Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1953, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1953, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 427 um, sem niður fellu. En niður úr ræfrinu hafa þó myndazt enn stærri súlur úr kalkefni þeirra dropa, er aðeins sigu niður en þorn uðu áður en þeir gætu fallið til jarðar. Það er lítið efni, sem hver dropi leggur í þessa furðulegu náttúrusmíð, en safnast þegar sam- an kemur og á miljónum ára hefir þeim tekizt að mynda súlur, sem eru allt að því áttatíu feta háar og ná frá hvolfi til gólfs, eins og stoð- ir. Slíkar heilsteyptar súlur verða þannig til, að mæzt hefir drop- steinninn að ofan og súlan á gólf- inu og sameinast í eina súlu. Ann- ars er hitt algengara, að nokkurt bil sé milli dropsteinsins og súl- unnar á gólfinu og víðast er aðeins um dropsteina að ræða, er hanga eins og tröllvaxin grýlukerti niður úr hvolfi hellisins. Sums staðar hefir vatnið þó leitað hliðrása og myndað hið furðulegasta skraut, sem liggur eins og lög í geisla- steinum. Sumir hellarnir þarna eru um 400 fet á lengd, 125 fet á breidd og Sums staðar eru risavaxin „grýlu- kerti“ úr tærum og gegnsæum ís. 100 fet á hæð. Á nokkrum stöðum í þeim eru krystalstærar tjarnir og í þeim speglast fagurlega drop- steinahvolf hellisins, marglitt og furðulegt. Alls eru hellar þessir hartnær tvær enskar míiur á lengd. ÍSHELLAR Hátt uppi í Pyreneafjöllum, rétt hjá landamærum Frakklands og Spánar, er einnig farvegur eftir neðanjarðarfljót, sem bylzt hefir þar fram í iðrum jarðar fyrir milj- ónum ára, meðan loftslag var miklu hlýrra en nú er. Nú leysir ekki snjó úr fjöllunum þarna og sums staðar hefir myndazt jökull, enda eru þeir heliismunnar, sem fundizt hafa, í 9000—10000 feta hæð yfir sjávarmál. Enginn maður veit hvað hellar þessir ná langt niður. Þeir eru víða sem hrikaleg gljúfur og ýms- ir, sem hafa freistað að kanna þá, með því að síga niður í þessi gljúf- ur, hafa látið þar lífið. En svo eru þarna margskonar hvelfingar og göng, sem tekizt hefir að rannsaka, og géta þeir, sem þar hafa komið, eigi nógsamlega dáð þá ævintýra- legu fegurð, sem þar er að sjá. Hér

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.