Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1953, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1953, Blaðsíða 8
430 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sent til Rússlands og svaraði Gorki með því, að hætta að senda greinar til rússneskra blaða. í lok ársins 1923 flýði Gorki frá Beilín — já, beinlínis flýði, vegna þess að hann var dauðhræddur um að kommúnistar mundu ná völdum í Þýzkalandi. f bréfi, sem hann ritaði Chodasjewicz daginn áður en hann fór þaðan, segir hann á þessa leið: - — Mér berast svo hryllilegar fréttir frá Rússlandi, að hárin rísa á höfði mér. Meðal annars er þetta, að nú hafa þeir fordæmt og bannað bækur þess- ara rithöfunda: Platons, Kants, Schop- enhauers, Wi, Solowjow, Mark Twains, Ruskins, Nietzsches, Dostojewskij, Tolstojs, Lasskows og margra annarra siíkra .,afvegaleiðara" .... Láttu þér ekki koma til hugar að þetta sé upp- spuni. Það stendur allt í þykkri bók, sem heitir: Leiðarvísir um að hreinsa úr bókasöfnum lélegar og andkommún- istiskar bækur. Og meira get ég sagt þér. í sömu bók stendur: „í þeim deildum, þar sem eru guðfræðibækur og bækur um trúarbragðasögu, mega hér eftir aðeins vera bækur, sem kenna mönnum trúleysi“. Þetta framferði blöskrar Gorki svo, að hann kallar það andlegan hyenuhátt og villimennsku. Og svo segir hann: „Ég var kominn á fremsta hlunn að rita stjórninni í Moskvu og segja mig úr sovét þjóðfélaginu ....“. En hann gerði það þó ekki. Hann flæktist til Tékkóslóvakiu og þaðan til ítaliu. Stjórnin í Moskvu heimtaði að hann kæmi heim, og Stalin lofaði hon- um öllu fögru. Hann lét undan og fór heim til Rússlands 1928. Hann andaðist 1938, einmitt í þann mund er ofsókn- irnar hófust gegn hinum gömlu bylt- ingarmönnum. Tveimur árum seinna voru þrír helztu læknarnir í Kreml ákærðir og dæmdir til dauða fyrir það að hafa myrt Gorki. Veiztu þetta NEW YORK skiftist í fimm megin- hverfi og þess vegna eru fimm stjörn- U” í skjaldarmerki borgarinnar. í einu hverfinu, Manhattan, eru göturnar samtals 490 enskar mílur á lengd. í 5>»>5>!>5>«>5>£>5>*>5>!^5>S>S*S>5>S>5>S>5>£>5>£>5>Í>5>£>5>£>5>S>5>£>5>£>5>£>5 J4eÍ ma Brosir vor um bæjarhól, bernsku minnar unaðsreit, yfir flosið gult og grænt geislar flæða, júnísól hátt í dagsins heiði skín. Sæll og ugglaus eins og barn út í varpann ber ég þá gömlu gullin mín. Lít ég yfir vorsins vang, við mér hlæja grös og blóm. Gömlu vinir, þekktuð þið, þennan hljóða ferðalang. Þökk fyrir sönginn, þröstur kær. Ungan hreif mig óðsnilld þín, enn sem fyrr í brjósti mér hljóðlát gleði hlær. Man ég fyrr, að margt eitt sinn, meðan vorið glaðast hló bar ég út í bjartan dag bláa gullastokkinn minn, gæddi legginn lífi og sál, gerði að hesti, hörpudisk, hverri skel og völu gaf skyn og mannamál. Þegar lífsins hönd var hörð og hryggði mína ungu sál gott var hér að hjúfra sig að hjarta þínu, móðir jörð. Aldrei brást mér ástúð þín. Þökk skal gjalda þina tryggð, þér til dýrðar, móðir góð, hljómi harpan míri. Hér er enn hið sama svið, sem ég forðum unni mest. Heil og sæl, ó, sóley góð, sú var tíð, að þekktumst við. Enn er ferskur ilmur þinn, geislar baða gulan koll. Gott er nú að koma á fund þinn, fífill minn. Heill þér, æskuvillta vor! Varpans græna, mjúka flos geymir enn, ef gáð er vel gáskafull og óræð spor. Heill þér, æskudraumur dýr! Meðal blóms og barnagulls bernskan grunlaus orti hér öll sín ævintýr. Samúð yðar átti ég áður fyrr í hverri raun. Heil og sæl, ó, baldursbrá, blómadrottning tíguleg. Ljósið teyga litfríð blöð. Yfir veröld barns og blóms brosir sínum hæðum frá geislamóðir glöð. Gömlu vinir, vekið mér von og trú á ljóssins mátt, styrkið draums mins þrek og þor,^ þegar yfir heiminn fer nótt af grimmum galdri full. Haldið þið í hennar vá helgan vörð um gullin min, brothætt barnagull. Böðvar Guðlaugsson. borginni eru 733 barnaskólar og í þeim 850.000 börn og 33.000 kennarar. Sam- anlögð lengd á skolpræsunum á Man- hattan er 560 enskar mílur. Götu- hreinsun í borginni er mikið verk, því á hverjum degi verður að koma á brott 3400 bílhlössum af sorpi. HEYRNARLEYSI stafar venjulegast af meinsemdum í nefi og koki. Börn, sem hafa þráláta kverkabólgu, heyra ver en áður. Kveður svo ramt að þessu, að svo er talið að 2—3 miljónir barna í Bandaríkjunum heyri illa af þessum orsökum. C* w Q A Q. n C vV J3. 3 Q, 5. > C CP

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.