Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 95 dagar hafa liðið á milli þess að líkin fundust. rrtfl SÉRA Matthías Jochumsson orti erfiljóð eftir séra Guðmund E. Johnsen. Þar í er þetta, er lýtur að slysinu og því, hvernig fólk hugsaði sér að það hefði að bonð: Ef gaeti talað mállaus mar hann mundi gefa þetta svar: „Eg hími hér með hryggð og þrá, minn herra hvarf í strauminn blá. Eg sá hans fallinn förunaut, þá fældist eg á miðri braut. Minn herra fram á fæti hljóp er fallins heyrði neyðaróp. Minn herra hvarf í hrannarflóð eg heyrði kallað: „Jesú blóð!“ FRÁSÖGN þessi, „Ævilok sr. Guð- mundar E. Johnsens“, hefur birzt áður í nokkuð annarri mynd, — eftir sama höfund — í „íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur VI., en er hér nokkru ítarlegri, og auk þess leiðrétt hér missögn, er þar slædd- ist með; sú, að lík Jóns á Hrauni hefði ekki fundizt. Þetta er hér með leiðrétt. — Heimildarmenn, auk skráðra heimilda, nokkrir gamlir Ölfusingar. Guðlaugur E. Einarsson, Hafnarfirði. *^G)®®®G^J> GRASEYAR OG HÓLMAR í Flateyarhreppi á Breiðafirði, eru alls, eftir því sem næst verður komizt: tilheyrandi Flatey............ 40 — Hergilsey með Oddbjarnar- skeri .................... 31 — Svefneyum ............... 60 — Hvallátrum .............. 300 — Skáleyum .............. 136 — Sviðnum .................. 22 — Bjarneyum með Stagley ... 11 Samtals 600 (Úr sóknarlýsingu sera Ólafs Sivertsen) Varnir Evrópu IHaðurinn sem á að skapa þýzka herinn Á PARÍSARRÁÐSTEFNUNNI í október í haust, sat næstur Adenauer kanzlara miðaldra mað- ur, breiðleitur, bjarteygur og ákveð -inn í allri framkomu. Þetta var Theodor Blank, ráðgjafi kanzlar- ans í hernaðarmálum, og kanzlar- inn tók engar ákvarðanir án þess að ráðgast um það við hann. Helztu menn ráðstefnunnar, svo sem Dulles utanríkisráðherra, Mendes France forsætisráðherra, Anthony Eden utanríkisráðherra, stjórnmála menn og herforingjar, sýndu þess- um manni sérstaka kurteisi. Og þegar samningar höfðu verið undir- ritaðir, gekk Gruenther yfirhers- höfðingi bandamanna rakleitt til hans til að taka í hendina á honum, en fréttaljósmyndarar kep.ptust við að taka myndir af þessum merki- lega viðburði. Theodor Blank — fyrverandi húsgagnasmiður, liðs- foringi, verklýðsleiðtogi og þing- maður — var allt í einu kominn í fremstu röð stjórnmálamanna. Samkvæmt því sem samið var um á ráðstefnunni, eiga Þjóðverj- ar að koma sér upp hálfrar milljón- ar her á næstu þremur árum, og á hann að vera ein deild í varnar- her Evrópu. Þessi her verður í 12 hersveitum og er hér um bil fjórði hlutinn af her Atlantshafsbanda- lagsins á meginlandi álfunnar. Her þessi stendur undir yfirstjórn hins sameiginlega hers, en hann verður æfður og skipulagður af Theodor Blank og þeim þýzkum herforingj- um, er hann velur sér til aðstoðar. Og einn amerískur hershöfðingi hefur sagt, að í þessu sé miklu meiri trygging fólgin, heldur en Theodor Blank með samningum og eftirliti af hálfu hinna þjóðanna. EGAR Adenauer kanzlari fór að hugsa um það árið 1950 að Vestur-Þjóðverjar kæmi sér upp sérstökum her, þá var honum vel ljóst, að mikil hætta vgr á því að herinn lenti undir stjórn manna, sem enn væru Hitlersinnar. En kanzlaranum var sízt í hug að slíkir menn skyldu komast til valda aftur, til þess a'ð leika sama leikinn og Hitler lék. Það þurfti því valinn mann til þess að sjá um stofnun hins nýa hers. Og margir urðu hissa þegar hann valdi Theodor Blank til þess. Mörgum sýndist sem hann mundi skorta alla hæfileika til þess að taka á sig þetta ábvrgðarmikla starf. En gamli maðurinn vissi hvað hann fór, og hann hefur jafn- an sýnt það, að honum hefur ekki orðið skotaskuld úr því að finna hæfustu mennina til þess að stjórna málefnum hins nýa þýzka ríkis. Og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.