Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Síða 5
r LESBÖK MORGUNBLAÐSINS .r 457 inn, svo að manni súrnaði sjáldur í augum. Af þessum reyk eru hér „sótugir ásar“. Matur var fram- reiddur á fornlegum langborðum, sem voru dúklaus. Borðplötur voru úr eintrjáningi, rúm alin á breidd og þriggja þumlunga þvkkar, en ramgerir fætur undir. Hálfrökkur var í salnum og fram voru bornir stórir eldrauðir humrar, en beztum tökum nær maður á þeim með „guðsgöfflunum“. Marga góða veizlu höfðum vér setið í Noregi, en enga líka þessari. Það var engu líkara en að vér sætum hér veizlu hjá sjálíum Erlingi Skjalgssyni. Eftir skemmtilega stund þarna var ekið aftur til Stafangurs og tekinn náttstaður á Hótel Atlantic, ágætu gistihúsi rétt hjá tjörninni þeirra Stafangursbúa. Því að þeir eiga sér tjörn eins og Reykvíking- ar, en hún er ekki kölluð tjörn, heldur Breiðavatn, og er höfuð- prýði borgarinnar, með svönum og öndum, og fögrum skemmti- garði þar hjá. STAFANGUR Stafangur er einkennileg borg og Likneskja Kjellands gnæfir yfir mannfjöldann á torginu enblad“ þar sem forsetahjónin voru boðin velkomin til Rogalands. Greinin var á íslenzku og er þetta niðurlag hennar: „Rogaland með fjöll og firði, hinn gamli Jaðar, fólkið sem hér býr: í dag heilsum við hins unga, frjálsa íslands æðsta manni og hans virðulegu frú velkomin til Rogalands, hins gamla og hins nýa. Djúpt í hjörtum vorum þekkj- um við höfðingjann, sem fór burt. Hér voru þín heimkynni. Þú ert velkominn til ættar þinnar forna óðals. Þrátt fyrir allt sem skeð hefir í þúsund ár finnum við að ættarbandið er lifandi, við erum bræður enn. Hafursfjarðarmenn, brottfarar- menn og heimamenn! Orustan, sem fyrir þúsund árum skildi frændur og vini, heyrir nú sögunni til. Nú erum við sameinuð til þess að verja vorn norræna menningar- arf, vora frelsisþörf“.... Bærinn á Sóla, sem Erlingur Skjalgsson gerði frægan, er rétt fyrir sunnan Haíursíjörð. Er þar enn bautasteinn, sem sagt er að sé á leiði Erhngs. Þar skammt frá eru veitingasalir flugvallarins. Var gestum nú vísað inn í sal, sem á að minna á forna veizlusali. Fyrir gafli var arinn einn heljarmikill og logaði þar eldur á skíðum en reykjarsvælu lagði um allan sal- Dómkirkjan í Stalangri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.