Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1953, Blaðsíða 2
424 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS vegna þess að sagfiskurinn tætti þær í sundur með sínum löngu stórsagar tönnum. Tannhveli þetta er talið með hraðsyndustu fiskum í sjó, getur náð allt að 50 mílna ferð á klukkustund. Aðeins albatori og bonit eru taldir hraðsyndari. Til samanburðar má geta þess að steypireiður er talirt ná 30 mílna ferð á sprettinum og lax 25 mílna ferð. Nú var það einn góðan veður- dag að Dúdúsen fekk að fara með mér á túnfiskveiðar. Höfðum við að vanda 3 stengur á borð og fór- um fulla ferð á bátnum. Veiðin varð ekki mikil að þessu sinni. Við fengum þrjá túnfiska litla, eða um 25 pund hvern. Síðan fórum við að vitja um hákarlanet, sem við áttum í sjó. Var lítið um hákarl í netjunum, en stór sæskjaldbaka hafði flækt sig í þeim. Þá kom nú heldur veiðihugur í Dúdúsen og var óðagotið og fumið svo mikið á honum við að innbyrða hana, að hann var nær farinn fyrir borð sjálfur af athugaleysi. Þegar að landi kom steyptu sér allir fyrir borð og ætluðu að synda til lands, nema ég og Svertingi sem Mulafi hét. Við ætluðum að leggja bátnum við festar. Rétt þegar við erum að enda við það, heyrum við neyðaróp og er við litum upp, sáum við að Dúdúsen var að drukna á sundinu. Ég losaði bátinn snarlega og af því að vélin var enn í gangi, settum við á fulla ferð og tókst okkur að bjarga Dúdúsen. Var hann mjög þakklátur og taldi mig hafa bjargað lífi sínu með miklu snarræði. Bað hann mig blessað- an að heimsækja sig svo að hann gæti vottað mér þakklæti sitt betur en með orðum einum. Nú var það nokkru síðar, nánar til tekið sunnudaginn 30. septem- ber 1950, að ég gekk mér til gam- ans upp í hæðadrögin hjá Fajara. Er þaðan gott útsýni og sá ég að fólk var að baða sig niður við ströndina, enda þótt brim væri mikið, en það er sjaldgæft á þeim slóðum, enda þótt ströndin liggi fyrir opnu Atlantshafi. Ég var einn heima þennan dag. Spánverjarnir fjórir frá Las Palmas, þjónarnir Jam og Keba voru farnir til Bathurst að skemmta sér. Mig langaði því til að fá mér bað, þegar ég sá aðra vera að baða sig. Gekk ég því heim að sækja sundföt og hraðaði mér svo niður í fjöru. í gömlu sund- skýli, sem þar var, skifti ég um föt. En þegar ég kom niður að sjón- um þótti mér hann satt að segja ekki árennilegur, því að þrjú voru ólögin jafnan við ströndina, þótt á stöku stað kæmi eins og skarð í brimgarðinn. Fólkið var kippkorn burtu, en ég þóttist þekkja að þar væri Wilson viðgerðamaður, kona hans og 12 ára piltur. Ég tók eftir því að þau gættu þess vel að láta brimið ekki ná sér, en heldu sig alveg uppi í sandi. Ég hugsaði að bezt væri fyrir mig að gera það líka, en samt fór nú svo, að ég stóðst ekki freist- inguna að steypa mér í fyrstu hol- skefluna, sem kom æðandi á móti mér. Ég var vel syndur og treysti mér vel, enda hafði ég oft baðað mig í Gunjar þótt brim væri. Nú gerðist allt með ofsa hraða. Eftir fyrstu holskefluna kom önn- ur og síðan sú þriðja og lömdu þær mig svo að ég fekk hellu fyrir eyrun. Á sömu stundu varð mér það ljóst að ég hafði steypt mér í bráðan lífsháska, en var þó alveg rólegur. Ég barst með sterkum straumi, sem mér fannst liggja í hring. Ekki gat ég séð fólkið, sem var að baða sig, sá ekkert til lands nema gufumökkinn upp af brot- sjóunum, er þeir sprungu á sand- inum. Ég freistaði þess að synda í gegn um brimgarðinn, en það var tilgangslaust, því að ég hafði ekki afl á móti straumnum. Hafði ég nú borizt um 350 metra. Ég hrópaði eins hátt og ég gat til fólksins, en fekk ekkert svar, og auðvitað var tilgangslaust að kalla, það gat ekkert heyrt fyrir brimniðinum. Nú var um líf og dauða að tefla. Ég reyndi að vera sem næst brim- garðinum, því að ég vissi af gam- alli reynslu, að einstaka sinnum kemur lag og ætlaði ég þá að reyna að sæta því. En þótt ég synti af öllu kappi í áttina til lands, bar mig æ lengra frá ströndinni. Svo hagar til þarna að kóralrif eru úti fyrir landi og vegna þeirra hafði myndast þarna hringstraumur. Sá ég þá að ekki var til neins að eyða kröftunum í það að strita á móti þeim straumi, og tók þann kost að láta mig bera frá landi, þótt ekki væri það glæsilegt, því að þá var lítil von um að ég mundi bjargast Þrátt fyrir þetta var ég alveg ró- legur og treysti sundkunnáttu minni, enda hafði hún áður dugað vel. Þá fyrir 10 árum hafði ég lent í sjóslysi í Sandgerði. Báti hvolfdi undir okkur fjórum félögum er við vorum á leið út í vélbátinn „Erling“, sem lá úti á höfn. Mér tókst þá að bjarga félaga mínum á sundi og var sagt frá þessu í „Sjó- manninum“ í mars 1940. Nú vissi ég að ég varð eingöngu að treysta á sundkunnáttuna, ef ég átti að geta bjargað sjálfum mér. Það var rétt, að ég hafði lent í hringstraumi. Eftir all langa hríð tók ég eftir því að ég var farinn að berast nær landi aftur. Vissi ég að nú var um að gera að vera viðbú- inn er mig bæri upp að brimgarð- inum. Réði ég nú af að beita ann- arri aðferð við brimið, reyna að kafa undir ólögin og halda mér föstum í botni í útsogi landboðans, því að það er sterkast. Þetta var úrslitatilraunin, ef hún misheppn- aðist, var ekki meira af mér að segja.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.