirkju landsins stjórnað. Héðan bárust fyrst og fremst út þau áhrif, sem blessun- arríkust hafa reynzt þjóð vorri, áhrif kristinnar kirkju. Mótstöðu- menn kirkjunnar láta ekki undir höfúð leggjast, að benda á ýmis- legt, sem þar heíir miður farið í stjórn og framkvæmd. En menn- irnir eru misjafnir og verk þeirra, og gott og göfugt málefni verður ekki lítils vert fyrir þær sakir. Það má og þessum mönnum ljóst vera, sem alkunnugt er, að á Þing- völlum gjörðist margt það, sem betur hefði á annan veg farið. En kristnir menn láta það ekki verða til þess, að draga úr helgi þess stað- ar með þjóðinni. Þjóð vorri er skylt að unna Skálholti. Til þess liggja tvær aðalástæður, sem þó eru náskyldar. Þjóð vorri ber, eins og hverri annari þjóð, að unna fomhelgum sögustöðum sínum, og hinsvegar ber þjóðinni að sýna Skálholti ást og lotmngu, tryggð og ræktarsemi vegna þess starfs, sem hér var unnið og hún nýtur enn í dag. „Að fortið skal hyggja“. Þetta eru ekki innantóm orð. Allt líf vort er í sambandi við fortiðina og frá henni sprottið. Vér erum sjálf, lík- amlega og andlega, afsprengi og arfur forfeðra vorra og formæðra. Tunga vor, hin mikla gersemi og líftaug þjóðernis vors, er frá for- tíðinni komin. Vor íslenzka menn- ing, bókmenntir vorar og þjóð- menning öll eru af fornum rótum runnin. Það er vitað og viður- kennt, og þarf ekki orðum að því að eyða hér. Það er einnig vitað og viðurkennt af beztu og virt- ustu mönnum, að vér verðum að halda við tengslunum við fortíðina, að vér megum ekki slitna frá þeim rótum, sem vér erum runnir af. Ef vér ekki ræktum þann gróður, sem upp af þeim hinum þjóðlegu rótum er vaxinn og hlúum að hon- um, þá vex upp í þjóðlífi voru annar gróður, sem er sterkur og áleitinn eins og illgresið. Kirkja þjóðar vorrar á sína for- tíð og sína sögu. Hún hefir starfað á þjóðlegum grundvelli og skilað oss arfi. Ef vér ekki sinnum þeim arfi, höíum vér slitið einn þeirra þátta, og hann veigamikinn, sem þjóðerni vort og þjóðlíf er flétt- að úr. Svo sem oss er það nauðsyn, að varðveita arf feðranna, er oss það einnig eðlilegt, sé líf vort heilbrigt. Tilfinningarnar segja þar til sín. Vér munum öll þekkja til ættjarð- arástar, átthagaástar og ástar á bernskustöðvunum. Oss finnst bernskustöðvarnar vera með nokkrum hætti hluti af oss, af lífi sjálfra vor, og sama máli gegn- ir um átthagana. Það er þetta og því um líkt, sem er undirrót ætt- jarðarástarinnar. Ef vér slitnum úr tengslum við ættjörðina, er sem slitm rót eða skorið sé á taug, sem tengir saman. Það sem á hér við um landið, á einnig við um þjóð- ina, sögu hennar, lif og starf í aldanna rás. Sá maður, sem ekki finnur til ástar á æskustöðvúnúm, er að einhverju leyti kalínn á hjarta. En hvers vegna þarf að minna á þetta hér og ræða? Til þess er góð og gild ástæða. Skál- holt er bernskustöðvar kirkju þjóðar vorrar. Ef þjóðin getur ekki unnað Skálholti, þá er hún. og þar með kirkja lands vors, að ein- hverju leyti kalin á hjarta. Ef oss væri kunnugt ,að svo illa væri ástatt fyrir einhverjum vini vorum, sem vér virðum og elskum, að hann yrði að hafast við í óboð- legum og óhæfum húsakynnum, þá myndi oss taka það sárt, og vér myndum leitast við að bæta liag hans svo sem oss væri auðið. Vér myndum vilja, að hús hans og heimkynni væri gott og honum samboðið. Þvi er einnig svo farið, að hús og heimili vina vorra vekja hjá oss vináttutilfinningu, en það eru ekki híbýlin sjálf, út af fyrir sig, sem hafa þetta gildi, heldur sá, sem í þeim býr. Sé hann horfinn, þá er það minningin ein, sem gef- ur þeim gildi. Þessu er að sínu leyti svipað íarið um oss og kirkj-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.