Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 429 Vi 1 } í } I I I J í } l J J l 1 I 3 1 cl’jrcí orqun Fagur rís af djúpi dagur, dýrðargeislum heimur skín. Þú, sem vaknar sæll af svefni, sjá, hér birtist veröld þín. Vonum þínum vígð og starfi, vaxtarmátt þér lífið kýs. Brosir við þér blessuð sólin björt og fögur morgundís. Morgunhlýr og mildur blærinn mjúkt um engi líður hljótt. Gegnum hugann geislafingur glæða fögnuð von og þrótt. Loftið hreint, sem lindin tæra lífsins örvar strengjaspil. Þar sem allt í árdagsljóma á sér gleði að vera til. Ástargeislum guðleg sólin gvllir loftsins bláa sal. Allt er samræmt einum vilja, allt sem honum lúta skal. Undradjúp, sem auga mætir, opnar himin þinni sál. Mátt sinn drekkur mannsins hjarta morgundýrð af lífsins skál. Kjartan Olafsson. f í 1 i t 3 r \ 3 3 t ( 1 t t t t 3 'i Q\ var. Áður stækkuðu smásjárnar allt að 3000 fallt, en nú varð sú regin- breyting á, að þær gátu stækkað allt að 200.000 fallt. Það eru ekki nema nokkur ár síðan rafeinda- sjárnar urðu svo fullkomnar, en fram til loka 1950 hafði með þeim tekizt að finna helmingi stærri líf - veruheim, en áður var þekktur. Það er eins og segir í „Science New Letter": „Ein jarðvegar ör- eind er þéttsetnari lífverum, held- ur en húðy sem er fullt af fólki“. Og í bók sinni „Seeing the Invicible" segir Gessner G. Hawley að áður fyrr hafi það verið álíka vonlaust að leita að inflúensu-vírusum, eins og að taka upp saumnál með jarð- ýtu. En nú hafa menn séð þennan óvin að lokum, og meira að segja hefir mönnum tekizt að ná mynd- um af vírusum þar sem þeir eru að tæta í sundur líkamsfrumu. Nú eru enn meiri framfarir í vændum. Claude Magnan, við College of France í París, telur sig hafa fundið upp smásjá með „vatnsauga“, sem geti stækkað allt að 600.000 fallt. Hann notar for- eindir úr vetniseind sem ljósgjafa, en þær hafa miklu lengri sveiflur heldur en nokkur önnur birta, sem þekkist. Hvaða gagn er svo að því að fá betri og betri smásjár? Fyrst og fremst hefir það ómetanlega þýð- ingu fyrir læknavísindin í barátt- unni við alls konar sjúkdóma, eigi aðeins þá, er þjá mannkynið, held- ur einnig jarðargróða og dýr, sem mannkynið lifir á. Þær hafa einnig ákaflega mikla þýðingu fyrir alls konar iðnað, þar sem með þeim má finna hina smæstu galla á fram- leiðslu, galla, sem menn skildu ekkert í áður af hverju stöfuðu, en gátu eyðilagt meira og minna. Það er t. d. hægt að finna með þeim, hvort litunarefni fyrir klæðnað eru haldgóð, og hvort trjátrefjar sé hæfar til þess að gera úr þeim góðan pappír. Með þeim er og hægt að rannsaka arið í andrúms- loftinu, hvort það sé mönnum óholt, og með þeim er hægt að rannsaka jarðveg og segja fyrir um hvaða gróður getur í honum þrif- ist. Þannig mætti lengi telja. «——' Málarinn Whistler var kunnur að því að vera gagnorður og meinyrtur. Einu sinni bað auðmaður nokkur hann um að koma til sín. Auðmaður- inn átti stórt málverkasafn og hafði ákveðið að gefa það einhverri stofn- un eftir sinn dag. Vildi hann nú hafa við ráð Whistlers um það, hvaða stofnun skyldi verða fyrir happinu. — Þér skuluð arfleiða blindraheim- ilið að þeim, sagði Whistler. Sannleikurinn um Gorki í HVERT skifti sem stjórnin í Moskva hefir reitt refsivönd sinn yfir höfðum rithöfundanna er heimtuð ný stefna í skáldskap. Blöðin eru þá full af vandlætningargreinum og þar klingir alltaf, að rithöfundarnir eigi að taka Maxim Gorki sér til fyrirmyndar, því að hann hafi verið einlægur í ást sinni og virðingu fyrir sovétskipulaginu, hann hafi verið boðberi þúsund ára ríkis Stalins og grimmur andstæðingur „svikaranna", þ. e a. s. allra þeirra, sem ekki aðhyllast sovétskipulagið. Það er mjög fróðlegt að bera þennan lofsöng blaðanna saman við það, sem Gorki sagði sjálfur, en þess er nú kost- ur, því að rússneska tímaritið „Nowyj Journal", sem gefið er út í París, hefir nú byrjað á því að birta sendibréf frá Gorki til skáldsins W. F. Chodasjewicz, sem átti heima í Frakklandi frá 1917 og þangað til hann andaðist í síðasta stríði. Chodasjewicz var ágætt ljóðskáld og hann var einn þeirra skálda, sem vörpuðu glæsibrag á rússneska menn- ingu frá aldamótum fram að bylting- unni. Eigi var hann þó önnur eins hamhleypa og Gorki. Hann flýði land þegar kommúnistar komust til valda, en þrátt fyrir það bar aldrei neinn skugga á vináttu þeirra Gorkis. Og það er dálítið annað hljóð í bréfum þeim, er Gorki ritar þessum vini sínum, held- ur en í lofblæstri rússnesku blaðanna um tryggð hans við sovétskipulagið. Að vísu er það satt, að Gorki vann sovétstjórninni hollustueið 1918. En þremur árum seinna þoldi hann ekki við og komst úr landi undir því yfir- skyni að hann þyrfti að leita sér heilsu- bótar. Hann hafði verið berklaveikur frá æsku og versnaði með aldrinum. Hann settist fyrst að í Berlín, og var það þó síst líklegri heilsubótarstaður en margir staðir í Rússlandi sjálfu. Þegar hann var þangað kominn tók hann að gefa út tímarit, með tilstyrk rússneskra flóttamanna. Tímarit þetta kallaði hann „Besjeda" (Samtal). Skrifaði hann sjálfur mest í það, og auk þess sendi hann greinar til rúss- neskra blaða. Rússneska stjórnin lagði bann við því að tímarit hans væri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.