Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 13
Hlustað á ^LLIR hafa komizt í kynni við truflanir í útvarpstækjum sín- um. Sumar þessar truflanir stafa af ókvrleika í gufuhvolfinu, aðrar af f jarlægum segulstormum, og enn aðrar frá vélum, sem mennirnir hafa búið til. En ef útvarpið þitt væri yfirmáta hljóðnæmt, þá mundirðu heyra í gegnum þessar truflanir líkt og af- ar fjarlægan nið, giörólíkan hin- um venjulegu truflunum. Þessi niður kemur utan úr óravíddum geimsins. Hann stafar frá rafsegul- bvlgjum, sem geta veitt mönnum hinar víðtækustu upplýsingar um stærð og eðli geimsins. Það var í ágústmánuði 1931 að vísindamaður hjá Bell Telephone Laboratories bvrjaði fyrstur manna á því að revna að rannsaka þessar rafsegulbvlgiur og komast að bví hvaðan þær kæmi. Vísinda- maður þessi hét Jansky. Síðan hafa vísindamenn stöðugt unnið að þess- um rannsóknum, eða írúmatvoára- tugi, en þeim er enn eigi ljóst hvað- an bessar bylgiur koma. En á hinn bóginn hafa vísinda- mennirnir komizt að mörgu furðu- legu í sambandi við rannsóknir sínar. Þeir hafa öðlast nýa bekk- ingu á himingeimnum, þekkingu, sem þeir höfðu alls ekki búizt við að fá með þessum rannsóknum. Segja má, að hér sé komin til sög- unnar alveg ný vísindi, sem gefið hefir verið nafnið „radio-astro- nomi“. Með þessum vísindum er hægt að fá miklu víðfeðmari þekkingu á alheiminum, heldur en unnt mundi með hinum allra stærstu stjörnu- sjám, meðal annars vegna þess, að rafsegulbylgjurnar fara í gegn um LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 105 samsöng hnattanna himinþokur, sem engin stjörnusjá megnar að sjá í gegnum. Og með þessum rannsóknum hefir alheim- urinn „stækkað" gífurlega á vorn mælikvarða frá því, sem áður var. Með hinni frægu stóru stjörnusjá á Palomarfjalli í Bandaríkjunum, hefir tekizt að sjá stjörnur, sem eru í 2000 milljóna Ijósára fjar- lægð frá jörðu. En með hinni nýu rannsókna aðferð, er hægt að „skyggnast" 6000 milljóna ljósára vegarlengd út í geiminn. Á þennan hátt hefir alheimurinn frá voru sjóarmiði stækkað nær 27-falt á fá- einum árum. Og búist er við enn frekari furðulegum uppgötvunum á þessu sviði. ★ Síðan á dögum Galilei hefir stjörnusjáin verið eina áhaldið, sem menn hafa haft til þess að rannsaka rúmið. Framfarirnar á því sviði hafa orðið geisimiklar, en þeim eru þó alltaf takmörk sett, bæði vegna þess að takmörk eru fyrir því hvað hægt er að gera öflugar stjörnusjár, og eins vegna hins, að í þeim sést ekki neitt ann- að en það, sem birtu ber. En svo er einnig hitt, að auga manns nem- ur ekki alla Ijósgeisla, ekki aðra en þá sem eru í litrófinu, sem líkja má við eina „oktövu“ á hljóðfæri. Hæfileika augnanna til að sjá, þrýt- ur þegar komið er að útbláu geisl- unum annars vegar og innrauðu geislunum hins vegar. En slíkar takmarkanir eru ekki settar þeim áhöldum, sem taka á móti rafsegul- bylgjunum. Þau ná mörgum „oktövum“ í hljóðrófinu. En hvernig er þá hægt með að- stoð hljóðrófsins að skyggnast út um víðáttur rúmsins? Hvað sjá vís- indamennirnir í radío-viðtækjum sínum, eða „sjá“ þeir nokkuð? Eru máske einhverjar útvarpsstöðvar úti í geimnum, sem vísindamenn geti hlustað á? Og ef svo er — hvar eru þá þessar útvarpsstöðvar? Og hvaðan fá þær útsendingarkraft- inn? Slíkum og þvílíkum spurning* um skýtur upp í huga almennings, þegar hann heyrir sagt frá hinum nýu rannsóknum. og þeim spurn- i in0um virðist erfitt að svara. Hvort sem þér trúið því eður ekki, þá eru voldugar útvaros- stöðvar einhvers staðar úti i him- ingeimnum, útvarpsstöðv-ar, sem • senda látlaust nótt og dag. Þetta var mönnum ekki kunnugt fvr en þeir fundu upp rannsóknaáhald það, sem nefnt er ..radio telescope'i. Nú efast menn ekki lengur um áé þessar stöðvar séu til. Menn hafa heyrt í þeim og útsendingar þeirra eru rannsakaðar dags daglega. Þegar litið er á hvernig „radio telescope“ er, þá er ekki hægt að „siá“ með þeim. í þess orðs fyllstu merkingu, eða eins og þegar maður sér með augunum. Þetta eru miklu fremur eyru, sem hlusta á hljóð- bylgjur. En hlióðbylgium má brevta bannig, að þær ritist á blað, og verða þær þá sýnilegar. Þetta er að sínu leyti svipað og þegar fram kemur á liósmyndum það sem stiörnusjáin sér. Venjulegu útvarpstæki, sem not- að er á heimilum, fylgir loftnet, sem fangar útvarpsbylgjur úr öll- um áttum. En í „radio telescope“ er þessi útbúnaður miklu margbrotn- ari og nákvæmari, enda þarf þar að útiloka allar „sendingar“ utan úr himingeimnum, nema frá þeim stað, sem tækinu er beint að í það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.