Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 8
36 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS J. M. Eggertsson Þóra í Skógum og Þóra alfkona Vaðsteinabjarg í Hergilsey. Hér er höllin, sem Þóra þóttist leidd í. ÁLFAHYGGJA og huldia vætta hefur löngum verið rík- ur þáttur í eðli og skapgerð norður- álfumanna og raunar margra ann- arra þjóða og þjóðflokka víðsvegar um veröldina. Hér á íslandi eru þúsundir sagna um álfa og huldu- fólk, allt frá fyrstu tímum Islands- byggðar og til okkar eigin daga nú- lifandi manna. Fjöldi örnefna víðsvegar um landið eru kennd við álfa og huldu- fólk, dverga og vætti. Eru sum þau örnefni allt frá landnámi: Álfadai- ur, Álfhóll, Álíhamar, Álfafell, Dvergasteinn, Dverghamar o. s. frv. Virðist líf álfa og huldufólks á hverjum tíma vera eins konar speg- ilmynd eða krystallabrot af lífi fólksins með holdi og blóði, með svipuðum venjum, háttum og sið- um, að því undanskildu að huldu- fólkið hefur meira umleikis af veizlugæðum, dýrum munum og skrauti, á svipaðan hátt og óskir, vonir og hugmyndir fátæklinga, til ríkisdæmisins, standa oft ofar og framar veruleikanum. Mun ekki fjarri lagi að ætla, að heimar huldufólksins séu okkar eigin heimar, séðir að innan, með öðrum orðum: tvífaraheimur okkar, og huldufólkið okkar eigin tvífarar, eða forfeðra vorra. Hnígur og til þeirra upptaka eftirfarandi saga, sem er sönn, sögð af ömmu minni, Þóru Einarsdóttur í Skógum í Þorskafirði. Þóra var kona eðlisgáfuð og ekki auðtrúa, en sannleiksleitul og ekki skrumrík, én margfróð á innri verð -mæti og þar engi mælgimála, enda hafði mótlætið jafnan mætt hana og staðið um hana sem stuðlaberg. Eftirskráða sögu sagði hún son- um sínum: Eggerti, föður mínum, sem var elztur barna hennar og Jochums í Skógum, og Einari, sem var þeirra yngstur, er til aldurs og elli komust. Sömuleiðis mun hún að líkindum sagt hafa séra Guð- mundi bróður sínum, prófasti og alþingismanni, er sat á Kvenna- brekku og Breiðabólstað; — hann vildi sem minnst um huldufólk heyra, — en mun þó á sínum tíma átt hafa söguna uppskrifaða, eftir sögn nákominna manna. Þá mun og Þóra sagt hafa systrum sínum og trúnaðarvinum: Húsfrú Helgu á Hallsteinsnesi (hún og Þóra í Skóg- um voru tvíburar) og Guðrúnu ljós -móður í Miðbæ í Flatey, en hún var amma þeirra skáldkvennanna Herdísar og Ólínu Andrésdætra. Önnur systkini Þóru í Skógum voru þessi: Sigríður, giftist Magn- úsi Einarssyni óðalsbónda í Látrum. Sveinbjörn, giftist dóttur Eyólfs í Svefneyum (,,eyajarls“); drukkn- aði af skipi Eyólfs tengdaföður síns, nýgiftur. Þriðji bróðir Þóru var Einar, bóndi og hreppstjóri í Kví- indisfirði í Múlasveit. ♦♦♦ Þóra í Skógum var á uppvaxtar- árum sínum andvíg allri huldu- fólkstrú og öðru því er hún taldi hjátrú og hindurvitni. Hún var í eðli sínu rökföst og raunsæ eins og margir hennar frændur fleiri. Þóra í Skógum, amma mín, var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.