Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 39 • • • Hér í Vaðalfjöllum búa vættir Þorskafjarðarþings og æðstu hulduhöfðingjar Vestfjarða. hönd og leiðir hana inn í innið. Þar er þá fyrst fyrir anddyri all- hátt og vítt til veggja. En um vegg- ina alla, og líka loftin, virtust og birtust myndsvipir manna og dýra, engla og óvætta. Sáust í sömu myndum hvortveggi, og allt í senn, englar og andskotar og breyttust svipirnir í sífellu.... Frá anddyrinu gengu þær eftir gangi, unz opnaðist leið inn í elda- hús mikið. Þar sér Þóra margt kvenna að matreiðslu. Þóttist hún sjá og vita, að það mundi veizlu- kostur vera. Eru konur þar með brauðmeti og „bakkelsi" mikið og stórsteikur af kjöti, súpur og sósur. Sýnir aðkomukonan Þóru um allt eldahúsið, hvern krók og kima, og leiðir hana að því loknu inn í búr. Er þar fyrir annar hópur kvenna, er önnuðust framreiðslu. Skeinktu þær víni í dýrindis gullnar skálar og skáru veizlukost á silfurföt og diska, en aðrar báru fram og þjón- uðu til borðs. Fylgdu þær frammi- stöðukonum inn í skála einn mik- inn og forkunnar fagran; var hann allur tjaldaður innan dýrindis dúk- um og glitofnum ábreiðum. Borð voru sett eftir skálanum endilöng- um og sat þar margt prúðbúinna manna og kvenna og mataðist. Fyrir miðjum gafli skálans sá hún upphækkaðan pall eða hásæti og sat þar í öndvegi prestskrýddur maður og hempubúinn, en við hlið hans sat kona í skautbúningi. Virt- ust þau vera við aldur. Hið næsta prestskonunni sat ungur og álitleg- ur maður búinn litklæðum og bar kyrtil af rauðu skarlati. Við hlið hans sýndist henni autt sæti. Var sem aðkomukonan gerði sér far um að láta Þóru líta sem bezt eftir öllu er hún sýndi henni. Eigi mælti hún orð við Þóru þar inni, og enginn ávarpaði hana þar held- ur, eða heilsaði henni. Þóra þagði líka og sýndi af sér engan ótta, svo örugg þóttist hún í fylgd ungu kon- unnar, er leiddi hana síðan út aft- ur, og upp á eyna, og fór með hana sömu leið og þær höfðu farið niður, og þangað, er Þóra hafði hallað sér að sofa. Þá segir hún við hana: .,Nú má ég ekki sýna þér meira af okkav heimi huldufólksins. Það er ekki mikið, er ég mátíi sýna þér, en þó miklu meira en f’estir mennskir menn hafa nokkru si,nni fengið að siá. Mur.u afk^mendur bínir einnig nióta þessa. Nú vil ég segja þér, það sem ég má, um mig og mína hagi. og bvers vegna ég svndi þér bað, sem bú ert þegar búin að sjá. Þóra heiti ég, ems og hú, og er ég iefnaldra þín. Ég er dóttir prests- hiónanna. sem þú sást sitja í önd- veginu áðan. og er giftingardagur- inn minn í d3g. Ungi maðurinn í htklæðunum, er næstur sat for- eMrum mínum. er msðurinn minn, eu nuða sætið, er þér sýndist við hlið hans. er mitt sæti, og sat ég þar, þótt þú sæir mig ekki. Maður- inn minn er sýslumaður, og gegnir hann embætti uppi á meginlandinu, og förum við þangað saman senn. Þú veizt um Vaðalfjöllin, — svo víðsén. Þar búa vættir Þorskafjarð- arþings og æðstu hulduhöfðingjar Vestfiarða. Þar, niður og vestur af þeim fjöllum, í fiarðarbrúninni, þar sem heitir að Uppsölum Þorska- fiarðarskóga, — þar átt þú að eiga flest sporin. Mun ég muna þig, því okkur er áskapað að vera vinir og nágrannar.“ — Og þá er hún hafði þetta mælt, benti hún til landsins, beint í mynni Þorskafiarðar, og þangað, er vissi til Vaðalf jalla. Tek- ur nýgifta konan því næst í hönd Þóru, nöfnu sinnar, horfir á hana, og beint í augu hennar, vel og vin- gjarnlega og einkar ástúðlega og segir síðan: „Vil ég nú vona, að þú þrætir ekki lengur þar um, að huldufólk sé til, því margt er það í ríki mannlegrar tilveru og lífi náttúrunnar, er hvorki mennskir menn, af holdi og blóði, né heldur við huldufólkið, megnum að sjá eða skilja." Við þessi orð vaknar Þóra og sýn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.