Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 10
462 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sannleiksgildi þessa vitnisburð- ar blasir við manni hvar sem far- ið er um Jaðar. Miklir grjótgarð- ar eru þar á hverjum bae. Þetta er grjót, sem þeir hafa rifið upp til þess að geta ræktað jörðina og veena þess að þeir gátu ekki komið því frá sér, notuðu þeir það sem girðingaefni. Steinarnir geta fengið mál stund- um, og grjótgarðarnir á Jaðri segja sína sögu. Þeir bera vitni um at- orkusamt fólk, sem hefir unnið hörðum höndum og aldrei miðað vinnutíma sinn við klukku. Þar hefir ekki verið hugsað um stund- arhagnað, heldur hefir verið unn- ið með óbrevtandi elju að því að gera landið betra og búa í haginn fyrir afkomendur. Nýrækt er þar ákaflega mikil, beitiland mun að mestu orðið að túnum og kýmar ganga á ræktuðu landi á sumrin. Þeir hafa f jölda kúa og þarna eru stærstu mjólkurbú landsins. Þar er einnig kartöflurækt mest í Nor- egi og er framleiðslan svo mikil, að reist hefir verið verksmiðja til þess að gera kartöflumjöl, og‘ er það útflutningsvara. Auk ins mikla landbúnaðar er risinn upp mikill iðnaður á Jaðri og er þar hvert iðnaðarþorpið við annað. Sagt er að menn sjái jafnan mjög lítið og kynnist þaðan af minna þeim héruðum, sem ekið er um í bíl. En það er nóg að aka í bíl um Jaðarinn til þess að sjá og skilja að hér býr fólk, sem hefir þorað að taka upp baráttu við ómilda náttúru, og borið sigur af hólmi. í fornöld þóttu þeir Jaðar- búar harðir í hom að taka. Hörð lífsbarátta hafði gert þá að kiark- mönnum og hrevstimönnum. Niðj- arnir hafa tekið það í arf, og nú standa þeir sigri hrósandi. Nú er Jaðar gott land og frjóvsamt. Hún var skemmtilegur loka- þáttur ferðalagsins þessi ferð suð- ur um Jaðar. HALDIÐ HEIMLEIÐIS Næsta morgun var enn farið suður á Sóla-flugvöll. Þar beið „Hekla“, hin ágæta flugvél Loft- leiða, er skyldi bera forsetahjón- in yfir hafið og heim. Þó var nú fyrst skroppið til Óslóar. Það er ekki nema meðal bæarleið, þegar farið er á gæðingum loftsins. Var nú flogið yfir landið á sömu slóð- um og ég hafði flogið yfir það þremur vikum fyrr. Enn var þar mikill snjór, en þó var mikill mun- ur á. Nú var landið flekkótt, en ekki ein hvít fannbreiða. Á flugvellinum í Ósló tók Lange utanríkisráðherra og fleira stór- menni á móti forsetahjónunum. Nú var enn sama veður og þegar lagt var á stað í langferðina frá Ósló fyrir hálfum mánuði — sólskin og logn. Viðstaðan var fremur stutt. Forsetahjónin kvöddu utanríkis- ráðherrann með virktum og þökk- uðu innilega fyrir ina skemmti- legu för um Noreg og viðtökur all- ar. Var svo stigið á flugvélina og eftir fimm stundir var lent á Reykjavíkurflugvelli, nákvæmlega á þeirri mínútu, sem ráð hafði ver- ið fyrir gert. AÐ LEIÐARLOKUM Sagan er þjóðunum hið sama og ræturnar trjánum. Mér kom það því nokkuð á óvart er gáfuð norsk kona sagði við mig: „Þið eruð einkennilegir íslend- ingar, þið talið alltaf um sögu. Engir ferðamenn aðrir tala um sögu, og við tölum aldrei um hana“. Þetta var ekki rétt hjá henni. Norðmenn tala alltaf um sögu við gesti sína, en aðeins á annan hátt en vér íslendingar gerum. Þeir eru alltaf að sýna gestunum fornar minjar, gömul hús og gamlar kirkjur, óg segja frá þeim. Þeir hafa á seinni árum tekið sérstöku ástfóstri við allar fornminjar. Þeir hafa bjargað ótal gömlum húsum frá tortímingu og gert úr þeim heil söfn, heil þorp. Hvað er það annað en rækt við sögu landsins sem því veldur? Dálæti þeirra á dómkirkjunni og erkibiskupsgarð- inum í Þrándheimi, stafkirkjunum, víkingaskipunum og Hákonarhöll- inni, er af sama toga spunnið. Eins er um þjóðarminnismerkið Har- aldshaug, minnismerki Ólafs helga á Stiklarstöðum og inar táknrænu myndir í ráðhúsinu í Ósló. Norðmenn hafa einnig forna sögustaði í miklum metum og kunna góð skil á því sem þar gerð- ist. En þeir viðurkenna, að þá þekkingu hafi þeir fengið hjá fs- lendingum, mönnunum, sem alltaf eru að tala um sögu. Þetta kom glöggt fram í blöðum þeirra meðan forsetinn var þar í landi. Þá var mikið skrifað um ísland, og allt af bróðurhug og frændrækni. í stórri fyrirsögn í „Sunnmörsposten“ stóð: „íslendingar björguðu fornsögu vorri“. í ritstjórnargrein í „Hauge- sunds Avis“ stóð: „Það er óþarfi að minnast á hverja þýðingu Snorri Sturluson hefir haft fyrir norska sögu og norska þjóðerniskennd. Það veit hvert mannsbarn í þessu landi. En vér viljum gjarna undir- stryka, að þegar Haraldshaugurinn hjá Haugasundi varð að þjóðar- minnismerki og einingartákni, þá var það Snorra að þakka .... Oss þykir vænt um að inir göfugu ís- lenzku gestir skuli koma til Har- aldarhaugs. Þar stendur þjóðar- minnismerkið og sameiningartákn- ið sem hvöt fyrir alla Norðmenn en það er einnig til minningar um Snorra Sturluson og þá gjöf, sem hann og aðrir íslenzkir sagnaritar- ar gáfu inni norsku þjóð“. í rit- stjórnargrein í „Sunnmöre Ar- beideravis“ segir: „Til inna fornu íslenzku sagnrita, einkum Heims-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.