Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 8
100 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS HER í LÁNDS HVERNIC FARID VAR MEÐ HAMíNCJUSAMA MENNINGARÞJÓD HINN 24. febrúar er fullveldisdagur Eista. Þeir fengu fullveldi sama árið og ísland. Bæði löndin voru hernumin um svipað lcyti og síðan hefur erlendur her haft setu í báðum löndum. Er fróðlegt að bera saman reynslu beggja ríkja í þessum efnum. — Fyrir nokkru kom út í Svíþjóð bók, sem heitir „Slagskugga övcr Balticum". Höfundurinn er Ants Oras, sem var prófessor við há- skólann í Tartu (Dorpat) frá árinu 1934 og fram undir stríðslok, en þá tókst honum að flýa til Svíþjóðar og nú á hann heima í Bandaríkjunum. Bók þessi er saga Eistlands á þessum árum og verða hér birtir nokkrir kaflar úr henni. AÐ var í september 1939. Um hálfs mánaðar skeið höfðu Eist- ur verið í uppnámi út af stríðinu í Póllandi, eins og allar friðelskandi þjóðir, og þeir vonuðu að fyrir eitt- hvert kraftaverk mundi árás Þjóð- verja fara út um þúfur. Pólverjar vörðust enn í Varsjá af hinni mestu hreysti. En svo urðu allar vonir sér til skammar hinn 17. september, þegar Rússar réðust aftan að Pól- verjum. Um nokkurt skeið höfðu samn- ingar milli Rússa og Eista verið á döfinni. Okkur létti heldur þegar sú fregn kom hinn 22. sept., að þessir samningar skyldi nú stað- festir, því að þeir voru okkur mjög hagstæðir. — Utanríkisráðherrann, Karl Selter, var kvaddur til Moskva, og Rússar hétu því að þeir skyldi láta okkur fá nægar vörur, svo að siglingabannið frá Vestur- löndum skyldi ekki verða okkur til baga. En þegar Selter kom til Moskvu hinn 24. september, höfðu Rússar útbásúnerað frá öllum útvarps- stöðvum sínum, að óþekktur kaf- bátur hefði skotið rússneska flutn- ingaskipið „Metalhst" í kaf rétt hjá Eistlandsströnd. Daginn eftir kom Selter heim með þau skilaboð að Rússar heimt- uðu nú að fá herstöðvar í Eistlandi, vegna þess að það væri sýnt að Eistur gæti ekki varið landhelgi sína. Nokkrum mánuðum seinna lá hið „sokkna“ gufuskip, „Metallist“ ó- skemmt í höfninni Paldiski í Eist- landi. En vegna hinnar upplognu sögu um að skip þetta hefði verið skotið í kaf í eistneskri landhelgi, missti Eistland frelsi sitt. HINN 27. sept. fóru þeir Uluots íorsætisráðherra, Karl Selter utan- ríkisráðherra og prófessor Ants Piip (úr stjórnarandstöðunni) til Moskva og daginn eftir voru þeir neyddir til að undirskrifa samning um að Rússar skyldu fá nokkrar hafnir í landinu, flugvelli og setu- liðsstöðvar. En það var tekið fram í samningnum, að þetta skyldi ekki hafa í för með sé^ neina skerðingu á fullveldi Eistlands. Og á fundin- um í Kreml hafði Stalin gefið eist- nesku fulltrúunum „drengskapar- orð sitt sem bolsivíki“, að Rússland Á frelsistímanum var allt í uppgangi í Eistlandi og mikið um. byggingafram- kvæmdir. Hér sjást verkamannabústaðir i Tallinn. '".11!!! Illt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.