Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 101 skyldi aldrei blanda sér í málefni Eistlands. Hann gaf einnig prófess- or Piip mynd af sér og skrifaði á „frá vini allra þjóða“. Þessa mynd hengdi prófessorinn síðan upp heima hjá sér, en myndin gat þó, því miður ekki varnað því, að leyni -lögregla Rússa tæki Piip höndum og sendi hann í fangabúðir austur í Rússlandi. SAMSTUNDIS og samningarnir voru undirritaðir, ruddist rússnesk- ur her inn yfir landamærin. Það hafði verið talað svo um að áður en þetta skeði skyldi þjóðsöngvar beggja landa leiknir við landamær- in. Rússar máttu ekki bíða eftir því, þeim lá svo mikið á. Rússnesku hermennirnir voru leppalúðalegir, og þeir ráku upp stór augu er þeir sáu velmegunina í landinu og allar búðir fullar af vörum, en fólkið þokkálega til fara. „Hvar eru verkamenn ykkar?“ spurði einn af liðsforingjum þeirra, er hann gat hvergi komið auga á tötrum klædda menn. Það var erfitt að útskýra þessa velmegun íyrir rússnesku her- mönnunum, en þá var fundið upp á því að segja, að vestrænu auð- valdsríkin fylltu búðirnar með vör- um, en fólkið væri svo fátækt, að það gæti ekki keypt neitt — sá væri munurinn og í Rússlandi, þar sem vörur lægi aldrei stundinni lengur í búðunum. -□- ÞENNAN fyrsta vetur hegðuðu Rússar sér sæmilega, og Eistur fóru að vona að betur mundi úr rætast en áhorfðist um hríð. Þeir kapp- kostuðu því að uppfylla alla skil- málana af sinni hálfu, og grunaði ekki að Rússar notuðu þennan tíma til þess að villa á sér heimildir og koma ár sinni betur fyrir borð í samvinnu við eistneska Kvislinga. Ekki gat það þó farið fram hjá Eistum að Rússar juku stöðugt her sinn í landinu og höfðu þar um vorið 100 þúsundir manna undir vopnum, eða fjórum sinnum meira lið heldur en leyfilegt var sam- kvæmt samningunum. Og svo kom reiðarslagið í júní. Útvarpið í Moskva gerði svæsna árás á Eystrasaltslöndin og ákærði þau fyrir að hafa stofnað hernað- arbandalag gegn Rússlandi. Og svo settu Rússar Eistum úrslitakosti: Stjórnin yrði þegar í stað að fara frá og skipuð ný stjórn, vinveitt Rússum. Ennfremur var þess kraf- izt að Rússar mætti senda eins mik- ið herlið til Eistlands eins og þeir vildu. Fyrir ofureflinu urðu Eistur að beygja sig, en Rússar gátu ekki beðið eftir því að samningar væri undirskrifaðir um þetta. Rússneskt herlið streymdi inn í landið, hertók höfuðborgina og herskólann. Hinn 19. júní kom Sjdanov, sem þá var önnur hönd Stalins,'til Tall- inn og hafði um sig öflugan lífvörð. Erindið kom fljótt í ljós, því að þegar daginn eftir var verkamönn- um þröngvað til þess að taka þátt í hópgöngum og fundum, þar sem áróðursmenn Rússa heldu ræður. Um nóttina var f jöldi manna tekinn höndum. Og svo var skipuð komm- únistastjórn, eftir því sem Sjdanov mælti fyrir. Og svo var gefin út til- kynning um það, að stjórnin væri skipuð eftir lýðræðisreglum, því að allir ráðherrarnir hefði unnið eið að stjórnarskránni. „Þetta þýðir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.