Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 1
Drukknun séru Guðmundur E. Johnsen og Jóns bóndu Hulldórssonur d Hruuni EGAR litið er yfir slysfarasögu liðinna ára og alda sést fljótt, að prestastétt landsins hefur ekki farið varhluta af slysförum og slysa -dauða. Þetta er og mjög eðlilegt, þegar þess er gætt, hve prestar þurftu mikið að ferðast um víð- lendar sveitir yfir óbrúuð vatnsföll. Á 19. öld t. d. fórust af slysum tveir prestar frá Arnarbæli í Ölf- usi, þeir sr. Guðmundur F John- sen, er drukknaði í Ölfusá 28. febr. 1873, og sr. ísleifur Gíslason, sem féll af hestbaki og beið bana af 1892. Séra Gísli Jónsson, prestur að Mosfelli, drukknaði í Þverá í Rang- árvallasýslu 10. júní 1918. Séra Auðun Jónsson, prestur að Stóru- Völlum á Landi, drukknaði í Ytri- Rangá 8. ágúst 1817. f „Tíðavísum“ sr. Jóns Hjaltalíns, frá árinu 1800, stendur þessi vísa: I Óseyri Óms- við -kvon áin tók sjö manna líf. Markús prestur Sigurðsson sínu helt, en missti víf. Hér var það prestskonan, sem ban- an beið. En kona sú var Sigríður Jónsdóttir Steingrímssonar „eld- Séra Guðm. E. Johnsen prests“; var hún elzt dætra hans. Sr. Markús Sigurðsson var seinni maður hennar; var hann að flytja sig frá Reynisþingum í Mýrdal að Mosfelli í Mosfellssveit, er slysið bar að höndum. Fyrir ári var sagt hér í Lesbók- inni frá drukknun séra Böðvars Högnasonar í Högnalæk í Holtum. Þannig mætti lengi telja slysin. Er mönnum enn í fersku minni, er þrír vestfirzkir prestar fórust af slysum árið 1943. Slys það, sem hér verður sérstak- lega gert að umtalsefni, er drukkn- un séra Guðmundar E. Johnsen í Arnarbæli og Jóns Halldórssonar á Hrauni í Ölfusi. sá SÉRA GUÐMUNDUR var fæddur í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi 20. ágúst 1812. Foreldrar: Einar stúd. Jónsson, kaupmaður í Revkiavík (d. 11. áeúst 1839); var hann föður- bróðir Jóns Sigurðssonar forseta, en faðir Ingibjargar konu hans. Þau sr. Guðmundur og frú Ingibjörg voru því systkini. Kona Einars stud. var Ingveldur Jafetsdóttir, gullsmiðs Illugasonar prófasts í Hruna, Jónssonar. Séra Guðmundur lærði í Bessa- staðaskóla, kom þangað 1832 og út- skrifaðist þaðan 1838. Sigldi til Hafnarháskóla og lauk þar em- bættisprófi 1846. Vígður var hann til prests 13. janúar 1847, að Möðru- vallaklausturs prestakalli. 15. ágúst 1851, var hann skipaður prófastur í Eyafjarðarsýslu. Hann bjó fyrst að Litla-Dunhaga og síðar á Þrast- arhóli. 26. maí 1856 var honum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.