Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1953, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 425 Þegar ég kom upp að brimgarð- inum synti ég af alefli til lands, stakk mér undir fyrsta og annan boðann og lét þá ríða yfir mig. Þegar seinasti boðinn kom, tókst mér að kafa til botns og halda mér þar föstum í útsoginu, og við það komst ég á land. En svo var ég þá þrekaður orðinn og af mér dregið, að ég komst ekki upp á fjörukamb- inn, heldur datt niður í fjörunn ! og gat mik ekki hreyft. Ég reyndi að vera rólegur, en þó fann ág hvernig sjórinn sleikti iætur mína og gróf sandinn undan mér. Sólskinið var steikjandi heitt og líklega hefi ég fallið þarna í yfirlið. Veit ég því ekki hve lengi ég lá þarna, en vaknaði upp við það, að ég sá svarta mannsíætur rétt hjá mér. Og er ég leit upp, sá ég að þarna var Dúdúsen kominn og var að stumra yfir mér. Hann sótti nú föt mín í sundskýlið og síðan hljóp hann út allan sand að ná í Wilson. Vildi svo vel til að Wilson var þarna með bíl. Var mér nú troðið inn í bílinn og síðan ekið í skyndi til Fajara og læknir sóttur handa mér. Hann skoðaði mig í krók og kring, sagði að ég hefði ekki drukkið sjó, en væri með afar mik- inn hjartslátt. Lét hann mig liggja í fjóra daga til þess að hvíla mig, og hafði ég þá náð mér eftir volkið. Þegar ég kom svo á fætur aftur hugsaði ég að réttast væri að taka nú heimboði Dúdúsen og þakka honum fyrir hjálpina. Bústaður hans var kallaður „Þyrnigerði“ og var syðst í Gambíu, alveg við landamæri Senegals, þar sem það teygist til sjávar. Annars eru landamæri þarna óglögg og hafði ég oft kom- ist suður í Senegal án þess að ég vissi af. Þarna eru engir landu- mæraverðir né tollverðir, og engin landatnerki nema varða niður við sjó. Bústaður Dúdúsens dregur nafn af því að umhverfis hann og gamlan kirkjugarð, sem þar er, eru miklir skíðgarðar úr þyrnirósa flækjum. Með mér fóru þeir svarti þjónn- inn Keba og Spánverjinn Francisco Santaro Jurra frá Santa Cruz á Teneriffa. Átti hann að halda uppi samræðum við Dúdúsen, af því að þeir skildu hvor annan, en Keba átti að vísa okkur veg í gegn um skóginn. Er vandratað í þeim myrkviði og stórhættulegt að vill- ast. Vegur er þar enginn á köflum og ekki eftir öðru að fara en pálma trjám og er það ekki fyrir aðra en innfædda menn að átta sig á þeim. Eftir tveggja stunda göngu kom- um við að jarðfalli, þar sem aldrei þrýtur vatn. Vorum við orðnir þreyttir af að ganga í steikjandi sólarhitanum og ákváðum því að fá okkur að drekka í brunninum. En þar var djúpt niður að fara, eða fullar 8 mannhæðir. Er farið nið- ur með gamalli rauðfuru eða risa- furu og urðum við að fika okkur þar áfram með gætni. Vatnið var mjög gruggugt en ekki bragðvont. Þegar við komum upp úr jarð- fallinu aftur, sáum við hvar vinnu- kona Dúdúsens var á heimleið með vatnskrukku á höfðinu. Slógumst við 1 för með henni, en er við komum að hliðinu á þyrnirósa- girðingunni komu krakkar Dúdú- sens allsberir hlaupandi á móti okkur. Þessi rósaskíðgarður var hið fegursta augna yndi, um tvo metra á hæð og þakinn svo stórum dökkrauðum rósum, að engar pottarósir á íslandi komast í hálf- kvisti þar við. Lágt hlið með dyra- umbúningi var á skíðgarðinum og urðum við að ganga þar hálfbogn- ir inn. Dúdúsen tók okkur tveim örm- um og sátum við í bezta yfirlæti hjá honum það sem eftir var dags- ins. Hafði Dúdúsen upp á margt að bjóða, meðal annars brjóstsyk- ur og ailskonar sælgæti, því að hann hafði það sem aukagetu við vaktmannsstörfin að selja mönn- Frh. á bls. 428. Keba með sagfisktönn. Þyrnigerði og geithafur Dúdúsens.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.