Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Blaðsíða 12
. 200 LESBÓK MORGUNBLADSINS höfðingjans, sem aðrir verða að þola,“ segir Gröndal. Stiftamtmað- ur bjó að vísu í húsinu, þegar bakk- inn var hlaðinn, svo að það hefur þá verið gert til heiðurs við hann. Jaí'nhliða þessum framkvæmd- um var sú kvöð lögð á þá, sem áttu heima í Lækjargötu, að þeir settu laglegar grindur meðfram læknum, hver fyrir sinni lóð og heldi þeim við. Var þetta gert til þess að afstýra því að menn hröt- uðu þar ofan í lækinn í myrkri. Þetta var gert, en lítið var um við- hald og grotnuðu grindurnar niður og brotnuðu. Því var það sumarið 1874, þegar farið var að búa undir konungskomuna, að húseigendum þarna var gcrt að skyldu að setja grindur meðfram læknum, alla leið frá Bakarabrúnni suður að Skóla- brú, því að lengra náði gatan þá ekki. Var húseigendum og skipað að mála þessar grindur fagurlega, því að um þessa götu átti konungur og fylgdarlið hans að ganga. En ef húseigendur vildu ekki værða við þessu skyldi bærinn láta gera það á þeirra kostnað. Grindurnar komu og voru fagurlega málaðar, en um viðhald þeirra fór líkt og áður, að þær grotnuðu niður og brotnuðu og voru seinast teknar burtu. Árið eftir konungskomuna voru lækjarbakkarnir hlaðnir upp frá Skólabrú suður að tjörn og á næsta ári var Lækjargatan iengd að tjörn -inni. Sama árið gerðist merkis- atburður hjer í bænum. Þá var byrjað að koma upp götuljósum. Var fyrsta ljóskerið sett við lækinn hjá Bakarabrú og kveikt á því 2. september um haustið. Að vísu voru þetta aðeins steinolíuljós, og þótt þau fengi seinna nafnið „grút- artýrur“, þegar menn fóru að venj- ast betri Ijósum, þá þóttu þau fyr- irrriynd á sinni tíð og vöktu al- mennan fögnuð bæarmanna. Með þrím kom allur annar og hlýrn svipur a baÉinn a dnrunum kvold- um. Enn muna margir eftir þessum Ijóskerum og manni, sem gekk um bæinn þegar rökkva tók, og tendr- aði ljósin hvert af öðru. LÆKURINN tók sjálfkrafa og fyr- irhafnarlaust við öllu leysingavatni og rensli úr holtinu. En niðri í Mið • bænum var öðru máli að gegna. Var þar lengi örðugt um frárensli. Fyrsta göturennan var gerð í miðju Aðalstræti frá Klúbbnum niður að sjó. Ut af því mannvirki urðu heit- ar deilur, sem skiftu mönnum í tvo flokka. Brátt fór þó svo, að allir sáu að rennur voru nauðsynlegar. Var þá lögð renna eftir endilöngu Austurstræti og henni ætlað að flytja alt skolp og leysingavatn austur í læk. Á þessu vildu þó verða misbrestir. Hallinn var lítill og rennan var ekki hreinsuð nema stöku sinnum, og þá ef til vill ekki af mikilli vandvirkni. „Þeir, sem á seinast liðnum vetri áttu að hreinsa þessa rennu, þóttust aldrei betur fullnægja skyldu sinni við bæinn en þegar þeim tókst að dyngja sem mestum óhroða og for- arhaugum upp að húsum manna“, sagði Hannes kennari Árnason í ágúst 1858, er hann kærði fyrir bæarstjórn að rennan væri bæði hættuleg og daunill. Gengu svo kvartanir um þessa rennu í mörg ár, ýmist fyrir það hvað illur daunn væri af henni ,eða þá fyrir það að hún stíflaðist í frostum á vetrum. Bæarstjórn ljet byrgja rennuna (og aðrar rennur) með fjölum, svo að þær væri ekki hættulegar fótgang- andi mönnum. En daunninn varð hinn sami. Þá kom bæarstjórn það eitt sinn til hugar að láta lækinn hreinsa rennuna í Austurstræti. veita honum upp í hana og láta strauminn skola rennuna að Widi- löngu. Þetta var hið mesta snjall- ræði, en því miður reyndist það óíramkvæm.anlegt. Undir aldamotm var svo gerd ný renna í Austurstræíl rarðanmegin, miklu stærri en h'n var. Átti hún að geta tekið við ölh; leysingavatni og flóðum. Varð þetr.a til talsverðra bóta, en almenningi var yfirleitt illa við rennuna vcg.ra þess hvað hún hafði orðið dýr og kallaði hana „gullrennuna“ í gremju sinni. HJER má geta um citt mál, sem komst á gang 1884. Þá gerði Luders múrmeistari bænum það tilboð að þurka tjörnina, og vildi hann fá kr. 7112.50 fyrir snúð sinn. Var þaö í sjálfu sjer lítið fyrir svo mikið verk. Með því að þurka upp tjörn- ina átti lækurinn að hverfa og aldr- ei framar vera hætt við flóðum í bænum. En auk þess fengi bærinn víðáttumikið byggingarland þar sem tjörnin hafði verið. Bæar- stjórn tók þetta mál alvarlega og kaus nefnd til þess að athuga það. Voru í henni þeir Magnús Stephen- sen, Eiríkur- Briem og L. E. Svein- björnsson. Þeir munu haía lagt til að tilboðinu yrði hafnað, og sje þeim þökk fyrir það. Þeir, sem nú byggja þennan bæ, munu síst af öllu vilja missa tjörnina, enda þótt hún geti nú tæpast kallast nema svipur hjá s.jón frá því sem fyrr var. En mnhyggja manna fyrir tjörninni kemur fram í því, að nú á að íara að sýna henni sóma. Þegar fram yfir aldamótin kem- ur, er hleðslan í læknum mjög far- in að gefa sig og þurfti mikið við- hald. Var lækurinn þá oft á dag- skrá og hvernig ætti að fara með hann. Seinast var afráðið að gera heljar mikið holræsi sunnan frá tjörn til sjávar, hleypa honum þar í og byrgja svo yfir alt. Því verkl var lokið 1911 og síðan rennur læk- urinn neðanjarðar, en götur komn- ar þar sem hann var áður. —oOo—■ Andspænis Lækjartorgi stend- ur annað elsta hús bæ- anns. l'lestir hafa gleymt, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.